Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

LIFE - Masterclass

“How do we master life by training our communications channels, emotional intelligence and our life perspectives?” Alda Karen stígur aftur á svið í Hörpu og að þessu sinni í Eldborg þann 19. janúar 2018. LIFE - MasterClass er námskeið þar sem Alda Karen útvegar fólki verkfæri, upplýsingar og innsæi með það að markmiði að veita fólki þann innblástur og þekkingu sem þarf til þess að hrinda hugmyndum og nýjum lífsvenjum í framkvæmd á árángursríkan hátt. Alda Karen Hjaltalín seldi sitt fyrsta spons aðeins 13 ára, náði fyrsta milljónasponsinu sínu 18 ára, var orðin sölu- og markaðsstjóri Sagafilm 19 ára og seldi fyrstu áhrifavalda herferðina sína í New York 48 klukkustundum eftir að hún hóf störf í Bandaríkjunum. Alda Karen hefur fundað með stjórnendum stærstu fyrirtækja heims eins og Spotify, Disney, Facebook, Omnicom og fleirum. Hluti af námskeiðinu er unninn í samstarfi við eina stærstu fyrirlesara okkar tíma. Alda er í dag búsett í New York og starfar sem sölu- og markaðsstjóri fyrirtækisins Ghostlamp. Um helgar er hún auk þess að halda fyrirlestra og námskeið ásamt því að taka þátt í pallborðsumræðum um lífið og tilveruna á helstu viðburðum í New York borg. ATH. Taka skal fram að sætafjöldi er takmarkaður en námskeiðið verður hvorki endurtekið né tekið upp. Námskeiðið í Eldborg verður haldið á Íslensku. Á námskeiðinu fá þáttakendur afhenda bók sem kallast “Lífsbiblían” þar verða tugir verkfæra og æfinga ásamt uppsetningu á dagbók sem mun nýtast þáttakendum út lífið. Eftir námskeiðið verður boðið uppá networking party af bestu gerð með samhuga fólki af námskeiðinu, Öldu Karen og teyminu hennar frá New York ásamt opnum bar með nóg af trönuberjasafa!… (Aðgangur að partýinu nánar skilgreindur í miðasölu) Alda Karen mun svara spurningum þínum á námskeiðinu í gegnum app sem verður aðgengilegt í símanum þínum á meðan námskeiðinu stendur.

Saturday Night Fever - föstudagspartísýning!

English below Þegar Saturday Night Fever var frumsýnd hér á landi árið 1978, tók við mikið diskóæði en talið er að um 50-70 þúsund manns hafi séð kvikmyndina í bíó, sem var um fjórðungur þjóðarinnar á þeim tíma. John Travolta varð heimsfrægur eftir leik sinn í myndinni, og var m.a. tilnefndur til Óskarsverðlauna sem besti leikari í kvikmynd í kjölfarið. Ekki missa af KLIKKAÐRI föstudagspartísýningu, 19. janúar kl 20:00. Myndin er sýnd með íslenskum texta! English A Brooklyn teenager feels his only chance to succeed is as the king of the disco floor. His carefree youth and weekend dancing help him to forget the reality of his bleak life. The Saturday Night Fever soundtrack, featuring disco songs by the Bee Gees, is one of the best-selling soundtracks of all time. John Travolta was nominated for Academy Award for Best Actor 1978. Don´t miss out on a FANTASTIC Friday Night Party screening, January 19th at 20:00!

Með fróðleik í fararnesti - Stjörnu- og norðurljósaskoðun

Sævar Helgi Bragason, vísindamiðlari hjá Háskóla Íslands, leiðir göngu við Kaldársel í Hafnarfirði sem helguð er himingeimnum. Ferðin er á vegum Ferðafélags barnanna og Háskóla Íslands og verður föstudaginn 19. janúar kl. 20. Af hverju eru stjörnur mismunandi á litinn og hvers vegna sjást norðurljósin bara stundum? Sævar Helgi svarar þessum spurningum og fleiri í göngunni sem er ókeypis og opin öllum. Þátttakendur hittast við skrifstofu Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6 kl. 20 og aka í halarófu út fyrir borgarmörkin. Ferðinni er heitið að Kaldárseli í Hafnarfirði og þeir sem það vilja geta hitt hópinn þar um kl. 20.20. Það eru ekki ýkja mörg bílastæði í boði svo fólk þarf að leggja til beggja hliða við veginn, helst þvert, að minnsta kosti þar sem það er mögulegt. Afar mikilvægt er að allir séu vel klæddir. Það má jafnvel stinga einhverri sessu eða gamalli frauðdýnu ofan í bakpokann því auðvitað er allra best að skoða himingeiminn liggjandi á jörðinni og þá er gott að liggja / sitja á einhverju sem einangrar rassinn frá jörðinni! Auk þess að klæða sig afar vel mælum við með því að fólk taki með sér kíki og nesti, sérstaklega er gott að taka með sér eitthvað heitt á brúsa því í kuldanum er gott að fá heitan drykk í kroppinn. Gert er ráð fyrir að ferðin taki um tvær klukkustundir. Ferðin er hluti af samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands sem ber nafnið Með fróðleik í fararnesti. Þátttaka ókeypis og allir velkomnir. Ekkert að panta, bara mæta!

Gyða Valtýsdóttir

Sellóleikarinn, tónskaldið og spunatónlistarkonan Gyda Valtysdottir hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi um langt skeið en hún hóf ferilinn með hljómsveitinni Múm á táningsárunum. Hún hefur samið tónlist fyrir kvikmyndir, innsetningar og dansverk og starfað með stórum og litríkum hópi listamanna, þeirra á meðal Josephine Foster, Kronos-strengjavartettnum, Colin Stetson, Skúla Sverrissyni, Ólöfu Arnalds, Jónsa, Ben Frost, Dustin O'Halloran, Winged Victory for the Sullen, Damien Rice, Aaron og Bryce Dessner, Ragnari Kjartanssyni myndlistarmanni og kvikmyndaleikstjóranum Guy Maddin. Fyrsta sólóplata Gyðu, Epicycle kom út á geisladiski hjá Smekkleysu og síðar á vínil hjá figureight records. Gyða hlaut Kraumsverðlaunin og Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir plötuna sem hefur að geyma einstakar útsetningar á klassískum meistaraverkum eftir Hildegard von Bingen, George Crumb, Harry Partch, Olivier Messiaen, Robert Schumann, Franz Schubert og fleiri. Gyða lagði stund á nám í sellóleik hjá Gunnari Kvaran við Tónlistarskólann í Reykjavík, síðar sellóleik og frjálsan spuna í Pétursborg og við Tónlistarháskólann í Basel í Sviss þar sem aðalkennarar hennar voru Thomas Demenga og Walter Fähndrich. Tónleikar Gyðu eru ávallt einstakir og hún á það til að töfra fram eitthvað óvænt fyrir gesti Mengis. Húsið opnar kl. 20:30. Miðaverð er 2.500 kr. ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ A concert with Gyda Valtysdottir in Mengi on Friday, January 19th. Doors open at 8:30 p.m. Tickets are 2.500 kr. Gyda Valtysdottir has been active as a musician since her early teens when she co-founded the experimental pop-group múm in the late 1990's. Leaving the band after the release of Finally We Are No One to focus on her further musical studies in Reykjavik, St. Petersburg and Basel, graduating with a double masters degree from the Hochschule für Musik in Basel where her main teachers were cellist and composer Thomas Demenga and violist, composer and improviser Walter Fähndrich. Her long list of collaborators includes Josephine Foster, Kronos Quartet, Colin Stetson, Skúli Sverrisson, Ólöf Arnalds, Jónsi, Ben Frost, Dustin O´Halloran, Winged Victory for the Sullen, Damien Rice, Aaron & Bryce Dessner, visual-artist Ragnar Kjartansson and cult-film creator Guy Maddin. Gyda has created music for films, installations, dance, among many other creative ventures, possessing a rare range of musical experiences which creates a unique alchemical compound. Her first solo album Epicycle was released initially only in Iceland through the historic Smekkleysa label, and received prestigious prizes at the Icelandic Music Awards.

Þorrapartý @Stúdentakjallarinn

(English below) Bóndadagurinn er á föstudaginn og þar með er Þorrinn hafinn. Þetta er auðvitað tilefni til að fagna og við blásum í partýlúðra eins og áður! DJ frá 21-01 Bóndadagsburger - 1.590 kr. Brennivínsskot og hákarl - 850 kr. Happy hour til kl. 19 og eldhúsið opið til kl. 21:30. Sjáumst hress! - "Husbandday" is on Friday and marks the beginning of "Þorrinn" which is a month in the old Icelandic calendar, known as the fourth month of winter. This is when Icelandic people eat the traditional old Icelandic food. This is, of course, an opportunity to celebrate and we blow the party horns like before! DJ from 9pm-1am. "Husbandday" burger - 1.590 kr. Black death shot and fermented shark - 850 kr. Happy hour until 7pm and kitchen open until 9:30pm. See you there!