Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Er þetta ekki bara frekja? Samspil kvíða og hegðunarvanda barna

Urður Njarðvík, dósent við Sálfræðideild, fjallar um samspil kvíða og hegðunarvanda barna fimmtudaginn 18. janúar kl. 12-13 í Hátíðasal Háskóla Íslands. Erindið er liður nýrri fræðslufundaröð Háskóla Íslands sem nefnist Best fyrir börnin. Undanfarið hefur mikið verið rætt um kvíða meðal barna og unglinga á Íslandi og skimanir benda til þess að tíðni hans sé að aukast. Í erindinu verður fjallað um birtingarmynd kvíða meðal barna og unglinga og hvernig foreldrar geta tekist á við þennan vanda heima fyrir. Einnig verður rætt um tengsl kvíða við hegðunarvanda, hvernig einkenni kvíða eru oft mistúlkuð sem mótþrói og frekja og hvers vegna börn með ADHD eiga sérstaklega á hættu að þróa með sér kvíðaraskanir. Fyrirlestur Urðar er sá fyrsti í nýrri fyrirlestraröð sem rektor Háskóla Íslands hleypir af stokkunum á árinu 2018 og ber heitið Háskólinn og samfélagið. Viðfangsefni fyrirlestraraðarinnar verða af ýmsum toga en eiga það sameiginlegt að hafa verið áberandi í samfélagsumræðunni síðustu misseri. Í fyrstu fræðslufundaröðinni, sem ber heitið Best fyrir börnin, verður velferð barna og ungmenna í brennidepli, með áherslu á andlega líðan, hreyfingu, svefn, læsi, snjallsímanotkun, mataræði og samskipti. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Íbúafundur vegna borgarlínu

Þann 18. janúar næstkomandi verður haldinn kynningarfundur vegna Borgarlínu. Hrafnkell Á. Proppé svæðisskipulagsstjóri mun halda erindi ásamt Ólöfu Kristjánsdóttur verkfræðingi og fagstjóra samgöngu hjá verkfræðistofunni Mannvit. Kynnt verður hið nýja kerfi almenningssamgangna sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirbúa ásamt skýrslu Mannvits um úttekt á göturými. Fundurinn verður haldinn í Hafnarborg og hefst kl.17. Gert er ráð fyrir að fundurinn standi yfir í um 1,5 klst. Íbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta á fundinn. Nálgast má upplýsingar um Borgarlínuna á heimasíðu samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu http://www.ssh.is/borgarlina og skýrslu Mannvits á heimasíðu Hafnarfjarðar https://www.hafnarfjordur.is/mannlif/vidburdir/vidburdir-framundan/ibuafundur-vegna-borgarlinu

Svo mælti Zaraþústra

Upphafstónarnir í Svo mælti Zaraþústra eru með því kunnasta sem nokkurt tónskáld hefur fest á blað, þökk sé kvikmyndinni frægu 2001: A Space Odyssey. Þetta meistaraverk Richard Strauss er þó annað og meira en lúðraþyturinn í upphafi. Svo mælti Zaraþústra er stórbrotin og hrífandi hugleiðing um tilveruna í hinum ýmsu myndum: náttúruna, dansinn og dauðann. Sellókonsertinn sem Shostakovitsj samdi handa Mstislav Rostropovitsj árið 1959 er eitt af meistaraverkum sellótónlistar á 20. öld og margir heyra í kröftugri tónlistinni lýsingu á þeim aðstæðum sem tónskáldið bjó við í Sovétríkjunum. Þýski sellistinn Alban Gerhardt er einn virtasti sellóleikari samtímans. Hann hefur leikið með öllum helstu hljómsveitum heims og hefur m.a. hljóðritað fyrir Deutsche Grammophon. Nýjasti hljómdiskur hans var valinn einn af diskum mánaðarins hjá hinu virta tímariti Gramophone. Á tónleikunum hljómar einnig bráðsnjall forleikur eftir hina pólsku Grażynu Bacewicz, sem var afkastamikið tónskáld um miðja 20. öld og hlaut verðskuldaða viðurkenningu fyrir verk sín. EFNISSKRÁ Grażyna Bacewicz: Forleikur fyrir hljómsveit Dmítríj Shostakovitsj: Sellókonsert nr. 1 Richard Strauss: Also sprach Zarathustra HLJÓMSVEITARSTJÓRI David Danzmayr EINLEIKARI Alban Gerhardt Tónleikakynning í Hörpuhorni kl. 18:00.

Volahn, Arizmenda, BHL & Dolorvotre á Húrra

Vánagandr & Tómið hungrar kynna í samstarfi við A Thousand Lost Civilizations: Crepúsculo Negro // Black Twilight Circle á Íslandi - Íslenska - English version below - Black Twilight Circle, eða Crepúsculo Negro er hópur hljómsveita frá Los Angeles í Bandaríkjunum sem hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum fyrir nýja og spennandi nálgun á black metal tónlistarstefnuna. BTC er einnig útgáfufyrirtæki fyrir allar þessar hljómsveitir og eru útgáfur þeirra oft í takmörkuðu upplagi og eftirsóttar af söfnurum. Næstkomandi janúar munu fjórar kjarnahljómsveitir þessa hóps, Volahn, Blue Hummingbird on the Left, Arizmenda og Dolorvotre leggja land undir fót og fara í sína fyrstu tónleikareisu um Evrópu undir skipulagi tónleikahaldarans A Thousand Lost Civilizations. Íslenska black metal elítan Vánagandr og Tómið hungrar munu í samstarfi við A Thousand Lost Civilizations hefja þessa tónleikaferð BTC á Íslandi þann 18. janúar næstkomandi á skemmtistaðnum Húrra. Ofursvartgrændgeðsjúklingarnir í World Narcosis sjá um upphitun. Miðasala er hafin á Tix.is. Miðar á viðburðinn munu kosta 2.000 kr. í forsölu og 2.500 við hurð. - English version - The Black Twilight Circle, or Crepúsculo Negro, is a collective of bands from Los Angeles, US, that has stirred up a lot of attention during the recent years for a new and creative approach to the black metal genre. BTC is also a record label for the bands involved and their releases which are often released in limited quantities are sought after by collectors around the world. This January four key bands from the BTC collective will go on their first European tour with the help of the tour promoter A Thousand Lost Civilizations. The Icelandic black metal elite, Vánagandr and Tómið hungrar will in collaboration with A Thousand Lost Civilizations kick off this tour at Húrra, Reykjavík, January 18th. Opening act for this event will be the so very intense World Narcosis. Tickets are available at Tix.is. Pre-sale tickets: 2.000 isk Tickets at the door: 2.500 isk Volahn: https://www.youtube.com/watch?v=xPQtAMUN3Pk Arizmenda: https://www.youtube.com/watch?v=O_ZAFNMh3YU BHL: https://www.youtube.com/watch?v=1mr9CjFM-cs Dolorvotre: https://www.youtube.com/watch?v=1Ks5kaufgQc

Fullkomið ójafnvægi :: Perfect Imbalance

Ásrún Magnúsdóttir, Saga Garðarsdóttir og Sigrún Hlín Sigurðardóttir kynna: Fullkomið ójafnvægi - verk í vinnslu. Fullkomið ójafnvægi er viðburður í vinnslu þar sem reynt verður að ná jafnvægi. Hlutir og hugmyndir verða vegnar og metnar. Við munum komast að því hvað kaffibolli vegur í samanburði við egg, hvað er hægt að láta fullt vatnsglas ganga á milli margra án þess að sulla, hvað ruslpóstur vegur mikið í daglegu lífi og svo framvegis og framvegis. Áhorfendum verður gefið tækifæri á því að vega og meta sínar eigin eignir eða hugmyndir. Húsið opnar kl. 20:30 og gjörningurinn hefst kl. 21. Miðaverð er 2.000 krónur. ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ Ásrún Magnúsdóttir, Saga Garðarsdóttir & Sigrún Hlín Sigurðardóttir present: Perfect Imbalance. A work in progress. Ideas and objects are evaluated and measured with the audience. A cup of coffee versus an egg. How long a glass of water can be passed between people without spilling, how much spam mail weighs in daily life etc. The audience will have a chance to weigh their own ideas and objects. Doors open at 8:30 p.m. The performance starts at 9 p.m. Tickets are. 2000 kr.