Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Icelandic Design at Formex Stockholm

It is a pleasure to invite you to the opening of the special Icelandic Guest Exhibition at FORMEX, Stockholmsmassan. Meet the Icelandic Guest Exhibitors and enjoy light refreshments ✨🍸 The event will take place Wednesday 17. January at 11.30, Hall B – Stand 16:31. The Guest Exhibition is a special collaboration between FORMEX, the Icelandic Design Centre and the Icelandic Embassy in Sweden. Read all about it here: https://goo.gl/1Kn2ar _ Dögg Design FÓLK North Limited Studio Berlinord TAKK Home

Bjóðum í samtal - íbúafundur: Urriðaholt,Vífilsstaðir,Hnoðraholt

Bjóðum í samtal Hverfafundir - íbúafundir með bæjarstjóra og sviðsstjórum Garðabæjar Miðvikudaga í janúar og febrúar kl. 17:30 – 19:00 Fyrsti fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 17. janúar kl. 17:30 - 19 í fundarsal Toyota í Kauptúni. Íbúar Urriðaholts, Vífilsstaða og Hnoðraholts eru sérstaklega velkomnir. Á dagskrá fundanna verður m.a. • Inngangur frá bæjarstjóra • Nágrannavarsla og þjónusta • Framkvæmdir í nærumhverfi og skipulagsmál • Fræðslumál og fjölskyldumál • Um hvað vilt þú tala? Innsendar fyrirspurnir bæjarbúa og fyrirspurnir úr sal – umræður Vonumst til að sjá sem flesta íbúa taka samtalið við okkur á fundunum. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri • Boðið verður upp á súpu og brauð. • Íbúum gefst kostur á að senda inn fyrirspurnir fyrir fundina á vef Garðabæjar, gardabaer.is. • Allir fundir verða sendir út beint á vef Garðabæjar.

Budapest Festival Orchestra & Iván Fischer

Budapest Festival Orchestra er meðal tíu bestu sinfóníuhljómsveita í heimi að mati Gramophone og fleiri virtra álitsgjafa um tónlist. Velgengni sveitarinnar er með eindæmum og má með sanni segja að hljómsveitin hafi skotist á stjörnuhimininn. Hljómsveitarstjóri sveitarinnar er hinn heimsþekkti Iván Fischer. Budapest Festival Orchestra var stofnuð af þeim Iván Fischer og Zoltán Kocsis sem völdu í hana rjóma ungra ungverskra hljóðfæraleikara. Starf hljómsveitarinnar átti fyrst í stað að vera lítið umfangs en hljómsveitin sló svo rækilega í gegn að hún selur auðveldlega upp þrenna tónleika í hvert sinn sem hún kemur fram. Á aðeins 34 árum hefur hún rokið beint í fyrsta flokk sinfóníuhljómsveita á heimsvísu, ásamt Berlínarfílharmóníunni og Vínarfílharmóníunni með sína mörghundruð ára sögu. Iván Fischer hefur verið aðalhljómsveitarstjóri Budapest Festival Orchestra frá upphafi. Hann er einhver áhugaverðasti tónlistarmaður okkar tíma, jafnvígur á nokkur hljóðfæri, tónskáld og hljómsveitarstjóri. Hann hefur sérstaklega líflega og ferska nálgun á “klassíska” tónlist og leitast við að brjóta upp allt sem annars getur virst staðnað eða íhaldssamt. Hljómsveitin er reglulegur gestur í helstu tónleikahúsum heims og hefur m.a. komið fram í Carnegie Hall, Lincoln Center í New York, Royal Concertgebouw í Amsterdam og Royal Albert Hall. Hún hefur sópað til sín fjölda verðlauna og árið 2008 var hún valin sú níunda besta í heimi af fremstu tónlistargagnrýnendum í heimi og sló þar við Fílharmóníunni í New York og Sinfóníuhljómsveit Boston. Tvær plötur sveitarinnar hafa unnið til Grammy verðlauna og hljóðritun þeirra á Mahler Sinfóníu nr. 5 hlaut bæði Diapason d’Or og Italy’s Toblacher Komponierhäuschen verðlaunin fyrir bestu Mahler hljóðritunina. Árið 2016 verðlaunuðu samtök tónlistargagnrýnenda í Argentínu sveitina sem bestu erlendu sinfóníuhljómsveitina. Efnisskráin á tónleikum Budapest Festival Orchestra í Hörpu er einstaklega aðgengileg. Hún hefur mikla breidd, með verkum frá tímum barokksins, klassíkurinnar og rómantíkurinnar. Flutt verður Hljómsveitarsvíta í h-moll eftir J.S. Bach, Píanókonsert nr. 3 í c-moll eftir Beethoven og Sinfónía nr. 2 eftir Rachmaninov, en hljómsveitin flytur sömu efnisskrá á ferð sinni um Bandaríkin. Einleikari á píanó er sá einhver eftirsóttasti í heiminum í dag, hinn ungverski Dénes Várjon. Hann er reglulegur gestur með helstu hljómsveitum og í helstu sölum heims og hefur unnið náið með Fisher í áraraðir. Það verður því ómetanlegt að fá að fylgjast með þeim félögum í dramatískum konsert Beethoven.

Margt býr í þokunni - Snorri Helgason Útgáfutónleikar á Húrra

Útgáfu plötunnar Margt býr í þokunni með tónlistarmanninum Snorra Helgasyni verður fagnað 17. janúar nk. á tónleikastaðnum Húrra við Tryggvagötu. Á plötunni má finna safn 10 laga sem Snorri hefur samið við íslensku þjóðsögunar. Á tónleikunum koma fram ásamt Snorra þeir Örn Eldjárn, gítarleikari, Guðmundur Óskar Guðmundsson, bassaleikari og Hjörtur Ingvi Jóhannsson ásamt litlum kór sem syngur í nokkrum laganna. Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir (Lay Low) kemur einnig fram og syngur lagið um Selinn sem er að finna á plötunni og þau Snorri sömdu textan við saman. Teitur Magnússon og Pétur Ben kíkja einnig við og hita upp mannskapinn. Hús opnar kl. 20 og miðaverð er einungis 2000 kr. Úr dómi Arnar Eggerts Thoroddsen og Andreu Jóns um Margt býr í þokunni á Rás 2. „Það sem ég tek eftir, er að lögin hérna eru vel samin. Tíminn hefur unnið með Snorra. Þau eru pæld, unnin í hörgul, vel samsett og úthugsuð. Flest þeirra eru einföld og tiltölulega látlaus en þar liggur einmitt áskorunin. Það þarf vissu völundarins til að sníða út vel heppnaðan þriggja mínútna alþýðubrag, þar sem sá stakkur er fremur þröngur. Snorri er kominn á þann stað. Hann kann þetta og getur þetta. Margt býr í Snorra." -- The release of Snorri Helgason's new album Margt býr í þokunni will be celebrated at Húrra on January 17th 2018. The album is a collection of folk songs Snorri has been writing for the past few years based on Icelandic folklore. Joining Snorri on stage for the show will be Guðmundur Óksar Guðmundsson on bass, Örn Eldjárn on pedal steel guitar and Hjörtur Ingvi Jóhannsson on keyboards. They will be joined by a small choir on a few songs. Also appearing at the concert will be Lay Low and Teitur Magnússon. Doors are at 8 pm and tickets are 2000 ISK.