Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Hvað geta snjalllausnir gert fyrir borgarbúa?

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar stendur fyrir gagnrýninni og hressilegri fundarröð um þróun og mótun borgarinnar. Snjalllausnir í borgum verða ræddar á næsta fundi, þriðjudaginn 16. janúar á Kjarvalsstöðum kl. 20. Hvaða áhrif hafa snjalllausnir á ferðatíma, mengun, raforku og og hvaða tækifæri felast í snjallborginni? Hvað með snjöll bílastæði, snjallar ruslafötur, snjalla götulýsingu o.s.frv. Býr snjallt fólk í snjöllum borgum? Mun snjalltæknin víkka sjóndeildarhringinn? Snjallborg notar upplýsinga-, samskipta- og fjarskiptatækni til að bæta lífsgæði borgarbúa Gestir fundarins eru Lilja G. Karlsdóttir samgönguverkfræðingur hjá Viaplan , Helga Valfells framkvæmdastjóri Crowberry Capital og Kristinn Jón Ólafsson verkefnisstjóri snjallborgarinnar hjá Reykjavíkurborg sem munu spá í efnið ásamt Hjálmari Sveinssyni formanni umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Allir velkomnir, heitt á könnunni. http://reykjavik.is/frettir/hvad-geta-snjalllausnir-gert-fyrir-borgarbua Fylgist með snjallborginni hér: https://www.facebook.com/snjallborgin/

KexJazz // Camper Giomo

Á næsta jazzkvöldi Kex Hostel, þriðjudaginn 16. Janúar kemur fram gítartríóið Camper Giorno en það er skipað mönnum af yngri kynslóð íslenskra jazztónlistarmanna; þeim Bjarna Má Ingólfssyni, Sigmari Þór Matthíassyni og Skúla Gíslasyni. Þeir spila frumsamda tónlist eftir alla meðlimi tríósins, auk laga eftir nokkrar helstu gítargoðsagnir samtímans. Tónlistin á Kex hostel hefst kl. 20:30 og er aðgangur ókeypis. KEX Hostel er á Skúlagötu 28.