Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Jól með Sissel 2017

Harpa

18216644 10154855624943171 1191091711784159394 o

Í ár verða Jól með Sissel haldin í Eldborg, Hörpu, þann 20. desember. Tvennir tónleikar verða í boði; kl. 18 og 20.30. Hver sá sem sér Sissel kolfellur fyrir töfrandi sviðsframkomu hennar en þessir töfrar hafa sett hana í hóp vinsælustu söngkvenna víða í heiminum. Hún hefur sungið inn jólin fyrir meira en milljón Norðurlandabúa og hefur hún fyrir löngu síðan sungið sig inn í hugi og hjörtu Íslendinga. Í fyrra fyllti hún hvorki meira né minna en fjóra tónleika á Íslandi og mun færri komust að en vildu. Nánar: www.sena.is/sissel

Sycamore Tree

•ENGLISH BELOW• Sycamore Tree í Mengi, miðvikudagskvöldið 20. desember klukkan 21. Miðaverð: 3500 krónur. Miðasala á miði.is Dúettinn Sycamore Tree ættu landsmenn að vera farnir að þekkja eftir mikla spilun á öldum ljósvakans. Þau Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson sendu frá sér sína fyrstu plötu “ SHELTER “ þann 24. september síðastliðinn og héldu glæsilega útgáfutónleika í Hörpu sama dag þar sem færri komust að en vildu. Eftir stutt frí snúa þau aftur með tónleika í Mengi á Óðinsgötu 2 þann 20.desember klukkan 21.00. Þar sem tónleikarnir verða stuttu fyrir jól verða tónleikarnir lágstemmdir - platan SHELTER verður spiluð í heild sinni ásamt nýju efni auk þess sem nokkur vel valin uppáhalds jólalög munu senda tónleikagesti í jólastemningu út í desembernóttina. Með þeim koma fram þau Arnar Guðjónsson á bassa, Unnur Birna Björnsdóttir á fiðlu og Örnólfur Kristjánsson á selló. Forsala miða hefst þriðjudaginn 14. nóvember klukkan 9:00 á midi.is ∞∞∞∞∞∞ An intimate and low-key concert with the beautiful duo Sycamore Tree (Agusta Eva Erlendsottir. singer and actress & Gunni Hilmarsson, fashion designer and musician) in Mengi. Music from their new album SHELTER along with brand new songs and some of their favourite Christmas carols. Joined by Unnur Birna Björnsdóttir (violin), Arnar Guðjónsson (bass) and Örnólfur Kristjánsson (cello). In Mengi on Wednesday, December 20th at 9pm. Tickets: 3500 ISK - can be booked via www.midi.is

Jólagos Kötlu á KEX

Kvennakórinn Katla kemur jólaskapinu í hæstu hæðir með KEXMAS tónleikum sínum á Sæmundi í sparifötunum 20. desember klukkan 21:00. Sæmundur í sparifötunum er kominn í jólafötin og er jólaseðillinn í hávegum hafður. Katla er kvennakór sem stofnaður var í Reykjavík árið 2012 og telja meðlimir kórsins 60 konur í heildina. Kórinn er þekktur fyrir útsetningar sínar á þjóðlögum sem og popplögum. Tendraðu jólaljósið sem er innra með þér á þessum einstöku tónleikum sem hefjast klukkan 21:00. Það er frítt inn og tónleikarnir opnir öllum eins lengi og húsrúm leyfir. - - - - - - - Katla will affirm your joy for Christmas at KEX on December 20th when they sing in all the Christmas songs and carols they know. Katla is a female choir that was founded in Reykjavík in 2012. Today it has around 60 singers. Katla's repertoire includes folk songs and choral pieces from Iceland and other countries, as well as various pop songs arranged by the choir. Bring more life to your inner Christmas child at this wonderful show at 21:00. This is free concert.

Hið árlega Jólabingó Húrra með Jóhanni Alfreð og Valda Píanó

Hið árlega Jólabingó Húrra verður haldið 20. desember nk. Bingóstjóri eins og síðustu ár verður Jóhann Alfreð Kristinsson og um tónlistina sér hinn stimamjúki Valdimar Kristjónsson. Sama fyrirkomulag verður eins og síðustu ár: Bingóspjaldið kostar 1000 kr en það fylgir bjór eða léttvínsglas með. Glæsilegir vinningar í boði. Alveg sjúklegir. Meir um það síðar. GLEÐILEG JÓL!