Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Jólatónleikar Sinfóníunnar

-- ATH: Tónleikarnir eru endurteknir -- 16. des. » 14:00 16. des. » 16:00 17. des. » 14:00 17. des. » 16:00 Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar hafa um árabil notið gífurlegra vinsælda meðal hlustenda á öllum aldri. Á þessum hátíðlegu fjölskyldutónleikum eru sígildar jólaperlur í bland við klassísk jólaævintýri og grípandi hljómsveitartónlist allsráðandi. Ungir ballettdansarar dansa þætti úr Hnotubrjótnum, píanóleikarar flytja jólasyrpu, Saxófónhópur Tónlistarskóla Garðabæjar sveiflar hlustendum yfir í Karíbastemningu stáltrommuhóps sem færir hita og yl inn í Eldborg. Stúlknakór Reykjavíkur, Margrét Eir og Kolbrún Völkudóttir ásamt táknmálskórnum Litlu sprotunum færa hlustendum jólalögin í sannkölluðum hátíðarbúningi. Kynnir tónleikanna, trúðurinn Barbara, lætur heldur ekki sitt eftir liggja. Tónleikarnir eru túlkaðir á táknmáli og Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar flytur jólalög fyrir og eftir tónleikana.

Heima um jólin 2017

Heima Um Jólin 2017 16. desember kl. 16:00, 19:00, 22:00 Miðasala í fullum gangi á mak.is og í síma 450-1000. Tryggðu þér og þínum miða. Þú þarft ekki að hugsa þig um tvisvar! Árlegir jólatónleikar Rigg Viðburða, Heima Um Jólin, verða haldnir í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri laugardaginn 16. desember kl. 16:00 og 19:00. Friðrik Ómar fær til sín góða gesti þriðja árið í röð en tónleikarnir eru orðnir ómissandi partur af aðventunni hjá mörgum. Skelltu þér norður þ.e.a.s. ef þú ert ekki þar:) Það er óhætt að segja að þessi glæsilegi hópur flytjenda verði ekki í vandræðum með að leika og syngja helstu perlur jólanna. Stórkostlegir söngvarar stíga á svið ásamt 12 manna hljómsveit. Söngvarar: Friðrik Ómar Jóhanna Guðrún Jónsdóttir Egill Ólafsson Diddú Jógvan Hansen Svala Björgvinsdóttir. „Það er mér mikilvægt að tónleikarnir séu vettvangur fyrir alla fjölskylduna til að koma saman og njóta. Gestasöngvararnir mínir eru engar smá stjörnur svo ég get lofað að tónleikagestir eiga von á góðri skemmtun. Hér verður ekkert nema stuð og gæsahúð.“ - segir Friðrik Ómar. Hljómsveitina skipa Ingvar Alfreðsson hljómborð, Jóhann Ásmundsson bassi, Jóhann Hjörleifsson trommur, Diddi Guðnason slagverk, Sigurður Flosason blásturshljóðfæri, Ari Bragi Kárason trompet og hljómborð, Kristján Grétarsson gítarar. Bakraddir skipa þau Ragna Björg Ársælsdóttir, Kristinn Ingi Austmar og Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir. Strengjakvartett er undir stjórn Láru Sóleyjar Jóhannesdóttur sem er skipaður utan hennar af Marcin Lazarz-2. fiðla, Herdís Anna Jónsdóttir-víóla og Ásdís Arnardóttir á cello. Um útsetningar og stjórn hljómsveitar sér Ingvar Alfreðsson.

How the Grinch Stole Christmas - jólapartísýning!

English below Einstök jólamynd með Jim Carrey í aðalhlutverki sem fjallar um það hvernig Trölli stal jólunum! Myndin er byggð á þekktri bók eftir Dr. Seuss. Inni í snjókorni er töfralandið Whoville. Í Whoville búa the Whos, og þar elska allir jólin. En fyrir utan bæinn býr Trölli, sem óskemmtilegur náungi sem hatar jólin, og ákveður að stela jólunum frá the Whos, sem hann hefur ekki minni andstyggð á. Lítil stúlka, Cindy Lou Who, ákveður hinsvegar að reyna að vingast við Trölla. Ekki missa af þessari frábæru jólapartísýningu laugardagskvöldið 16. desember kl 20:00! Myndin verður sýnd með íslenskum texta. English On the outskirts of Whoville, there lives a green, revenge-seeking Grinch who plans on ruining the Christmas holiday for all of the citizens of the town. Don´t miss out on a GREAT CHRISTMAS PARTY SCREENING, Saturday December 16th at 20:00!

Ólöf Arnalds & Skúli Sverrisson

Aðventutónleikar með Ólöfu Arnalds og Skúla Sverrissyni í Mengi laugardagskvöldið 16. desember klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30. Miðaverð er 2500 krónur. Pantið í gegnum booking@mengi.net eða kaupið miða við innganginn. ∞∞∞∞∞∞∞∞∞ Concert with Ólöf Arnalds & Skúli Sverrisson at Mengi on Saturday, December 16th at 9pm. House opens at 8:30 pm. Tickets: 2500 ISK. Order tickets through booking@mengi.net or buy tickets at the entrance. Ólöf Arnalds is an Icelandic singer and multi-instrumentalist. Classically educated on the violin, viola and self-taught on guitar and charango, Ólöf’s most distinctive asset is, nonetheless, her voice. A voice of instantly captivating, spring water chasteness possessed of a magical, otherworldly quality that is simultaneously innocent yet ancient (“somewhere between a child and an old woman” according to no less an authority than Björk). Over the past two decades, bass guitarist-composer Skuli Sverrisson has worked with a veritable who’s who of the experimental world, from free jazz legends (Wadada Leo Smith, Derek Bailey) to music icons (Lou Reed, Jon Hassel, David Sylvian, Arto Lindsey) and composers (Ryuichi Sakamoto, Johann Johannsson and Hildur Gudnadottir). Sverrisson is also known for his work as an artistic director for Olof Arnalds (Innundir Skinni, Vid og Vid), recordings with Blonde Redhead and as a musical director for legendary performance artist Laurie Anderson.

SYKUR + GDRN á Húrra

Hljómsveitin SYKUR ætlar að söðla um og slær til stórtónleika á Húrra þann 16. desember. Á nýafstaðinni Airwaves hátíð fylltist kofinn og færri komust að en vildu. Hljómsveitin hefur staðið í ströngu að undanförnu við að semja ný lög sem munu líta dagsins ljós á næstu mánuðum og verða nokkur þeirra flutt á tónleikunum. Kjörið tækifæri til að hrista af sér prófatörnina. Skiljið margföldunartöflurnar eftir heima og komið og dansið með okkur! GDRN spilar á undan SYKUR, en hún er ung tónlistarkona sem hefur verið að gera það gott í tónlistarsenunni undanfarið. Það mætti skilgreina tónlistina hennar sem jazz-skotið hip-hop popp og ætlar GDRN að spila glænýtt efni af tilvonandi EP plötu sinni á tónleikunum. Nýjasta lagið hennar „Það sem var“ hefur vakið mikla athygli að undanförnu. ⚡️ Miðaverð 2000 krónur á tix.is (link: bit.ly/SykurHurra2017) ⚡️