Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

JólaKexJazz í hádegi á föstudag

Jólajazz verður leikinn í hádeginu á föstudag á Kexhostel, nánar tiltekið frá kl 12:15 til 13:15. Kvartett trompetleikarans Snorra Sigurðarsonar flytur skemmtileg jólalög úr ýmsum áttum í jazz útsetningum. Auk Snorra skipa kvartettinn þeir Ásgeir J. Ásgeirsson á gítar, Gunnar Hrafnsson á kontrabassa og söngvarinn Kristbjörn Helgason. Tilvalið að renna niður ljúffengum hádegismat úr Kex eldhúsinu með jólajazzinum. KEX Hostel er á Skúlagötu 28.

Jólatónleikatónleikar og áramóta /Snorri, Högni & guests

Jólatónleikatónleikar og áramóta Snorra Ásmundssonar, Högna Egilssonar, Patty Smith og Tryggva Þór Herbertssonar í Mengi 22.desember kl 21:00. Miðaverð: 2000 krónur. Miðapantanir í gegnum booking@mengi.net eða við innganginn. ∞∞∞∞∞∞∞ Christmas Concert with Snorri Ásmundsson, Högni Egilsson, Patti Smith and Tryggvi Thor Herbertsson. Tickets: 2000 ISK. House opens at 8:30 pm. Order tickets through booking@mengi.net or buy tickets at the door.

Afmælis og góðgerðar jólatónleikar Halldóru Bjargar

Ég, Halldóra Björg, er að halda stutta afmælis og jólatónleika til styrktar Barnaspítala hringsins á afmælisdegi mínum þann 15. desember næstkomandi. Ég, ásamt mörgum af landsins fremstu tónlistarmönnum komum fram í Mengi á Óðinsgötu með skemmtilega jólalaga dagskrá. Það kostar ekkert inn á tónleikana en verður tekið við frjálsum framlögum á staðnum. Fram koma eftirfarandi listamenn: Agnar Már Magnússon piano, Andrés Þór Gunnlaugsson Gítar, Snorri Sigurðarson Trompet/flugelhorn, Steinar Sigurðarson tenór saxófón, Harpa Þorvaldsdóttir og Haraldur Guðmundsson.

Harry Potter and the Prisoner of Azkaban - jólasýning!

English below Harry Potter snýr aftur til Hogwarts en núna er morðingin Sirius Black á eftir honum. Kvikmyndin sem byggð er á samnefndri bók skartar þeim Daniel Radcliffe, Emma Watson, Rupert Grint, en myndin var tilnefnd til tvennra Óskarsverðlauna fyrir bestu frumsömdu tónlistina og bestu sjónrænu brellurnar. Vertu með okkur í miðjum jólaundirbúningnum á frábærri FÖSTUDAGSPARTÍSÝNINGU 15. desember kl 20:00 í Bíó Paradís! English It’s Harry’s third year at Hogwarts; not only does he have a new “Defense Against the Dark Arts” teacher, but there is also trouble brewing. Convicted murderer Sirius Black has escaped the Wizards’ Prison and is coming after Harry. The film was nominated for two Academy Awards, Best Original Music Score and Best Visual Effects at the 77th Academy Awards in 2005. We can´t wait to watch HARRY POTTER together in the midst of Christmas preperations December 15th at 20:00!

JóiPé & Króli á Húrra

JóiPé & Króli spila á Húrra 15. desember 2017. 1990 kr. í forsölu en 2500 við hurð. 20 ára aldurstakmark. Hús opnar kl. 21. Sérstakir gestir: Landaboi$ 101 Savage tekur svo við dj-mennsku og klárar kvöldið.

Jólapeð

Við kynnum með stolti Hátíðardagskrána Jólapeð, tónlistar- og ljóðadagskrá til heiðurs þeirri staðreynd að jólin og aðdragandi þeirra eru tími þegar „allir stoltir hrókar verða jólapeð“. Fram koma: Arna Margrét Jónsdóttir Birkir Blær Ingólfsson Jelena Ciric Kristofer Rodriguez Svövuson Margrét Arnardóttir Marteinn Sindri Jónsson og Svikaskáldin Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Þóra Hjörleifsdóttir og Þórdís Helgadóttir Hátíðin hefstklukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30. Miðaverð: 2500 krónur. Hægt er að panta miða í gegnum booking@mengi.net eða keupa við innganginn. ∞∞∞∞∞ A beautiful evening of music and poetry at Mengi to celebrate advent and Christmas. Performers: Arna Margrét Jónsdóttir Birkir Blær Ingólfsson Jelena Ciric Kristofer Rodriguez Svövuson Margrét Arnardóttir Marteinn Sindri Jónsson and Svikaskáld: Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Þóra Hjörleifsdóttir og Þórdís Helgadóttir Event starts at 9pm. House opens at 8:30 pm. Tickets: 2500 ISK. Book tickets through booking@mengi.net or buy at the entrance.

Omotrack - Stúdentakjallarinn

Fögnum lífinu, fögnum próflokum og spilum músík í Stúdentakjallaranum 15. desember! Lög af plötunni "Mono & Bright" verða flutt ásamt nýju efni! Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 - FRÍTT INN #LifeIsNow #Stúdentakjallarinn #15desember _______________________________ Spotify: https://open.spotify.com/artist/517rmDXTZDoLu1sNkfzFI3 Um bandið: Bræðurnir Markús og Birkir Bjarnasynir mynda bandið Omotrack. Þeir stofnuðu það árið 2015 og hafa síðan þá gefið út plötuna "Mono & Bright" og spilað víðs vegar um land. í hljóðheimi hljómsveitarinnar glittir í eþíópíska tóna og menningu þar sem bræðurnir ólust upp í Eþíópíu, í þorpinu Omo Rate. Auk þeirra eru fjórir blástursleikarar sem gera Omotrack soundið enn líflegra. Brassið: Gunnar Kristinn Óskarsson - Trompet Gríma Katrín Ólafsdóttir - Trompet Steinn Völundur Halldósson - Básúna Svavar Hrafn Ágústsson - Saxófónn

Ljótu hálfvitarnir með nettu jólaívafi á Græna hattinum

Til er sérstök tegund af tónleikum sem kallast jólatónleikar. Þá flytja tónlistarmenn lög sem kennd eru við jólin og oftast nær er þessi tegund tónleika haldin fyrir og um svokölluð jól. Njóta jólatónleikar nokkurra vinsælda á meðal almennings vegna þess að mörgum þykir þeim fylgja skemmtileg stemming. Ljótu hálfvitarnir eru ekki þekktir fyrir að halda slíka jólatónleika en hins vegar eiga þeir það sameiginlegt með jólalögum að þeim fylgir stemming, bara aðeins öðruvísi. Nú ber það svo til um þessar mundir að fyrir röð óheppilegra tilviljanna hafa Ljótu hálfvitarnir bókað sig á Græna hattinn dagana 15. og 16. desember, sem er einmitt í kringum hápunkt jólatónleikatímabilsins. Ekki ætla þeir þó að halda jólatónleika með Heimsumbólískri hátíðarslikju, heldur spila sitt hefðbundna, óhátíðlega heilsársprógram. Með kannski smá jólaívafi. Af því að þeir kunna alveg einhver jólalög. Hafa meira að segja samið nokkur. Bara svo þið vitið það. Tónleikarnir hefjast kl. 22 bæði kvöldin og húsið er opnað klukkutíma fyrr. Miðaverð 3.900 kr. og forsala er á Backpackers, tix.is og graenihatturinn.is