Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Harry Potter og Leyniklefinn- Jólapartísýning!

Englisb below Harry er kominn á annað ár sitt í Hogwarts, en sem fyrr eru vandræðin ekki lengi að elta hann uppi. Árið byrjar illa þegar hann kemst að því að mælt er alfarið gegn því að hann fari í skólann að þessu sinni. Fyrr en varir fara ýmsar árásir á nemendur að koma í ljós og því nær sem Harry – ásamt vinum sínum – kemst sannleikanum, því fleiri hættur kemur hann sér í… Sannkölluð jólapartísýning fyrir alla fjölskylduna, 10. desember kl 14:30! Myndin er sýnd með íslenskum texta! English Harry ignores warnings not to return to Hogwarts, only to find the school plagued by a series of mysterious attacks and a strange voice haunting him. A true Christmas Party screening -for all the members of the family, December 10th at 14:30! The film is screened with Icelandic subtitles.

Ítalskir konsertar - Christmas concert

Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur að þessu sinni eru helgaðir ítalskri barokktónlist. Einleikarar koma úr röðum sveitarinnar en einnig verður lútuleikarinn Arngeir Heiðar Hauksson sérstakur gestur. Arngeir hefur helgað sig upprunaflutningi á fornri tónlist og hefur starfað lengi í Bretlandi með hinum ýmsu tónlistarhópum. Á tónleikunum leikur Kammersveitin hina þekktu jólakonserta Corellis og Manfredinis en auk þeirra eru á efnisskrá einleikskonsertar eftir Vivaldi og Brescianello. Arngeir Heiðar leikur einleik í lútukonserti Vivaldis en aðrir einleikarar á tónleikunum eru Una Sveinbjarnardóttir, Helga Þóra Björgvinsdóttir, Gunnhildur Daðadóttir og Laufey Jensdóttir á fiðlu, Hrafnkell Orri Egilsson á selló og Matthías Birgir Nardeau á óbó. ---------- Italian Baroque is the theme for the annual Christmas concert with the Reykjavik Chamber Orchestra. The program will be the well known Christmas concertos of Corelli and Manfredini as well as concertos by Vivaldi and Brescianello. Special guest for this concert will be Lutenist Arngeir Heiðar Hauksson performing Vivaldi’s concerto. Also featured in solo, double and triple concertos will be orchestra members Hrafnkell Orri Egilsson, violoncello, Una Sveinbjörnsdottir violin, Matthías Birgir Nardeau oboe, and Helga Þóra Björgvinsdóttir, Gunnhildur Daðadóttir and Laufey Jensdóttir violins.

Jólagestir Björgvins 2017

10. DES. KL. 17 - ÓSÓTTAR PANTANIR KOMNAR Í SÖLU 10. DES. KL. 21 - ÓSÓTTAR PANTANIR KOMNAR Í SÖLU 11. DES. KL. 21 - ÓSÓTTAR PANTANIR KOMNAR Í SÖLU 12. DES. KL. 20 - ÓSÓTTAR PANTANIR KOMNAR Í SÖLU Jólagestir Björgvins hafa slegið í gegn síðustu 10 ár en nú flytja þeir sig yfir í Hörpu. Stefnan er sett á að gera flottustu tónleika sem settir hafa verið upp í Eldborg. Gestir Björgvins: Gissur Páll Júníus Meyvant Páll Óskar Svala Ragga Gísla Jóhanna Guðrún Katrín Halldóra Sigurðardóttir + Jólastjarnan 2018 Sérstakir gestir: Stefán Karl og Sturla Atlas Auk þess verður stórsveit Jólagesta á sínum stað, strengjasveit, gospelkór, karlakór og barnakór. Nánar: www.sena.is/jolagestir

Jólabíó - LOTR: The Two Towers

(English below) Í tilefni jólanna breytist vikulega þynnkubíóið okkar í JÓLABÍÓ/AÐVENTUBÍÓ. Annar í aðventu - 10. desember, kl. 19. Lord of the Rings: The Two Towers EXTENDED EDITION. Frítt popp og góð stemming. Happy hour frá 16-19. Eldhúsið opið til 21:30. GLEÐILEG JÓL. - Because of Christmas our weekly hangover cinema changes to CHRISTMAS CINEMA/ADVENT CINEMA. Second Sunday of advent - December 10th, at 7pm. Lord of the Rings: The Two Towers EXTENDED EDITION. Free popcorn and good vibes. Happy hour from 4-7pm. Kitchen open until 9:30pm. MERRY CHRISTMAS.

Blue Velvet - Meistaravetur Svartra Sunnudaga

English below Jeffrey Beaumont snýr til baka í heimabæ sinn Lumberton til að hjálpa veikum föður sínum. Dag einn finnur hann mennskt eyra á afskekktri gönguleið sem hann fer með til lögreglunnar. Atburðarrásin hefst fyrir alvöru þegar hann kynnist Sandy Williams, dóttur lögregluforingjans, en þau í sameiningu hefja sína eigin rannsókn á málinu. Ekki missa af David Lynch á Meistaravetri Svartra Sunnudaga, 10. desember kl 20:00! English The discovery of a severed human ear found in a field leads a young man on an investigation related to a beautiful, mysterious nightclub singer and a group of criminals who have kidnapped her child. David Lynch, Isabella Rossellini, Kyle MacLachlan, Dennis Hopper and you on a Black Sunday, December 10th at 20:00!

Tvíund / Guðrún Edda Gunnarsdóttir & Ólöf Þorvarðsdóttir

Tónleikar í Mengi sunnudagskvöldið 10. desember. Fram kemur tónlistarhópurinn Tvíund skipaður Ólöfu Þorvarðsdóttur, fiðluleikara og Guðrúnu Eddu Gunnarsdóttur, söngkonu og píanóleikara. Á efnisskrá er frumsamin tónlist og spunaverk fyrir fiðlu, píanó og rödd. Tvíund var stofnuð 2016. Tónleikar hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30. Miðaverð: 2500 krónur. Hægt er að panta miða í gegnum booking@mengi.net eða kaupa miða við innganginn. Að leita, týna, sleppa, treysta.... „Að spinna á píanó er eins og dans. Fingurnir taka völdin og stíga á svartar og hvítar nótur í sínum eigin heimi. Og röddin. Að losa hana frá kröfunni um að vera fallegust og stærst og fullkomnust. Sleppa og treysta. Treysta og sleppa. Tvíund er fyrir mér ferðalag vinkvenna um óravíddir sköpunargleðinnar.“ (GEG) „Ég þurfti að finna nýjan flöt sem fiðluleikari. Vera líka eitthvað annað en klassískur fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Búa til mitt með minni eigin rödd. Finna mína tónlist, mína rödd, minn takt. Finna og týna. Týna og finna. Tvíund er ég sjálf og Guðrún Edda vinkona mín, sem deilir sömu ástríðu fyrir tónlistinni.“ (ÓÞ) ∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞ An improv concert with Gudrún Edda Gunnarsdottir, piano and voice and Olof Thorvardardottir, violin. At Mengi on Sunday, December 10th at 9pm. House opens at 8:30 pm. Tickets: 2500 ISK. Order through booking@mengi.net or at the door. Looking, loosing, finding, trusting... "To improvise on piano is like dancing. The fingers take over, dancing on black and white keys in a world of their own. Not to mention improvising with the voice. Letting it free from the demand of being the most beautiful, the largest, the most perfect. Letting loose and trusting. Trusting and letting loose. This is for me a journey of two friends through the immense landscape of creativity" (GEG) "I needed to find some new ways for me as a violinist. Being something more than a classical violinist in Iceland Symphony Orchestra. Creating my own stuff with my own voice. Finding my own music, my own voice, my own rhythm. Finding and loosing. Loosing and finding. ' Along with my friend Guðrún Edda who shares the same passion for music. (ÓTh). ,