Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Íbúafundur um Nýju línuna, samgöngustefnu Kóp. Lindir og Salir.

Kópavogsbær boðar til íbúafundar vegna nýrrar samgöngustefnu. Á fundinum verður kynning á markmiðum væntanlegrar samgöngustefnu en við gerð hennar verða vistvænar samgöngur hafðar að leiðarljósi. Að lokinni stuttri kynningu verður óskað eftir ábendingum íbúa. Unnið verður á þremur starfsstöðum, almenningssamgöngur, umferðaröryggi, gangandi og hjólandi. Íbúar eru hvattir til að mæta og koma með ábendingar um það sem þeim liggur á hjarta um samgöngur í Kópavogi. Ábendingar íbúa verða hafðar til hliðsjónar við mótun nýrrar samgöngustefnu. Hafðu áhrif og mótaðu nýju línuna með okkur.

Tilraunakvöld Listaháskóla Íslands / LHÍ Experimental Night

Hin víðfrægu Tilraunakvöld Listaháskóla Íslands hefja göngu sína á ný; næsta kvöldið verður haldið mánudagskvöldið 27. nóvember í Mengi við Óðinsgötu 2. Í þetta sinnið verður Mengi umturnað í gallerý þar sem stór hluti þátttakenda eru nemendur hönnunar- og arkitektúrdeildar. Tveir styttri gjörningar verða sýndir í rýminu sem að öðru leyti verður undirlagt verkum í vinnslu af ýmsu tagi. Dagskráin er því aðeins að litlum hluta tímasett, stærstur hluti atriðanna verður þess eðlis að hægt er að ganga á milli, virða fyrir sér og jafnvel smakka á. Hún er svohljóðandi: Sýningar: Innsetningarhópurinn Samsetningar Mathilde Lalouette Skyngjafi - matarupplifun Nemendur í Meistaranámi í hönnun. Gjörningar: Videozine - Launching Issue N°0 - Hefst klukkan 20:15 Veðurveran Bob - Hefst klukkan 20:45 Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Formleg dagskrá hefst klukkan 20. Húsið verður opnað klukkan 19:30. ∞∞∞∞∞∞∞∞∞ LHÍ Experimental Night at Mengi on Monday, November 27th at 8pm. Free admission - everybody welcome.

POP QUIZ @Stúdentakjallarinn

(English below) Skyndipróf að hætti Stúdentakjallarans. Pop quiz kóngarnir okkar Jón Már og Árni Freyr mæta með gítarana, englaraddirnar og splunkunýjar og dúndurgóðar spurningar. Hvenær? Mánudaginn, 27. nóvember. Klukkan hvað? Kl. 21:00. Eins og alltaf verða dúndurflott tilboð á barnum. Fullt af bjór og Somersby fyrir vinningsliðið. Pop quiz kvöldin hafa ekki valdið vonbrigðum til þessa og munu ekki byrja á því núna! Sjáumst hress! - Stúdentakjallarinn's version of a pop quiz. Our pop quiz kings Johnny Mauhr and Ernie Freijr will be back at it with their guitars, angel voices and brandspanking new and bomb questions. When? Monday, November 27th. What time? At 9pm. Like always there will be sick specials at the bar. Lots of beer and Somersby for the winning team. The pop quiz nights have not disappointed anyone and will not start now! See you there!