Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Lyklafellslína 1 - opinn íbúafundur í Garðabæ

Opinn íbúafundur - Lyklafellslína 1 (Sandskeiðslína 1) Þriðjudaginn 21. nóvember kl. 17:15 – 18:45 í Sjálandsskóla, Löngulínu 8. Framkvæmdir við nýja háspennulínu Landsnet hf. hefur sótt um framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við Lyklafellslínu 1 hjá þeim sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi og Mosfellsbæ, sem nýja línan liggur um. Um er að ræða framkvæmdir við nýja háspennulínu frá Lyklafelli í Mosfellsbæ að Hamranesi í Hafnarfirði. Á móti verða fjarlægðar Hamraneslína 1 og 2, sem liggja frá Geithálsi um Heiðmörk að Hamranesi, og Ísallína 1 og 2, frá tengivirki við Hamranes að álverinu. Um landssvæði Garðabæjar verða reist 3 möstur (af 78) en í staðinn verða 13 möstur gömlu línunnar rifin. Bæjarstjórn Garðabæjar frestaði afgreiðslu erindis um leyfi til framkvæmda við lagningu línunnar og boðar hér með til opins kynningarfundar með íbúum og öðrum sem láta sig málið varða. Dagskrá: Stuttar kynningar • Fulltrúar Landsnets kynna fyrirhugaða framvæmd við Lyklafellslínu • Fulltrúar Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands og Hraunavina kynna sjónarmið sín og athugasemdir vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar við Lyklafellslínu • Sjónarmið Hafnarfjarðar • Umræður og fyrirspurnir fundargesta Heitt á könnunni, allir velkomnir Bæjarstjóri Garðabæjar

Joshua Bell & Academy of St Martin in the Fields

Harpa

18595386 10154320312051268 5125811493180965647 o

-Miðasala hefst 24. maí- Joshua Bell og Akademía St Martin in the Fields koma fram í Eldborgarsal þann 21. nóvember. Leikin verða meistaraverk í flutningi afburða hljóðfæraleikara, en sveitin telst til fremstu kammerhljómsveita heims. Tónlistarstjóri Akademíunnar er fiðlusnillingurinn Joshua Bell. Akademía St Martin in the Fields var stofnuð árið 1958 af Sir Neville Marriner og hélt sína fyrstu tónleika í samnefndri kirkju í nóvember 1959. Með framúrskarandi tónlistarflutningi náði Akademían skjótu og eftirsóknarverðu alþjóðlegu orðspori fyrir sérstæðan og fágaðan hljóm. Sveitin spilar undir handleiðslu Joshua Bell og leiðarans Tomo Keller en hún er þekkt fyrir að spila án stjórnanda. Akademían hefur hljóðritað yfir 500 verk og ber þar helst að nefna Árstíðir Vivaldi og tónlistina við Óskarsverðlaunamyndina Amadeus. Akdaemían er lofuð fyrir nýstárlega og framúrskarandi túlkun á helstu verkum klassískra tónbókmennta. Á tónleikunum í Eldborg mun hún sýna áhugaverða breidd í efnisvali og flytja Brandenborgarkonsert nr. 3 eftir Johann Sebastian Bach, Árstíðirnar fjórar í Buenos Aires eftir Astor Piazzolla ásamt Fiðlukonserti nr. 5 eftir W.A. Mozart. Hvort sem það er barokk, klassík eða eldheitur argentínskur tangó er hljómur Akademíunnar þekktur og dáður af unnendum klassískrar tónlistar um allan heim „Tónsköpun í hæsta gæðaflokki.” The Guardian ***** Nóvember 2016 „Það er sjaldgæft að hlýða á tónlistarflutning álíka þessum nú á dögum” Classical Source Nóvember 2016 „Djúpstæð og stórkostleg tónsköpun.” Bachtrack ***** Janúar 2017 ------- -Tickets on sale May 24- The Academy of St Martin in the Fields is one of the world’s greatest chamber orchestras, renowned for fresh, brilliant interpretations of the world’s greatest classical music. Formed by Sir Neville Marriner in 1958 from a group of leading London musicians, the Academy gave its first performance in its namesake church in November 1959. Through unrivalled live performances and a vast recording output – highlights of which include the 1969 best-seller Vivaldi’s Four Seasons and the soundtrack to the Oscar-winning film Amadeus – the Academy quickly gained an enviable international reputation for its distinctive, polished and refined sound. With over 500 releases in a much-vaunted discography and a comprehensive international touring programme, the name and sound of the Academy is known and loved by classical audiences throughout the world. Today the Academy is led by Music Director and virtuoso violinist Joshua Bell, retaining the collegiate spirit and flexibility of the original small, conductor-less ensemble which has become an Academy hallmark. Under Bell's direction, and with the support of Director / Leader Tomo Keller the Academy continues to push the boundaries of play-directed performance to new heights, presenting symphonic repertoire and chamber music on a grand scale at prestigious venues from New York to Beijing. The Academy will perform Johann Sebastian Bach - Brandenburg Concerto No.3, Astor Piazzolla - Four Seasons of Buenos Aires and W.A. Mozart - Violin Concerto No.5. “Music-making of the highest order.” The Guardian ***** November 2016 “Playing like this is rarely encountered these days” Classical Source November 2016 “Profound and brilliant music-making.” Bachtrack ***** January 2017

KexJazz // Skuggakvartett Sigurðar Flosasonar

Á næsta jazzkvöldi KEX Hostel, þriðjudaginn 21. nóvember, kemur fram Skuggakvartett saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar. Hljómsveitina skipa auk hans þeir Þórir Baldursson á Hammond orgel, Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar og Einar Scheving á trommur. Kvartettinn flytur blúsaðan jazz og jazzaðan blús eftir Sigurð. Tónlistin á Kex hostel hefst kl. 20:30 og er aðgangur ókeypis. KEX Hostel er á Skúlagötu 28.