Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Flugtak þátttöku Háskóla Íslands í edX

Nýtt: Upptaka frá Flugtakinu - https://youtu.be/nclAY5A9pHk Háskóla Íslands hefur verið boðin þátttaka í edX, alþjóðlegu samstarfsneti háskóla um rekstur opinna netnámskeiða sem bandarísku háskólarnir Harvard og MIT leiða. Tilgangur samstarfsins er að auka framboð á slíkum námskeiðum sem nefnd hafa verið MOOC (Massive Open Online Courses) en einnig að auka aðgengi að námi, efla notkun nýrrar tækni til kennslu í háskólanámi og þar með þróa kennsluaðferðir í takt við breytingar í tækni og samfélagi. Það er Háskóla Íslands mikill heiður að vera boðin þátttaka í edX og mun þetta samstarf efla enn frekar þróun kennsluhátta við skólann bæði fyrir fjar- og staðnám. Flugtak þátttöku Háskóla Íslands í edX verður föstudaginn 17. nóvember nk. kl. 12.15-12:50 á Litla Torgi Háskólatorgs. Dagskrá flugtaks: Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, flytur ávarp Mark Rudnick, Director of Partner Success, kynnir edX og hvað þátttaka í samstarfsnetinu þýðir fyrir Háskóla Íslands Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslu og þróunar, fer yfir möguleikana sem felast í þátttöku í edX fyrir þróun kennsluhátta við Háskóla Íslands Boðið verður upp á léttan hádegisverð. Vinsamlega tilkynnið mætingu í viðburðinum í Uglu. Þau sem ekki hafa aðgang að Uglu geta tilkynnt mætingu í síma 525 4303 eða á netfangið rektor@hi.is fyrir kl. 17, miðvikudaginn 15. nóvember. Að loknu flugtaki mun málþing um möguleikana sem samstarfið við edX felur í sér fyrir kennsluþróun við Háskóla Íslands hefjast. Málþingið hefst kl. 13.15 og stendur til 15 og er öllum opið. Dagskrá málþings: 13:15-13:20 Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslu og þróunar, opnar málþingið 13:20-13:40 Mark Rudnick, Director of Partnet Success, kynnir edX og hvað þátttaka í edX samstarfinu þýðir fyrir Háskóla Íslands (ávarpið er á ensku) 13:40-14:40 Örkynningar og pallborðsumræður um möguleika vegna þátttöku í edX og reynsla af opnun netnámskeiðum (e. MOOC) í námi 13:40-14:10 Tryggvi Thayer, verkefnisstjóri MenntaMiðju Hrafnkatla Agnarsdóttir sálfræðinemi Anna Helga Jónsdóttir, aðjunkt við Raunvísindadeild Jökull Jóhannsson meistaranemi í viðskiptafræði Kolbrún Friðriksdóttir, aðjunkt við Íslensku- og menningardeild 14:10-14:35. Pallborðsumræðum stýrir Rúnar Sigurðsson, verkefnisstjóri hjá Kennslumiðstöð HÍ 14:35-14:55 Hjalti Snær Ægisson, verkefnisstjóri, ræðir um reynslu sína af gerð fyrsta edX námskeiðsins. 14:55-15:00 Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslu og þróunar, flytur lokaorð Skráning fer fram í viðburðinum í Uglu. Þau sem ekki hafa aðgang að Uglu geta tilkynnt mætingu í síma 525 4303 eða á netfangið rektor@hi.is.

Á jaðrinum? Ráðstefna um óleyfisbúsetu í atvinnuhúsnæði

ReykjavíkurAkademían og Reykjavíkurborg blása til ráðstefnu föstudaginn 17. nóvember næstkomandi um óleyfisbúsetu í atvinnuhúsnæði. Skortur á leiguhúsnæði og hátt leiguverð veldur því að óhefðbundið búsetuform er vaxandi vandamál hérlendis. Talið er að hópur efnalítilla Íslendinga og erlent verkafólk búi við slíkar aðstæður. Ráðstefnan er mikilvægur áfangi í umfangsmikilli úttekt RA á þessu vaxandi samfélagslega vandamáli. Helstu samstarfsaðilar RA og Reykjavíkurborgar í verkefninu eru Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Hagstofa Íslands, Þjóðskrá Íslands, Vinnumálastofnun, ASÍ, Starfsgreinasamband Íslands, Retor fræðsla ehf., ásamt mörgum fleiri. Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni er Gillian Young frá Newhaven Research í Skotlandi. Gillian er öflugur fræðimaður á sviði húsnæðismála og búsetu í óleyfilegu húsnæði, þá sérstaklega þegar kemur að búsetuskilyrðum erlends verkafólks. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Dagskrá 13:00 Setningarorð – Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri 13:10 Local accommodation: migration and the shaping of local housing systems. Gillian Young, forstöðukona Newhaven Research í Skotlandi og rannsóknaprófessor við Heriot Watt háskólann. 13:45 Alþjóðavæðingin og verkafólk. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands 14:05 Húsnæðisaðstæður innflytjenda á Íslandi – niðurstöður rýnihópaviðtala. Guðbjörg Ottósdóttir, lektor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands 14:25 Greining gagna um óleyfisbúsetu á Íslandi. Jón Rúnar Sveinsson, félagsfræðingur og Svandís Nína Jónsdóttir, gagnasérfræðingur og framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar 15:00 Kaffihlé 15:20 Óleyfisíbúðir, staðan nú og leiðir til aukins öryggis Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri SHS 15:35 Búseta í óhefðbundnu húsnæði í Reykjavík á grundvelli manntalsins 2011. Ómar Harðarson, fagstjóri hjá Hagstofu Íslands 15:50 Lög um lögheimilisskráningu og væntanlegar breytingar. Þyrí Steingrímsdóttir, hæstaréttarlögmaður hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur 16:05 Erlent vinnuafl á vinnumarkaði – hlutverk Vinnumálastofnunar, áskoranir og sóknarfæri. Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Vinnumálastofnunar 16:20 Kjör erlendra verkamanna og starfsmannaleigur Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ 16:35 Umræður 17:00 Dagskrárlok Fundarstjóri: Linda Blöndal, dagskrárgerðarkona

The Wrong Place: A Program of Sonic Ethnography

The Wrong Place is a program of new sound works that interpret culture and lived experience. Each of the artists on the program will be present to answer questions from the audience. Starts at 6pm. Free entrance! Works by: - Arnar Ómarsson - Christopher Roberts - Kerstin Möller - Pier Yves Larouche - Otho - Rosanna Lorenzen - Telo Hoy - Tora Victoria Stiefel - Sihan Yang This program is the culmination of a course at Listaháskóli Íslands led by Erik DeLuca called Sonic Ethnography. Sonic ethnography is an artistic-scholarly research methodology that uses the tools of phonography and audio technology to record, edit, and produce anthropologically informed sound works that interpret culture and lived experience. ∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞ Splunkuný hljóðverk eftir níu nemendur úr Listaháskóla Íslands. Verkin hafa verið samin á námskeiði við Listaháskóla Íslands hjá Erik DeLuca. Viðburðurinn hefst klukkan 18 og er aðgangur ókeypis og öllum heimill. Dagskráin samanstendur af hljóðverkum: - Arnar Ómarsson - Christopher Roberts - Kerstin Möller - Pier Yves Larouche - Otho - Rosanna Lorenzen - Telo Hoy - Tora Victoria Stiefel - Sihan Yang Verkin hafa verið samin á námskeiðinu Sonic Ethnography eða hljóðræn þjóðfræði þar sem hljóðmiðillinn er nýttur í því skyni að túlka og miðla menningu, reynslu og umhverfi.

Sister Act 2 - föstudagspartísýning!

English below Nunnurnar eru mættar aftur í framhaldsmyndinni hinni ógleymanlegu Sister Act 2 þar sem þær ná að sannfæra Delores (Whoopi Goldberg) til að koma aftur í klaustrið til að stjórna hópi nemenda í skóla sem stendur á tímamótum, þar sem það stendur til að loka honum. Hæfileikarík söngkona í nemendahópnum (Lauryn Hill) ætlar sér stóra hluti í söngkeppni sem hópurinn er skráður í en móðir hennar kemur í veg fyrir að hún taki þátt. En þá tekur hópurinn til sinna ráða.. Ekki missa af GEGGJAÐRI föstudagspartísýningu 17. nóvember kl 20:00 í Bíó Paradís! Myndin er sýnd með íslenskum texta. English Showgirl Deloris Van Cartier returns as Sister Mary Clarence to teach music to a group of Catholic students whose run-down school is slated for closure. Don´t miss out on a FANTASTIC night Friday November 17th at 20:00!

Af því bara partý / Just 'cuz party @Stúdentakjallarinn

(English below) Ertu að leita að ástæðu til þess að fara að djamma á föstudaginn? LEITAÐU EKKI LENGRA! AF ÞVÍ BARA PARTÝ Stúdentakjallarans verður föstudaginn, 17. nóv. Fullt af frábærum tilboðum á barnum. Tuborg Julebryg á hátíðarverði allt kvöldið. DJ Fonetik Simbol frá 21-01. - Are you looking for a reason to go partying on Friday? LOOK NO FURTHER. Stúdentakjallarinn's JUST 'CUZ PARTY will be held Friday, Nov 17th. Loads of great offers at the bar. Tuborg Julebryg on holiday price all night. DJ Fonetik Simbol from 9-01.

Teitur & Mads & Árni

Teitur Magnússon & Mads Mouritz koma fram í Mengi, föstudagskvöldið 17. nóvember klukkan 21. Með þeim kemur fram Árni Guðjónsson. Efnisskráin mun samanstanda af frumsömdum lögum, nýjum og eldri, í bland við litskrúðuga tónlistararfleið, dana og íslendinga, í hátíðlegu andrúmslofti Mengis. Gamansemin er þó aldrei langt undan þegar þeir félagar bregða á leik. Búast má við miðaldarsálmum, þekktum dönskum lögum í íslenskum þýðingum og öfugt, og svo auðvitað smá Kim Larsen. Aldrei að vita nema eitt og eitt jólalag fái að hljóma. Miðaverð: 2000 krónur Bókið miða í gegnum booking@mengi.net eða kaupið miða við hurð ENGLISH BELOW Teitur Magnússon ætti að vera íslenskum tónlistarunnendum að góðu kunnur en fyrsta plata hans undir eigin nafni, 27, fékk frábærar viðtökur, bæði hlustenda og gagnrýnenda er hún kom út síðla árs 2014. Hljómplatan var tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna sem og þeirra íslensku. Áður hafði Teitur gert garðinn frægan sem söngvari og lagahöfundur í reggae-sveitinni Ojba Rasta. Von er á nýrri plötu frá Teiti í vetur. https://www.youtube.com/channel/UC6sm-xQUv_QrW87HMMSIBXw Mads Mouritz hefur komið fram víða, einn síns liðs, með hljómsveitinni Mouritz/Hørslev Projektet og með tríói sínu Mads Mouritz Trio. Hann hefur vakið mikla athygli í dönsku tónlistarlífi, hlotið frábæra dóma í miðlum á borð við Politiken og komið fram á Hróarskelduhátíðinni, í Tónleikahúsi Danska útvarpsins, í kirkjum, alls kyns tónleikahúsum og meira. “An unpolished vocal, a highly personal musical expression and Danish texts on a most distinguished level” Kim Skotte, Politiken ★★★★★ Mads Mouritz is no doubt one of the rare uncut diamonds in Danish Rock Erik Thygesen, Soundvenue ★★★★★ https://www.youtube.com/watch?v=CmqjyaB4PsE https://www.youtube.com/watch?v=wiVqVg0ybn4 https://www.youtube.com/watch?v=jBicYAV7XlM https://www.youtube.com/watch?v=wiVqVg0ybn4 ∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞ A concert with Teitur (IS) and Mads Mouritz (DK) at Mengi on November 17th at 9pm. Joined by Árni Gudjonsson. Tickets: 2000 ISK. House opens at 8:30 pm. Book tickets through booking@mengi.net or buy at the door. Teitur Magnússon released his first solo album, 27 in 2014 to great acclaim, the record nominated for the Nordic Music Prize as well as the Icelandic Music Prize. Teitur has been the front man of the reggae-band Ojba Rasta. Teitur is currently working on a new album, that will be released later this year. https://www.youtube.com/channel/UC6sm-xQUv_QrW87HMMSIBXw The last year Mads Mouritz and his trio has toured a lot with his trio playing modern, Danish folk songs in a grandiose and all-encompassing musical outfit with indian flue, the Madagascar instrument Valiha, banjo, violin, electric guitar, and percussion. What’s in store for the people at Mengi this evening time will tell, but one thing is sure, that he will be there solo but interacting with his new playmate Teitur Magnússon. With songwriting partner, author Lone Hørslev, the band Mouritz/Hørslev Projektet, MM & Hælerne and as a soloperformer he has toured Denmark for more than a decade playing in everything from community centers and churches to the Roskilde Festival and the Danish Radio Concert Hall. With 8 critically acclaimed albums behind him, Mads is now working towards and album that features danish versions of some of his favourite Icelandic songs. “An unpolished vocal, a highly personal musical expression and Danish texts on a most distinguished level” Kim Skotte, Politiken ★★★★★ Mads Mouritz is no doubt one of the rare uncut diamonds in Danish Rock Erik Thygesen, Soundvenue ★★★★★ https://www.youtube.com/watch?v=CmqjyaB4PsE https://www.youtube.com/watch?v=wiVqVg0ybn4 https://www.youtube.com/watch?v=jBicYAV7XlM https://www.youtube.com/watch?v=wiVqVg0ybn4

Babies á Húrra

Babies böllin á Húrra eru algjört djammdúndur. Skemmtilegasta hljómsveit landsins spilar úrval af skemmtilegustu lögum heimsins. Frítt inn og dúndrandi veislufjör!