Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Daniel Sloss: NOW - Uppistand í Hörpu

DAGSKRÁ KVÖLDSINS: 20:45 - Salur opnar 21:00 - Uppphitun: Kai Humpries 21:30 - Hlé 21:50 - DANIEL SLOSS 22:50 - Áætlaður endir* * Dagskráin er birt með fyrirvara og getur riðlast. Salur: Kaldalón DANIEL SLOSS: NOW er frábært nýtt uppistand og tíunda sólóverk hins skoska Daniels Sloss sem er orðinn þekktur um allan heim fyrir uppistand sitt og unnið til fjölda verðlauna. Hann mun flytja sýningu sína NOW í Kaldalóni, Hörpu, laugardaginn 28. október! Hann hefur komið fram í Conan sjö sinnum (og á þar með metið) og hefur í dag komið níu sinnum fram á Edinburgh Fringe hátíðinni og alltaf hefur verið uppselt á sýningar hans. Hann á tvö leikár að baki með sóló sýningum á off-Broadway auk þess sem hann hefur gefið út DVD disk, haldið Tedx fyrirlestur (þá aðeins 19 ára) og túrað um Eyjaálfu, Bandaríkin, Bretland og Evrópu og fengið glæsilega dóma alls staðar. NOW er næst á dagskrá! Nánar: sena.is/daniel

Ég býð mig fram / 2. sýning

ÉG BÝÐ MIG FRAM er listahátíð sem Unnur Elísabet Gunnarsdóttir heldur utan um. Þann 26.október mun Unnur flytja þrettán þriggja mínútna verk eftir þrettán listamenn úr ólíkum áttum. Allir listamennirnir eiga það sameiginlegt að hafa veitt Unni innblástur í gegnum tíðina með sinni listsköpun. Listamennirnir fengu allir sent sama bréfið með ósk um að semja örverk. Bréfið byrjaði svona: Kæri listamaður þú hefur veitt mér innblástur! Mér þykir forvitnilegt hvernig þú hugsar og langar mikið til að fá að gægjast inn í hugarheim þinn... …Allir sögðu já… Ég býð mig fram snýst um að brjóta niður veggi. Kasta sér út í alheiminn, sjá hvort hann grípur, kastar þér tilbaka eða fer með þig í rússíbanareið. Listahátíðin snýst um að koma saman, án fordóma, án landamæra, bara fólk að vinna saman. Hittast í miðju, teygjast, kuðlast eða móta hvort annað á stuttum þremur mínútum hvort sem þær verða enn fleiri í framtíðinni eða fyrstu og síðustu mínútur samvinnu þessara tveggja aðila. Það veit það enginn nema hann taki sénsinn. Höfundar: Aðalheiður Halldórsdóttir Arnór Dan Arnarson Bergur Ebbi Benediktsson Daði Freyr Pétursson Kristín Gunnlaugsdóttir Hannes Þór Egilsson Kristín Þóra Haraldsdóttir Vala Kristín Eiríksdóttir Saga Sigurðardóttir Ólöf Nordal Margrét Bjarnadóttir Barði Jóhannsson Lovísa Ósk Gunnarsdóttir Flytjandi: Unnur Elísabet Gunnarsdóttir “Mín skoðun er ekki endilega sú rétta. Mín sýn er ekki sú eina. Ég vil fagna lífsýn annarra. Ég vil færa miðju alheimsins” -Unnur Elísabet. Sýningarnar verða aðeins 5 í Mengi þann 26.okt, 28.okt, 16.nóv, 23.nóv og 25.nóv. Miðaverð: 3500 krónur. https://www.facebook.com/BYDMIGFRAM/ www.unnnurelisabet.com https://www.instagram.com/eg_byd_mig_fram/

Neysluvaka // Hatari, Cyber, Kuldaboli, russian.girls

Alltumlykjandi hringiða ímyndardýrkunnar, sjálfumgleðinnar, óumflýjanlegra vonbrigða, lýðskrums, kaupmáttarins, manngerðra hamfara, siðrofs nýfrjálshyggjunnar, dauðans, andleysisins og hræsninnar eignast okkur öll á kosninganótt. HATARI gefur út sína fyrstu EP-plötu, Neysluvöru. Fjölmennið á Húrra skemmtistað og festið kaup á Neysluvöru. Endalokin nálgast. Að útgáfunni stendur Svikamylla ehf. CYBER HATARI KULDABOLI + russian.girls

Ásta Fanney

Tónleikar með Ástu Fanneyju í Mengi laugardagskvöldið 28. október klukkan 21. Miðaverð: 2500 krónur. Bókið miða í gegnum booking@mengi.net eða kaupið miða við innganginn. ∞∞∞∞ Concert with Ásta Fanney at Mengi on Saturday, October 28th at 9pm. Tickets: 2500 ISK. Book through booking@mengi.net or pay at the entrance. Ásta Fanney Sigurðardóttir is a super active presence on Reykjavík’s cultural scene. Whether writing poetry, performing spaced-out improv music, carrying out mysterious art performances, or performing as the singer of her band aYia, Ásta is an ever-interesting artistic polymath.