Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Húsgögn í dúkkuhús - Vinnustofa

Auður Ösp Guðmundsdóttir og Halla Kristín Hannesdóttir eru tveir vöruhönnuðir sem eru með dúkkuhús á heilanum. Þær ætla að bjóða upp á vinnustofu fyrir krakka í vetrarfríinu þar sem þáttakendur búa til húsgögn og aðra hluti fyrir dúkkuhús. Fullorðnir eru líka velkomnir og börn undir tíu ára skulu vera í fylgd með fullorðnum. Vinnustofan er í boði Hönnunarsafnsins.

Ace Ventura: Pet Detective - föstudagspartísýning!

Gamanmynd sem fjallar um spæjarann Ace Ventura sem sérhæfir sig í að leita að týndum gæludýrum með Jim Carrey í aðalhlutverki. Ekki missa af geggjaðri föstudagspartísýningu 20. október kl 20:00! Tryllt tilboð á barnum og drykkir leyfðir inni í sal! English A goofy detective specializing in animals goes in search of the missing mascot of the Miami Dolphins. Don´t miss out on a great FRIDAY NIGHT PARTY SCREENING October 20th at 20:00! P.s. we have a great bar and drinks and snack are allowed inside the screening room!

Greg Sestero í Bíó Paradís: Best F(r)iends & The Room

Greg Sestero ("Mark"), einn af aðalleikurum bandarísku cult-myndarinnar The Room, mætir annað árið í röð í Bíó Paradis 20. og 21. október þar sem hann mun sýna nýjusta mynd sína Best F(r)iends 20. október sem hann lék í ásamt Tommy Wiseau. Daginn eftir mun hann lesa upp úr bók sinni The Disaster Artist: My Life inside The Room, The Greatest Bad Movie Ever Made og vera með upplestur úr upprunalegu handriti The Room með þátttöku áhorfenda. Greg mun einnig tala um væntanlega kvikmynd sem er í vinnslu eftir bók hans þar sem James Franco, Seth Rogen, Sharon Stone, Bryan Cranston og Zac Efron fara öll með hlutverk. Eftir viðburðinn verður svo The Room sýnd með stuttri kynningu frá Greg. Föstudagur 20. október: kl 20:00 Best F(r)iends með kynningu frá Greg, miðaverð 2500 kr Laugardagur 21. október: 20:00 The Disaster Artist: A Night Inside The Room miðaverð 2990 kr 22:00 The Room miðaverð 1800 kr Einnig er hægt að kaupa miða á bæði viðburð og The Room saman fyrir 3990 kr. Miðasala hefst miðvikudaginn 30. ágúst.

Lokapartý Jafnréttisdaga - Pallborðsumræður frambjóðenda og ALVIA ISLANDIA

[English below] Við setjum punktinn yfir Jafnréttisdaga með hip hop og hápólitískum umræðum um jafnréttismál. ALVIA stígur á svið, en kvöldið hefst með umræðum þar sem fulltrúar stjórnmálaflokka svara því hvert þeirra flokkar stefna í jafnréttismálum, hvað mál séu í forgangi og hvaða aðgerðum flokkarnir vilji beita. Eftirfarandi fulltrúar flokkanna hafa boðað komu sína: Björt framtíð - Auður Kolbrá Birgisdóttir Framsóknarflokkurinn - Kristbjörg Þórisdóttir Píratar - Helgi Hrafn Gunnarsson Samfylkingin - Helga Vala Helgadóttir Flokkur Fólksins - Svanberg Hreinsson Sjálfstæðisflokkurinn - Hildur Sverrisdóttir Viðreisn - Þorsteinn Víglundsson Vinstrihreyfingin – grænt framboð - Rósa Björk Brynjólfsdóttir Miðflokkurinn - Gunnar Bragi Sveinsson Umræðum stýra þau Bragi Páll Sigurðarson og Marta Sigríður Pétursdóttir. Lokahófið er skipulagt í sameiningu af Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. TÁKNMÁLSTÚLKUN – Gestum á Jafnréttisdögum sem óska eftir táknmálstúlkun á tiltekna viðburði er bent á að senda tölvupóst á msteph@hi.is með eins góðum fyrirvara og kostur er. // Join us for the Equality Days Final Party, where ALVIA will perform, following an action packed panel discussion on where Icelandic political parties are heading in terms of equality. Please note that the panel discussion will be in Icelandic.

Bára Gísladóttir: Mass for some / Útgáfutónleikar

"Mass for some". Útgáfutónleikar Mass for some er þriðja plata Báru Gísladóttur en platan hefur að geyma samnefnt verk fyrir kontrabassa, rafhljóð og rödd, innblásið af hinum trúar- og eðlislegu hliðum enska orðsins “mass”. Bára mun leika verkið í heild sinni föstudaginn 20. október kl. 21.00 í Mengi, verið velkomin á þennan Íslandsfrumflutning. Miðaverð: 2500 krónur. Hægt er að panta miða á booking@mengi.net eða kaupa miða við innganginn. Húsið verður opnað klukkan 20:30 ENGLISH BELOW Bára Gísladóttir er tónskáld og kontrabassaleikari búsett í Kaupmannahöfn. Verk hennar hafa verið flutt víða af sveitum á borð við Duo Harpverk, Elektru, Ensemble Adapter, Ensemble InterContemporain, Mimitabu, Motocontrario Sinfóníuhljómsveit Danmerkur, Sinfóníuhljómsveit Helsingborgar, Strengjakvartettinn Sigga og TAK Ensemble Bára er virkur flytjandi og flytur reglulega sína eigin tónlist. Þar að auki er hún kontrabassaleikari Elju, Skarks og hefur einnig komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands og S.L.Á.T.U.R. ∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞ "Mass for some" Release concert on Friday, October 20th at 9pm. “Mass for some” is Bára Gísladóttir’s third album; a piece for double bass, electronics and voice – inspired by the religious and physical aspects of the word "mass". Bára will play the whole piece on October 20th in Mengi at 9 PM, welcome to the Iceland premiere of “Mass for some”! Tickets: 2500 ISK. Order through booking@mengi.net or pay at the door. ............................... Bára Gísladóttir is an Icelandic composer and double bassist based in Copenhagen. Her pieces have been performed by ensembles and orchestras such as The Danish National Symphony Orchestra, Duo Harpverk, Ensemble Adapter, Ensemble InterContemporain, Elektra Ensemble, Helsingborg Symphony Orchestra, Mimitabu, Motocontrario, Siggi String Quartet and TAK Ensemble. Bára is an active performer and regularly plays her own music. In addition to this she is the double bassist of Elja Ensemble and Skark Ensemble, and has performed with the Iceland Symphony Orchestra and S.L.Á.T.U.R.

Benny Crespo's Gang & Coral á Húrra

Rokksveitirnar Benny Crespo's Gang og Coral rísa úr dvala til að halda tónleika á Húrra föstudaginn 20. október. Benny Crespo's Gang þekkja allir unnendur íslenskrar rokktónlistar. Sveitin leggur lokahönd á sína aðra breiðskífu um þessar mundir en sú fyrsta kom út fyrir heilum tíu árum. Síðan þá hefur sveitin gefið út smáskífurnar Night Time (2010) og Birthmarks (2014) og nú loks geta aðdáendur farið að hlakka til nýrrar breiðskífu sem kemur út í nóvember og ber heitið „Minor Mistakes“. Það má því gera ráð fyrir gömlu efni frá krökkunum í bland við brakandi ferskt. Rokksveitin Coral er hvorki starfandi né að vinna að nýju efni, en mun koma saman nostalgíunnar vegna fyrir þessa einu tónleika og spila gömlu lögin sín eins og árið sé 2007. Sveitin gaf út þrjár skífur á ferli sínum, hina svokölluðu Gulu plötu árið 2002, „The Perpetual Motion Picture“ árið 2007 og „Leopard Songs“ árið 2011. Lög á borð við Arthur, the Big Bang og Steal From Masters hlutu þó nokkra spilun á X-inu 977 og sveitin var iðin við tónleikahald þar til hún hætti störfum árið 2011. Húsið opnar 21:00, tónleikarnir hefjast 22:00. Aðgangseyrir er 1500 krónur. // ENGLISH: Icelandic rock bands Benny Crespo's Gang and Coral will awake from hibernation and play a concert at Húrra on Friday, October 20th. Benny Crespo's Gang is well known by aficionados of Icelandic rock music. The celebrated band is currently finishing up work on their second full-length album. Their debut was released in 2007, with the singles Night Time and Birthmarks following in 2010 and 2014 respectively. The new album, out in November, is called "Minor Mistakes". Expect a potent mixture of old songs and fresh material. Coral (not to be confused with the British band The Coral) are neither an active group nor working on new material. They will, however, reunite for nostalgia's sake and play a set of their old material like it's 2007. The band released three albums during their active years, the so-called Yellow Album in 2002, "The Perpetual Motion Picture" in 2007 and "Leopard Songs" in 2011. Songs like Arthur, The Big Bang and Steal From Masters received local airplay and the band gigged tirelessly before disbanding in 2011. House opens at 21:00, gig starts at 22:00. 1500 ISK admission.

Tommy Tiernan - Uppistand í Hörpu

MIÐASALA HEFST MIÐVIKUDAGINN 30. ÁGÚST Á HARPA.IS/TOMMY FORSALA SENU LIVE HEFST ÞRIÐJUDAGINN 29. ÁGÚST SKRÁNING Á FORSÖLULISTA ER HÉR: bit.ly/postlistar (hakaðu við Senu Live) Þegar Tommy Tiernan stígur á svið er það líkt og að fá leiðbeiningar frá fjarlægri stjörnu; maður má bara ekki taka því of alvarlega. Hann leggur allt sem er pólitískt og persónulegt í sölurnar því eina markmið kvöldsins er hlátur. Leyfum okkur að hlæja að eigin óförum og kærum okkur kollótt um lífsins vandamál á Under the Influence með Tommy Tiernan í Silfurbergi, Hörpu, föstudaginn 20. október. Nánar: sena.is/tommy