Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Vítamín í Valsheimili

Vítamín í Valsheimili fyrir heldri borgara. Heilsuefling og hreyfing í Valsheimilinu að Hlíðarenda alla fimmtudagsmorgna kl. 10:00-11:15. Ókeypis og öllum opið. Boðið er upp á margskonar hreyfingu, göngu inni og úti á uppituðu svæði, stöðvaþjálfun, boccia og hópþjálfun. Sólveig Þráinssdóttir sjúkraþjálfari hefur umsjón með skipulagningu æfinganna. Ókeypis rútuferðir frá félagsmiðstöðvunum í hverfinu. Rútan fer kl. 09:30 frá Lönguhlíð kl. 09:35 frá Bólstaðarhlíð kl. 09:45 frá Vitatorgi, Lindargötu 59 Rútan fer sömu leið til baka og leggur af stað kl. 11:15 frá Valsheimili.

Opinn fundur um fjárveitingar til ríkisstofnana á Suðurnesjum

Opinn fundur í Bíósal Duus Safnahúsa þar sem farið verður yfir úttekt á fjárveitingum til helstu stofnana ríkisins á Suðurnesjum í samanburði við sambærilegar stofnanir annarsstaðar á landinu. Samanburðurinn sýnir að framlög ríkisins til verkefna á Suðurnesjum eru almennt lægri en til sambærilegra verkefna í öðrum landshlutum, þrátt fyrir mikla fjölgun íbúa og ferðamanna til svæðisins. Hér má nefna löggæslu, atvinnuþróun, skóla- og heilbrigðismál. Samanburðurinn er unnin af ráðgjafafyrirtækinu Aton og mun dr. Huginn Þorsteinsson fara yfir helstu niðurstöður.

Frumsýning: Goðsögnin FC Karaoke

FC Karaoke er elsta starfandi mýrarboltalið Íslands, þar sem þeir hafa tekið þátt í mótinu á Ísafirði frá upphafi. Þeir hafa aldrei unnið neitt og voru við að gefast upp þegar öllum að óvörum, sérstaklega þeim sjálfum, vinna þeir mótið 2014 og verða með því evrópumeistarar. Flestir komnir á fertugsaldurinn, vitandi að þeir muni ekki taka oftar þátt ákveða þeir að fara til Finnlands til að verða heimsmeistarar. Goðsögnin FC Karaoke er gamamsöm mynd um jaðaríþróttina mýrarbolta þar sem skiptir jafn miklu máli að hafa gaman inni á vellinum sem og utan vallar. Frumsýnd 19. október í Bíó Paradís. English The oldest swamp soccer team in Iceland, FC Karaoke, wins the European Cup in Ísafjördur, and then travels to Ukkohalla, Finland to compete in the world cup. The film provides a tongue-in-cheek look at the origins of this fringe sport and introduces us to some of its local characters – who remind us that it’s just as important to have fun as it is to win. Premiered October 19th 2017 with English subtitles. Producers Heather Millard, Herbert Sveinbjörnsson

Rökkursöngvar og kvöldljóð / Hrafnhildur Hafstað & Hjörtur Ingvi

Hrafnhildur Hafstað og Hjörtur Ingvi Jóhannsson flytja rökkursöngva og kvöldljóð úr ýmsum áttum í Mengi fimmtudagskvöldið 19. október klukkan 21. Miðaverð er 2500 krónur. Hægt er að panta miða á booking@mengi.net eða kaupa við innganginn. ENGLISH BELOW Á efnisskránni eru einlæg lög um tunglið og ævikvöldið eftir H. Purcell og F. Poulenc, þjóðlegar hugvekjur í verkum eftir Hjört Ingva sjálfan, Hreiðar Inga Þorsteinsson, Snorra Sigfús Birgisson og Jórunni Viðar auk seiðandi íslenskra tangóa um töfra næturinnar. **** Hrafnhildur Hafstað lauk mastersnámi frá Hollensku óperuakademíunni í Amsterdam árið 2015 en hafði áður lokið burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík 2009. Hún kemur reglulega fram sem einsöngvari hérlendis og hefur einnig komið víða fram í Hollandi, m.a. hjá Hollensku þjóðaróperunni, Nationale Reisopera, á tónleikaferðalagi með Vínartónlist, í Concertgebouw í Amsterdam og á Grachtenfestival í Amsterdam. Á meðal verka sem hún hefur flutt eru Vier letzte Lieder eftir Richard Strauss, Jólaóratorían, Magnificat og Matteusarpassían eftir J. S. Bach, Exsultate Jubilate eftir W. A. Mozart og Gloria eftir Poulenc. Á meðal óperuhlutverka má nefna hlutverk Greifynjunnar í Brúðkaupi Fígarós, Fiordiligi í Cosi fan tutte Thérèse í Les mamelles de Tirésias og Alcinu úr samnefndri óperu G. F. Händels. Hrafnhildur er búsett í Reykjavík og starfar sem söngkona, kennari og útsetjari. Hjörtur Ingvi útskrifaðist með burtfararpróf í klassískum píanóleik árið 2010 frá Tónlistarskóla FÍH og B.M. gráðu í djasspíanóleik frá Konservatoríinu í Amsterdam 2015. Hjörtur er hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Hjaltalín, og er virkur í tónlistarlífi landsins, þ.á.m. sem sjálfstæður lagasmiður, útsetjari, í hinum ýmsu hljómsveitum og í leikhúsum. Hann hefur vítt áhugasvið, en hefur síðustu árin einbeitt sér að djass og popptónlist. ∞∞∞∞∞∞∞ A recital with opera singer Hrafnhildur Hafstað and Hjörtur Ingvi Johannsson piano at Mengi on Thursday, October 19th at 9pm. Nocturnes by Purcell, Poulenc, Hreidar Ingi Thorsteinsson, Snorri Sigfus Birgisson, Jorunnn Vidar and more. Tickets: 2500 ISK. Order tickets through booking@mengi.net or at the entrance. House opens at 8:30 pm.