Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Kvöldstund með feðraveldinu

[English below] Hvað er þetta feðraveldi sem alltaf er verið að tala um? Eða sem mætti kannski tala meira um? Er það til í alvörunni, eða bara sleipt og óáþreifanlegt? Hvar birtist það, hverjum þjónar það, og hvernig er hægt að eiga við það? Til að ræða það fáum við þau Öldu Villiljós, formann Trans Ísland, Brynhildi H. Ómarsdóttur, framkvæmdastýru Kvenréttindafélags Íslands, Gyðu Margréti Pétursdóttur, dósent í kynjafræði við Háskóla Íslands, Hjálmar G. Sigmarsson, kynjafræðing, aktívista og ráðgjafa hjá Stígamótum, og Svandísi Önnu Sigurðardóttur, kynja- og hinseginfræðing og verkefnastjóra á Mannréttinadaskrifstofu Reykjavíkur. Umræðum stýrir Arnar Gíslason, kynjafræðingur og jafnréttisfulltrúi HÍ. Viburðurinn er skipulagður af starfshópi um Jafnréttisdaga í HÍ. TÁKNMÁLSTÚLKUN – Gestum á Jafnréttisdögum sem óska eftir táknmálstúlkun á tiltekna viðburði er bent á að senda tölvupóst á msteph@hi.is með eins góðum fyrirvara og kostur er. // We discuss patriarchy from various angles, why we don´t necessarily recognize it, who it serves and how to deal with it. The discussion takes place in Icelandic.

Dansleikur / Heiðarlegir og einlægir hugsjónamenn

Heiðarlegir og einlægir hugsjónamenn sem eru reiðubúnir að leggja á sig vinnu og færa fórnir til að bæta líf samborgaranna halda dansleik í Mengi miðvikudagskvöldið 18. október klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur. Húsið verður opnað klukkan 20:30 Hægt er að panta miða í gegnum booking@mengi.net eða kaupa við innganginn. Heiðarlegir og einlægir hugsjónamenn eru Róbert Reynisson, Ingi Garðar Erlendsson, Eiríkur Orri Ólafsson og Páll Ivan frá Eiðum. ENGLISH BELOW Þeir eru miðaldra en hafa engu gleymt strákarnir í Heiðarlegir og einlægir hugsjónamenn. En þeir hittust fyrst á Benna Hemm Hemm æfingu sem haldin var undir verndarvæng Björgúlfs Thor í gamla Klink og Bank, þar sem nú stendur nýtt hótel. Saman og í sitt hvoru lagi hafa þeir ferðast um jarðkringluna sem sviðsmunir vinsælla pop-listamanna (e. popular artist) en það var á einni slíkri ferð sem að sameiginlegur áhugi á spunatónlist kom í ljós. Staðurinn var El Paso, áningarstaður eftir langa og stranga ferð sem var lituð svikum og vonbrigðum. Í steikjandi hitanum náðist samhljómur. ∞∞∞∞∞∞∞ Honest and sincere idealists are Róbert Reynisson, Ingi Garðar Erlendsson, Eiríkur Orri Ólafsson and Páll Ivan frá Eiðum. They give a free improv concert in Mengi on Wednesday, October 18th at 9pm. House opens at 8:30 pm. Tickets: 2000 ISK. Book tickets through booking@mengi.net or buy tickets at the door.

Vio & Zanzinger at KEX

Icelandic alternative rock band Vio and Budapest-based singer-songwriter Zanzinger join forces at KEX Hostel for a concert. Vio's music has been described as atmospheric rock/pop with a hint of shoegazing and jangly guitars. They released a new single the other day called "Beaches". https://www.youtube.com/watch?v=2jQK-MjA5BU https://www.youtube.com/watch?v=qtIKyRhuTj0 Daniel Micsoda, a.k.a. Zanzinger, writes and performs music about dealing with the tough side of being human. https://www.youtube.com/watch?v=SDWzlJWfKQg https://www.youtube.com/watch?v=m35jjHaRhJQ