Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Jafnrétti og minimalismi á Jafnréttisdögum

[English below] Silja Ósk Þórðardóttir er í mastersnámi í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Hún vinnur nú að masters-ritgerð sinni um minimalískann lífsstíl. Í þessum fyrirlestri segir hún frá minimalisma og þeim viðtölum sem hún hefur tekið með eiginlegri aðferðafræði og sjónrænum rannsóknaraðferðum. Minaimalískur lífsstíll á Íslandi er í höndum einstaklingsins að ákveða fyrir sjálfan sig. Lífstíllinn er persónuleg túlkun og ávinningurinn er oft í formi tíma og breytts andrúmslofts. Fyrir marga byrjar þetta á að taka til í heimili sínu sem leiðir til þess að taka til í lífi sínu. Viðburðurinn er skipulagður af starfshópi um Jafnréttisdaga í HÍ. TÁKNMÁLSTÚLKUN – Gestum á Jafnréttisdögum sem óska eftir táknmálstúlkun á tiltekna viðburði er bent á að senda tölvupóst á msteph@hi.is með eins góðum fyrirvara og kostur er. // Silja Ósk Þórðardótir will discuss her work on her MA thesis, where she has interviewed people who practice a minimalist lifestyle.

Megas & Kristinn H. Árnason

Megas flytur eigin lög og ljóð ásamt gítarleikaranum Kristni H. Árnasyni í Mengi mánudagskvöldið 16. október og þriðjudagskvöldið 17. október. Báðir tónleikar hefjast klukkan 21. Á efnisskrá er úrval laga Megasar frá öllum ferlinum. Húsið verður opnað klukkan 20:30. Miðaverð er 2500 krónur og tekið er við miðapöntunum í gegnum booking@mengi.net eða í gegnum síma 588-3644. Athugið að einungis verður um þessa tvennu tónleika að ræða. Ljósmynd: Einar Falur Ingólfsson ∞∞∞∞∞∞ Megas is known as one of Iceland’s most influential songwriters and provocateurs. He performs his songs and poems together with guitarist Kristinn H. Árnason at Mengi, Monday October 16th and Tuesday, October 17th. Concert starts at 9pm. Ticket prize is 2500 isk. Order tickets through booking@mengi.net or tel: 00354-588-3644. Photo Credits: Einar Falur Ingólfsson