Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Ilmandi Uppskeruhátíð

Í sumar hafa Þær stöllur hjá Nordic Angan, Sonja Bent og Elín Hrund Þorgeirsdóttir, verið með sýningar- og vinnuaðstöðu í anddyri Hönnunarsafnsins þar sem þær hafa unnið að rannsóknarverkefni sem felur í sér að kortleggja ilmi í íslenskri náttúru með því að eima jurtir. Samhliða kortlagningunni hafa þær nýtt afurðirnar í hönnun og framleiðslu á handgerðum reykelsum, kertum, ilmmyndum, plakötum og veggfóðri. Þessar afurðir verða til sölu á uppskeruhátíðinni og Sonja og Elín munu fræða gesti um verkefnið og bjóða upp á blóma smakk.

Með allt á hreinu - singalong sýning!

Bíó Paradís ætlar að bjóða upp á sýningu á MEÐ ALLT Á HREINU endurnýjaða, hljóð -og myndbætta útgáfu með sérstökum fjöldasöngstextum sem birtast í sönglögum myndarinnar. Sing-along sýning í Paradís sumarið 2017 á 35 ára afmæli þessarar ástsælustu kvikmyndar Íslandssögunnar sem dró 120.000 manns í bíó á fyrsta sýningarári. Tónlistar- og grínmyndin Með allt á hreinu fjallar um tvær hljómsveitir, Stuðmenn og Gærurnar (réttu nafni Grýlurnar), ástir og afbrýði meðlima þeirra og spaugilegar uppákomur í ferðalagi þeirra um Ísland. Söngtextar birtast með öllum lögum myndarinnar. Ekki missa af sankallaðri söngveislu í Bíó Paradís laugardagskvöldið 30. september kl 20:00. Leynigestur mun vera viðstaddur sem býður gestum velkomna og aldrei að vita hvort gesturinn leiði söng!

Friðrik Dór í Íþróttahöllinni

Rigg viðburðir í samvinnu við Exton, Samskip og Egils Gull kynna: Friðrik Dór í Íþróttahöllinni á Akureyri ásamt 12 manna hljómsveit og dönsurum laugardaginn 30. september kl. 20:00. Miðasala hefst 17. ágúst kl. 10:00 á tix.is Það er óhætt að segja að Friðrik Dór Jónsson sé okkar allra dáðasti tónlistarmaður í dag. Eftir að hafa náð 7 lögum á toppinn og enn fleirum á topplista er kominn tími á að sjá hann flytja alla sína bestu smelli í sparifötunum ásamt 12 manna hljómsveit,dönsurum og gestum. Hér fá aðdáendur Friðriks að heyra stórsmellina „Fröken Reykjavík”, „Skál fyrir þér”, „Í síðasta skipti”, „Hlið við hlið”, „Keyrum ett’ í gang”, „Til í allt”, „Dönsum eins og hálfvitar”, „Hringdu í mig" og fleiri lög í frábærum útsetningum Ara Braga Kárasonar og í glæsilegri umgjörð að hætti Rigg viðburða. Miðaverð í stúku: 8990/6990 Miðaverð í stæði: 4990. Höllin opnar kl. 19:00. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og lýkur um 90 mínútum síðar án hlés.v Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Sannarlega viðburður sem enginn má missa af! Hljómsveitarstjóri: Ari Bragi Kárason Grafík og uppsetning: Friðrik Ómar Danshöfundar: Birna Björnsdóttir, Eva Dögg Ingimarsdóttir og Vaka Jóhannesdóttir Búningar: Margrét Einarsdóttir Hljóðmynd: Stop Wait Go Hljóðmaður: Haffi Tempó Ljósamaður: Magnús Helgi Kristjánsson Tónleikahaldari: Rigg viðburðir. Hljómsveit: Ari Bragi Kárason trompet Samúel J. Samúelsson básúna Björgvin Ragnar Hjálmarsson saxófónn Þorvaldur Þór Þorvaldsson trommur Andri Ólafsson bassi Reynir Snær Magnússon gítar Magnús Jóhann Ragnarsson hljómborð Benedikt Freyr Jónsson plötusnúður Regína Ósk Óskarsdóttir raddir Ásgeir Orri Ásgeirsson raddir Elísabet Eyþórsdóttir raddir Dansarar: Vaka Jóhannesdóttir, Heiða Björk Ingimarsdóttir, Eva Dögg Ingimarsdóttir, Hildur Jakobína Tryggvadóttir, Unnur Jóna Björgvinsdóttir og Ísabella Rós Þorsteinsdóttir.

Kiasmos á Húrra - Uppselt / SOLD OUT

Raftónlistardúettinn Kiasmos snýr aftur á Húrra 30. september 2017. Þeir gefa út glænýja EP plötu, “Blurred”, 6. október nk. hjá þýska útgáfufyritækinu Erased Tapes. Kiasmos er skipuð þeim Ólafi Arnalds og Janusi Rasmussen. Sérstakt “early bird” miðaverð er 2.000 kr. til 8. september en 2.500 kr eftir það. Hús opnar kl. 21. — Kiasmos (IS/FO) return to Húrra on September 30th 2017 ahead of the release of their new EP “Blurred” out Oct. 6th on Erased Tapes. Early bird ticket prices until Sept. 8th. are 2.000 ISK and 2.500 ISK after that. Doors are at 9 pm.

Kristín Anna

Kristín Anna Valtýsdóttir heldur tónleika í Mengi laugardagskvöldið 30. september klukkan 21 og flytur lög og ljóð úr eigin höfundasmiðju. Miðaverð: 2500 krónur. Húsið verður opnað klukkan 20:30 Hægt er að bóka miða á booking@mengi.net eða kaupa miða við innganginn. ∞∞∞∞∞ Kristín Anna (Kría Brekkan) gives a solo recital in Mengi on Saturday, September 30 at 9pm with her own music for piano and voice. Tickets: 2500. House opens at 8:30 pm. Order tickets through booking@mengi.net or buy at the door.