Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Vetrarbræður - viðhafnarsýning með leikstjóra og fleirum

Myndin segir frá tveimur bræðrum sem búa í einangraðri verkamannabyggð. Yngri bróðirinn lendir í ofbeldisfullum deilum við vinnufélaga sína þegar heimabrugg hans er talið ástæða þess að maður liggur við dauðans dyr. Stigmagnandi útskúfun hans í framhaldi þess reynir á samstöðu bræðranna en þegar eldri bróðirinn virðist hafa unnið ástir draumastúlku þess yngri fer óhefluð atburðarás af stað. Vetrarbræður er saga um skort á ást og löngun eftir því að vera elskaður og þráður. Með helstu hlutverk fara Elliott Crosset Hove, Simon Sears, Lars Mikkelsen (House of Cards) og Victoria Carmen Sonne. Myndin er sýnd á viðhafnarsýningu föstudaginn 29. september kl 20:00 í Bíó Paradís með íslenskum texta að viðstöddum leikstjóranum Hlyni Pálmasyni, framleiðandanum Antoni Mána og kvikmyndatökukonunni Maria von Hausswolff þar sem þau munu svara spurningum áhorenda eftir sýninguna. Myndin fer síðar í almennar sýningar í Bíó Paradís með íslenskum texta. Nánari fréttir af Vetrarbræðrum er að finna á Facebook síðu myndarinnar. www.facebook.com/winterbrothers.vinterbrodre/ „Kyngimögnuð, listaverk með mikið hjarta “ – CINEUROPA „Einstakt og ávanabindandi brugg “ – HOLLYWOOD REPORTER „Ótrúlega spennandi verk“ ★★★★★ – THE UPCOMING „Afar heillandi frumraun“- VARIETY „Djörf, köld og dimm“ – CINEVUE

Mamma Mia! Singalong föstudagspartísýning!

Vegna FJÖLDA áskorana þar sem uppselt var á sýninguna okkar þann 25. ágúst, Mamma Mia! er saga sem á sér stað á grískri eyju og segir frá dóttur í leit að föður sínum til þess að leiða sig upp að altarinu. Ævintýrið er fléttað inn í 27 af vinsælustu lögum hljómsveitarinnar ABBA en þar má nefna lög eins og Dancing Queen, Knowing Me Knowing You, Super Trouper og Mamma Mia! Vegna FJÖLDA áskoranna bætum við við aukasýningu FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 29. SEPTEMBER KL 20:00! Ætlar þú að vera með okkur og syngja með á MAMMA MIA! Tryggðu þér miða strax því síðast varð uppselt! English The story of a bride-to-be trying to find her real father told using hit songs by the popular ’70s group ABBA. Sophie has just one wish to make her wedding perfect: to have her father walk her down the aisle. Now she just has to find out who he is… Join the music, laughter and fun of the irresistibly charming Mamma Mia! The Movie. Academy Award-winner Meryl Streep leads an all-star cast, including Pierce Brosnan and Colin Firth – as well as up-andcomers Amanda Seyfried and Dominic Cooper, in this musical celebration of mothers, daughters and fathers, and true loves lost and new ones found. Based on the Broadway smash-hit and filled with the ABBA songs you know and love, it’s the feel-good experience that will have you singing and dancing over and over again. Encore screening: September 29th at 20:00 Join us for a GREAT Sing-a-long screening!

FM Belfast á Húrra

Partíbandið FM Belfast snúa aftur á Húrra 29. september 2017 og trylla lýðinn eins og þeim einum er lagið. Sérstakt tilboðsverð verður á miðunum fyrstu vikuna í september, eða til 8. sept.: 2.000 kr. Eftir það hækkar miðaverðið í forsölu í 2.500 kr og svo 3.000 kr við hurð. Þannig að það er um að gera að tryggja sér miða sem fyrst! Hús opnar kl. 20. — Everyones favourite party band, FM Belfast will bring their joyous music to Húrra on September 29th 2017. Early bird ticket prices are 2.000 ISK until September 8th. After that they will be 2.500 ISK and then 3.000 ISK at the door if any are left on the night of the show. Better grab those tickets fast! Doors are at 9 pm.

Harmóník: sóley

Sóley Stefánsdóttir vinnur um þessar mundir að nýju verki fyrir harmónikku og rödd sem hún kynnir til sögunnar á tónleikum í Mengi, föstudagskvöldið 29. september. ENGLISH BELOW Tónleikarnir verða að hluta til spunnir en verkið er hægt og bítandi að taka á sig heildarmynd. Tónlist og myndefni mynda uppistöðuna í Harmóník, verki í vinnslu sem mun líta dagsins ljós á næsta ári. Sóley mun einnig flytja lög af Krómantík, smáskífu með litlum píanóverkum sem kom út árið 2014. Miðaverð: 2500 krónur og hægt er að panta miða í gegnum booking@mengi.net. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 en húsið verður opnað klukkan 20:30. Hlökkum til að sjá ykkur. http://www.soleysoley.com/music/ ∞∞∞∞ Sóley Stefánsdóttir is currently working on a new piece for accordion and solo voice that she presents at this concert at Mengi on Friday, September 29th. The concert will be partly improvised as the piece is in progress and will be released next year. Sóley will also play solo piano music from her EP, Krómantík, released in 2014. Tickets at 2500 ISK can be ordered through booking@mengi.net. Concert starts at 9pm, house opens at 8:30 pm. Looking forward to seeing you. http://www.soleysoley.com/music/