Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Horfur: Listamannsleiðsögn

Sunnudaginn 24. september kl. 15 verður Helgi Hjaltalín Eyjólfsson með leiðsögn um sýningu sína Horfur sem opnuð var á Ljósanótt í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duus Safnahúsum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Á þessari sýningu reynir (jaðarsettur) miðaldra kalmaður staðsettur í Höfnum, að útskýra fyrir sér ástand heimsins og hverjar horfunar séu. Í gegnum miðla myndlistarinnar þreifar hann á og gerir tilraun til að skilja og læra meira um þessa veröld sem við byggjum. Helgi Þorgils Friðjónsson skrifar í sýningarskrá og segir m.a.: „Þrátt fyrir fegurðina og drifkraftinn og framtíðarsýnina, jafn undarlegt og það virðist, er líka undirliggjandi ógn. Ekki á þessum stað sýnist mér, en í röngu samhengi, eins og sagan sýnir, geta jafnvel fegurstu hugmyndir orðið ógnvekjandi. Jafnvel frelsishugmyndir er hægt að steypa í sjálfhverft fast mót. Frelsi, jafnrétti og bræðralag, getur verið steypt í mót sérhópa. Þarna einhvers staðar er gegnumgangandi þráður í verkum Helga. Kyrrstaða milli ógnar, sögu og fegurðar.“ Helgi er fæddur árið 1968 og eftir nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands stundaði hann nám við Kunstakademie Dusseldorf, AKI í Hollandi og San Francisco Art Institute. Hann hefur verið virkur í sýningarhaldi jafnt hér heima sem erlendis síðan á námsárunum og hefur sinnt ýmsum störfum tengdum myndlist. Sýningin stendur til 5. nóvember og opið er alla daga frá kl. 12-17.

Near Dark - Meistaravetur Svartra Sunnudaga!

English below Blóð er lífsþorsti okkar, myrkur uppspretta okkar, sólskin, eylífur vítiseldur.” Þessi magnaði vampíru vestri fylgir eftir ungum manni sem slæst í hóp vampíru gengis. Kathryn Ann Bigelow var fyrst kvenna til þess að fá Óskarsverðlaun sem besti leikstjórinn. Það var ekki fyrr en 2009 fyrir mynd hennar The Hurt Locker (2008). Ekki missa af NEAR DARK á Meistaravetri Svartra Sunnudaga – sunnudaginn 24. september kl 20:00! English „Blood is our life, Darkness, our feeding ground adn sunlight, our eternal damnation.” A young man reluctantly joins a travelling “family” of evil vampires, when the girl he’d tried to seduce is part of that group. Kathryn Ann Bigelow became the first woman to win the Academy Award for Best Director in 2009 for The Hurt Locker (2008). Don´t miss out on NEAR DARK directed by Kathryn Bigelow, Sunday September 24th at 20:00!

Music for long-distance calls #3

Tónlist fyrir langlínusamtöl verður haldið í þriðja sinn í Mengi sunnudagskvöldið 24. september klukkan 21. Fram koma Julius Pollux Rothlaender á píanó og rafhljóð, Ægir Sindri Bjarnason á trommur og Flor Santons Martins Pereira ásamt vini í langlínusamtali. Ægir og Julius spila af fingrum fram yfir langlínusamtal Flor Santos og viðmælanda. Gestir fá að fylgjast með þeim í gegnum heyrnartól og sitja á púðum á gólfi rýmisins. Afar takmarkað pláss er á viðburðinn þar sem rúmlega 30 heyrnartól verða í boði en gestir eru hvattir til þess að koma með sín eigin ef þeir eiga. Miðaverð er 2.000 krónur og húsið verður opnað kl. 20:30. Viðburðurinn hefst svo klukkan 21:00. Hægt er að panta miða í gegnum booking@mengi.net eða kaupa við innganginn. ∞∞∞∞ Music for long-distance calls #3 at Mengi on Sunday, September 24th at 9pm. Appearances by: Ægir Sindri Bjarnason & Julius Pollux Rothlaender (music) Flor Santos Martins Pereira & guest (long-distance call) House opens at 8:30 pm. Tickets: 2000 ISK. Order tickets through booking@mengi.net or buy at the door. ∞∞∞∞∞∞ What happens when we reinterpret well-known elements and look for new connections, understand conversations to be more than just the exchange of information and allow music to not only be organised in a time-lined, song-based format? If you listen closely, you might discover that there's more to all of it, you might be able to find that there are bridges in between, that there's music hiding within the intimacy of a spoken word, that somethings talks to us with every single note. Music for long-distance calls is an explorative live-performance, a step into the unknown. For the third edition of this wondrous improvised music/art-performance Ægir Sindri Bjarnason and Julius Rothlaender are welcoming Flor Santos Martins Pereira and a long-distance guest of hers.