Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

KexJazz // Kvartett Þóru Bjarkar

Þriðjudagskvöldið 19. september mun Þóra Björk Þórðardóttir syngja valinkunna jazz-standarda á KEX Hostel ásamt hljómsveit. Hana skipa: Ásgeir Ásgeirsson á gítar, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Erik Quick á trommur. Lögin eru meðal annars úr smiðju Cole Porter, Antonio Carlos Jobim og Gershwin-bræðra og hefjast tónleikarnir klukkan 20:30, aðgangur er ókeypis. Þóra Björk lauk burtfararprófi í jazz-söng frá Tónlistarskóla F.Í.H. vorið 2007 og gaf út plötuna I am a Tree Now haustið 2009. Ný plata með jazz- og dægurlögum er væntanleg og ber hún titilinn Time Has Told Me. Þóra er einnig menntuð í tónsmíðum og ritlist. Tónlistin hefst kl. 20:30 og er aðgangur ókeypis. KEX Hostel er á Skúlagötu 28.

RIFF Pop Quiz @Stúdentakjallarinn

(English below) Í samstarfi við RIFF verður stórglæsilegt kvikmynda pop quiz á Stúdentakjallaranum. Pop quiz kóngarnir okkar Jón Már og Árni Freyr mæta með gítarana, englaraddirnar og splunkunýjar og dúndurgóðar spurningar. Hvenær? Þriðjudaginn, 19. september. Klukkan hvað? Kl. 21:00. Eins og alltaf verða dúndurflott tilboð á barnum. Fullt af drykkjum og klippikort á RIFF fyrir vinningsliðið. Pop quiz kvöldin hafa ekki valdið vonbrigðum til þessa og munu ekki byrja á því núna! Sjáumst hress! - In collaboration with RIFF there will be an amazing move pop quiz at Stúdentakjallarinn. Our pop quiz kings Johnny Mauhr and Ernie Freijr will be back at it with their guitars, angel voices and brandspanking new and bomb questions. When? Tuesday, September 19th. What time? At 9pm. Like always there will be sick specials at the bar. Lots of drinks and tickets to RIFF for the winning team. The pop quiz nights have not disappointed anyone and will not start now! See you there!