Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Kerlingafjöll hike and daytour

Kerlingarfjöll is a 1,477 m (4,846 ft)) tall mountain range in Iceland situated in the Highlands of Iceland near the Kjölur highland road. They are part of a large tuya volcano system of 100 km2 (39 sq mi). The volcanic origin of these mountains is evidenced by the numerous hot springs and rivulets in the area, as well as red volcanic rhyolite stone the mountains are composed of. Minerals that have emerged from the hot springs also color the ground yellow, red and green. The area was formerly known for its summer ski resort, but this was dismantled in 2000. From 2000 Kerlingarfjöll have been operated as a highland resort, offering accommodation and food services to the guests in the area. We are going to hike Snækollur, the highest peak, to get a perfect view over Langjökull and Hofsjökull, while enjoing snacks and hot chocholate. Price with transport: 22.500 ISK. Payment until our website is up goes to 430414-0970, 0133-26-010010. Please send a confirmation email to erla@fjallhalla.blog

Fundur um samgönguáætlanir fyrirtækja

Í tilefni samgönguviku efna Festa og Reykjavíkurborg til fundar um samgönguáætlanir fyrirtækja og stofnana. Samgöngur skapa stóran hluta af losun gróðurhúsalofttegunda fyrirtækja auk þess sem jarðefnaeldsneyti er kostnaðarsamt. Margir vinnustaðir hafa sett sér samgönguáætlanir sem hafa það markmið að koma betra skipulagi á samgöngur, bæði í þær sem tengjast rekstrinum beint og eins samgöngur starfsfólks til og frá vinnu, gjarnan með sérstökum samgöngusamningum við starfsfólk. Á þessum samgöngufundi er ætlunin að varpa ljósi á þau tækifæri sem fyrirtæki og stofnanir hafa til að skipuleggja samgöngur sínar betur. Skoðað verður hvað felst í samgönguáætlunum og samgöngusamningum auk þess sem fyrirtæki kynna sínar samgöngustefnur. Fundurinn verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Dagskrá: - Inngangur fundarstjóra Helga Björg Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara - Bættar samgöngur og fyrirtækin í borginni Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar - Samgöngumál hjá Advania, handhafa samgönguverðlaunanna 2016 Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi - Samgöngumál hjá Landsspítalanum Hulda Steingrímsdóttir, umhverfisstjóri Landsspítalans - Afhending samgönguverðlauna Reykjavíkurborgar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Fundurinn er öllum opinn en einkum sniðinn að fyrirtæjum og stofnunum sem áhuga hafa á bættum samgöngum, fyrirtæki sem skrifað hafa undir loftslagsmarkmið, sem og aðra áhugasama. Þeir sem ætla að mæta eru beðnir um að skrá þátttöku á þessu skráningarformi > https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSd7119us01Om-QMBb6xX3mI9vy07b2BZkCT_xoopR7QhRQwhQ/viewform?usp=sf_link Markmið fundar: – Kynna hugmyndina á bak við samgönguáætlanir fyrirtækja og samgöngusamninga – Sýna raunveruleg dæmi um hvernig fyrirtæki geta sett sér samgönguáætlanir – Ræða hvernig samgöngur fyrirtækja á Íslandi geta þróast

Íbúafundur á Kársnesi

Íbúafundur í Kársnesskóla, Vallargerði, fyrir íbúa á Kársnesi í tengslum við íbúalýðsræðisverkefnið Okkar Kópavogur. Allt að 10 hugmyndir af fundinum verða settar í kosningu í vetur. Komdu og talaðu fyrir þinni hugmynd.

Undankeppni HM 2019 I Ísland - Færeyjar

A landslið kvenna spilar sinn fyrsta leik í undankeppni HM 2019, og sinn fyrsta síðan liðið lék á EM í sumar, mánudaginn 18. september. Leikurinn er að sjálfsögðu á Laugardalsvelli og hefst hann klukkan 18:15. Mótherjar liðsins í leiknum eru Færeyjar, en þær eru að taka þátt í undankeppni stórmóts í fyrsta sinn. Færeyska liðið þurfti að fara í gegnum forkeppni til að komast í undankeppni HM 2019 og toppuðu þær þar riðil sinn. Mótherjar liðsins voru Tyrkland, Svartfjallaland og Lúxemborg, en Færeyjar unnu alla leiki sína þar. Önnur lið í riðli Íslands eru Þýskaland, Tékkland og Slóvenía, en í október mætir Ísland Þýskalandi og Tékklandi ytra. HM 2019 fer fram í Frakklandi dagana 1.-30. júní 2019, en leikið verður í Lyon, París, Nice, Montpellier, Rennes, Le Havre, Valenciennes, Reims og Grenoble. Frítt á leikinn Frítt verður fyrir alla á leikinn og er því ekkert annað að gera en að fjölmenna á Laugardalsvöll og hvetja stelpurnar okkar til sigurs. Áfram Ísland!

The Creative Spark

Welcome to an evening of improvisation with music composition students of The Iceland Academy of The Arts. The gathering is part of composer / music producer Kira Kira’s workshop “The Creative Spark,” which she has been touring with alongside performing in music- and film festivals for the past few years. She will be hosting the evening. In the workshop the students explore various angles of creativity through collaboration and improvisation as well as focusing in on their own unique creative spark while gathering and farming ideas, brainstorming and celebrating an all round holy playfulness. Tickets are free, everyone is welcome. *************** Spunakvöld með tónsmíðanemum úr Listaháskóla Íslands sem sótt hafa smiðju er lýtur að skapandi kraftlyftingum hjá Kiru Kiru (Kristínu Björk Kristjánsdóttur) í haust. Í smiðjunni er hreyft við sköpunarkraftinum í gegnum spuna og samstarf auk þess sem hver fyrir sig fókuserar inn á sinn eigin einstaka sköpunarneista í gegnum ýmis konar kreatív ferli. Hugmyndabúskapur og umgengni við innri tónlistaruppsprettur er mikilvægur þáttur í smiðjunni og allt er þetta skoðað í gegnum heilaga leikgleði. Öll velkomin og aðgangur er ókeypis.