Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

MaWa alphabet - dulróf / Ásta Fanney

MaWa alphabet - dulróf Ásta Fanney gefur út skriflegt teikniróf á dulmáli. Í Mengi sunnudaginn 17. september klukkan 17. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. * * * Útgáfan er einkum óhefðbundin í sniðinu en á viðburðinum mun Ásta halda kynningarfyrirlestur um dulrófið í flæðiljóðaformi.. Skriflega teiknirófið er á mörkum þess að vera myndlist og ljóðlist. Rófið tekur fyrir óhefðbundna leið til þess að skrifa stafi og texta í samblöndu við teikningu þegar merkingin er hulin huga og tilfinningu og eftir situr óskiljanleg útskýring á yfirnáttúru. Teikningar verða orðlaus ljóð. Tungumál leysast upp í loftdansa. Manneskjan er kóðunarvél fyrir andann. Dulrófið er lykill. Verkefnið MaWa einblínir mest megnis á hina huldu merkingu, harmóníu og áhrif sem finna má í orku orðanna og er þetta fyrsti liðurinn í tilraun á útskýringu á þessu fyrirbæri. * * * Ásta Fanney Sigurðardóttir er listakona og skáld. Hún er einkum þekkt fyrir performansa sína og viðburði sem vafra um á bili ljóða, myndlistar og tónlistar. Viðburðir hennar eru oft á tíðum ófyrirsjáanlegir og eiga það til að taka óvænta stefnu. Hún hefur sýnt myndlist sína, ljóð- og tónlist víðsvegar um heiminn á sýningum og festivölum, þar á meðan Luxemburg, Liechtenstein, New York og Feneyjum. * * * Ásta Fanney presents a new alphabet at Mengi on Sunday, September 17th at 5pm. Free entrance - everybody welcome. Ásta Fanney Sigurðardóttir is a multidisciplinary artist based in Reykjavík, Iceland. Her work often explores the fringes of poetry, performance art and experimental music.

Djöfulsins Karíókí #2

DJÖFULSINS KARÍÓKÍ #2 Næstkomandi sunnudag 17.9.2017 / Dauði dregillinn og farandssöngvar. Allir í bátana og sjáumst á Húrra. Happy hour til lokunar!

Eraserhead - Meistaravetur Svartra Sunnudaga

English below Frumburður Davids Lynch, hin ótrúlega Eraserhead frá árinu 1977 – en það verður líklega í fyrsta sinn sem sú mynd er sýnd opinberlega í íslensku kvikmyndahúsi síðan á Kvikmyndahátíð Listahátíðar í Regnboganum árið 1982. Myndin er tekin upp í svarthvítu og er næsta súrrealísk, en ber sterkan svip af þeim verkum Lynch sem á eftir fygldu, þó hún sé einstök í höfundaverki hans. Við fögnum meistaravetri Svartra Sunnudaga – ERASERHEAD sunnudaginn 17. september kl 20:00! Nánar um meistaravetur hér: https://bioparadis.is/vidburdir/meistaravetur-svartra-sunnudaga/ English Henry Spencer tries to survive his industrial environment, his angry girlfriend, and the unbearable screams of his newly born mutant child. David Lynch is one of the four directors that Black Sundays will be honouring this season so don´t miss out on Eraserhead Sunday September 17th at 20:00!