Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Samræða um áhrifamikinn listamann, Asger Jorn.

Samræða um áhrifamikinn listamann, Asger Jorn, og hugmyndir er skapast á undan samtíma sínum. (english below) Sunnudaginn 27. ágúst 2017 munu Jón Proppé listheimspekingur og sænski myndlistarmaðurinn og sýningarstjórinn Henrik Andersson eiga í samtali um list, hugmyndafræði og aðferðarfræði eins af merkustu listamönnum í Evrópu á 20. öldinni, danska listamannsins Asgers Jorn (1914 – 1973). Spjallið er hluti af sýningarverkefninu Comparative Vandalism , sýningu sem opnuð verður í Listasafni Íslands laugardaginn 26. ágúst kl.16. Sýningin hverfist um verkefni Asgers Jorn Scandinavian Institute of Comparative Vandalism , sem hann vann að á árabilinu 1964-1967. Markmið Jorn með verkefninu var að fanga hina 10.000 ára sögu alþýðulistar á Norðurlöndunum, ekki síst á sjónrænan hátt og þá með ljósmyndatækninni. Spjallið fer fram á ensku. Um sýninguna Í lok sjötta áratugarins hóf hinn fjölhæfi, danski listamaður Asger Jorn að vinna að annars konar listasögu: sinni eigin „Skandinavísku samanburðarstofnun um vandalisma“ (e. Scandinavian Institute of Comparative Vandalism ). Jorn ætlaði sér það verkefni að skapa alfræðirit í 32 bindum, sem fjalla skyldi um norræna alþýðulist, en tugir þúsunda ljósmynda hans fyrir verkefnið enduðu í gríðarlega stóru skjalasafni. Asger Jorn varði sumrinu 1964 á Gotlandi, lítilli eyju í Svíþjóð. Dvöl hans þar var hluti af listasöguverkefninu sem hann nefndi „10.000 ár norrænnar alþýðulistar“ (e. 10.000 Years of Nordic Folk Art ). Hann hafði um árabil helgað rannsóknarferðir þessu verkefni – með það að markmiði að skapa og koma á prent 32 listbókverkum, sem samanstæðu aðallega af hans eigin ljósmyndum. Upphaflega var honum lofað stuðningi frá fræðaheiminum, en fjármögnunin varð aldrei að veruleika og tugþúsundir ljósmynda hans urðu þess í stað að viðamiklu skjalasafni, sem hann kallaði „Scandinavian Institute of Comparative Vandalism“. Sýningin gefur mynd af nálgun Jorns og sýnd eru um áttatíu kontaktprent (e. contact sheets) frá einni af mörgum rannsóknarferðum hans (Gotland, 1964). Með hugmyndina um samanburðarskoðun á sýnilegum ummerkjum um vandalisma sem upphafspunkt, leitaðist Jorn við að endurskoða listasöguna og vinnuferli listamannsins. Ein tilgáta gæti verið sú að skynja megi undiröldu einstakra, sjónrænna stíla er teygja anga sína frá þjóðflutningatímabilinu og Vandölum, undiröldu sem erfitt er að skilgreina. Gæti alþýðulistin sett okkur í beint samband við listrænan ásetning, sem týnst hefur í nútímavæðingunni? Í ljósmyndunum eru viðfangsefnin aðskilin frá samhengi sínu. Uppstækkanir þeirra gera okkur kleift að bera saman form, og forsögulegur tími, miðaldir og samtíminn eru sameinuð í fornleifafræðilegu samklippi mismunandi mynda. Sýningarstjóri: Henrik Andersson Jón Proppé (f. 1962) lærði heimspeki við Illinois-háskóla í Bandaríkjunum en hefur búið og starfað í Reykjavík í nær þrjá áratugi. Hann hefur skrifað mikið um menningu og listir, hundruð sýningarumfjallana, greina og bókakafla, auk texta í á annað hundrað sýningarskráa. Jón er einn höfunda nýju listasögunnar sem út kom í fimm bindum árið 2011 og vinnur nú að fleiri bókum um íslenska myndlist og menningu, ásamt því að sinna stundakennslu við Listaháskóla Íslands og sýningarstjórnun fyrir listasöfn. Henrik Andersson (f. 1973) er myndlistarmaður, sýningarstjóri og rithöfundur. Hann nam myndlist við Listaháskólann í Stokkhólmi, Svíþjóð og útskrifaðist einnig þaðan með gráðu í sýningarstjórn árið 2002. Meðal sýninga sem hann hefur stýrt eru: Comparative Vandalism í Moderna Museet í Stokkhólmi 2016, auk Andersson kenndi við Ljósmyndadeild Gautaborgarháskóla og starfaði sem sýningarstjóri á Röda Sten Konsthall í Gautaborg þar sem hann skipulagði fjölmargir sýningar. Með stuðningi sænsku samtímamyndlistarstofnuninni IASPIS --- Sunday August 27th at 2PM, art writer Jón Proppé will talk with the curator, Henrik Andersson, about the ideology of Asger Jorn and his project, „Scandinavian Institute of Comparative Vandalism,“ from 1964-1967. The talk will be in english.

Angels in America -Aukasýningar! // Encore screenings!

English below Vegna fjölda áskorana verður boðið upp á aukasýningu á báðum hlutum Angels in America í uppfærslu Breska Þjóðleikhússins. Ameríka um miðjan níunda áratuginn. Í miðri hringiðu alnæmis og Reagan tímabilsins, glíma íbúar New York við lífið og dauðann, ástina og kynlíf, himnaríki og helvíti. Sýningar: Part One: Millennium Approaches Aukasýning sunnudagskvöldið 27. ágúst kl 20:00 – miðasala er hafin hér: https://tix.is/is/bioparadis/event/4421/angels-in-america-part-one-millennium-approaches/ Part Two: Perestroika Aukasýning mánudagskvöldið 28. ágúst kl 20:00 – miðasala er hafin hér: https://tix.is/is/bioparadis/event/4422/angels-in-america-part-two-perestroika/ English We are so thrilled that we can add one encore screening of each part of ANGELS OF AMERICA – National Theatre Live! America in the mid-1980s. In the midst of the AIDS crisis and a conservative Reagan administration, New Yorkers grapple with life and death, love and sex, heaven and hell. Andrew Garfield (Silence, Hacksaw Ridge) plays Prior Walter along with a cast including Denise Gough (People, Places and Things), Nathan Lane (The Producers), James McArdle (Star Wars: The Force Awakens) and Russell Tovey (The Pass). This new staging of Tony Kushner’s multi-award winning two-part play, Angels in America: A Gay Fantasia on National Themes, is directed by Olivier and Tony award winning director Marianne Elliott (The Curious Incident of the Dog in the Night-Time and War Horse). Part One: Millennium Approaches was first performed at the National Theatre in 1992 and was followed by Part Two: Perestroika the following year. ENCORE SCREENINGS Part One: Millennium Approaches Sunday evening August 27th at 20:00. Tickets are available here:https://tix.is/en/bioparadis/event/4421/angels-in-america-/ Part Two: Perestroika Monday evening August 28th at 20:00. Tickets are available here:https://tix.is/en/bioparadis/event/4422/angels-in-america-part-two-perestroika/