Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Drink & Draw #3 á Húrra

Þriðja Drink & Draw kvöldið sem við höldum á Húrra. Sömu reglur og vanalega. Pappír og pennar í boði, skilar inn einni teikningu og færð happy hour til lokunar. Engar hæfniskröfur!

KexJazz // Reykjavík Beat Generation

Á næsta jazzkvöldi KEX Hostel, þriðjudaginn 22.ágúst, kemur fram hljómsveitin Reykjavík Beat Generation. Börkur Hrafn Birgisson leikur á gítar, Stenar Sigurðarson á saxófón, Daði Birgisson á hljómborð, Róbert Þórhallsson á bassa og Þorvaldur Þór Þorvaldsson á trommur. Þeir munu flytja funk og poppaðan jazz. Tónlistin hefst kl. 20:30 og er aðgangur ókeypis. KEX Hostel er á Skúlagötu 28.

POP QUIZ @Stúdentakjallarinn

(English below) Hið sívinsæla Pop Quiz Stúdentakjallarans! Skemmtunin verður haldin í kjallaranum, þriðjudaginn 22. ÁGÚST kl 21! Pop Quiz kóngarnir Jón Már og Árni Freyr mæta með gítarana, geggjuð lög og glænýjar spurningar. Fer fram á ensku! Fullt af bjór og Somersby í vinning. Sjáumst! - The ever so popular Stúdentakjallara Pop Quiz! The party will be held at Stúdentakjallarinn, Tuesday AUGUST 22ND @9pm! The Pop Quiz kings Jón Már and Árni Freyr bring their guitars, great songs and brand new questions. It will be in English. Loads of beer and Somersby for the winning teams. See you there!

Hulda & RASK

Tónleikar í Mengi þriðjudagskvöldið 22. ágúst klukkan 21. Flutt verða þrjú ný verk fyrir hljóð- og ljósskúlptúrinn Huldu, hannaður af Lilju Maríu Ásmundsdóttur og verkið 'Closer' eftir tilraunalisthópinn RASK collective. Miðaverð: 2500 krónur. Hægt er að kaupa miða við innganginn eða í gegnum booking@mengi.net. ENGISH BELOW Nánar: Hljóð- og ljósskúlptúrinn Hulda er strengjahljóðfæri með innbyggðum ljósabúnaði sem stýrist af því hvernig leikið er á hljóðfærið. Skúlptúrinn var hannaður af Lilju Maríu Ásmundsdóttur. Þegar leikið er á skúlptúrinn fyllist rýmið umhverfis Huldu af hljóðum, munstrum, skuggum og litum sem eru á stöðugri breytingu. Flutt verða verkin ‘Exorcise’ eftir Pétur Eggertsson, ‘Kast’ eftir Sóleyju Sigurjónsdóttur, og 0,06 hestöfl eftir Stefán Ólaf Ólafsson. RASK collective leitast við að kanna mörk ólíkra listgreina og hvernig tækni getur brúað þær saman á nýjan hátt. Í verkinu ‘Closer’ felst rannsóknin í hvernig hægt er að auka tjáningamöguleika dansarans í að vera ekki eingöngu sjáanlegur heldur líka heyranlegur. Hópurinn samanstendur af listamönnum með ólíkan lista- og tæknibakgrunn, þeim Ásu Bríet Brattaberg, Jökli Mána Reynissyni, Söru Margréti Ragnarsdóttur og Sóleyju Sigurjónsdóttur. ∞∞∞ Three new works for the sound&light sculpture Hulda and 'Closer', a sound-generative dance performance by the experimental art group RASK Collective. At Mengi on Tuesday, August 22nd at 9pm. House opens at 8:30 pm. Tickets: 2500 isk - at the door or through booking@mengi.net The sound and light sculpture Hulda is a string instrument with built in lights. It was designed by Lilja María Ásmundsdóttir. When the instrument is played the surroundings are filled with sounds, patterns, shadows and colours that are constantly changing. The pieces performed on Hulda are ‘Exorcise’ by Pétur Eggertsson, ‘Kast’ by Sóley Sigurjónsdóttir and ‘0,006 hestöfl’ by Stefán Ólafur Ólafsson. RASK’s mission is to explore the intersections of art forms and contribute to the process of bridging them together through the application of technology. The piece ‘Closer’ explores how we can expand a dancer’s potential for expression by extending the medium to be not only visual and physical, but auditory. RASK Collective consists of Ása Bríet Brattaberg, Jökull Máni Reynisson, Sara Margrét Ragnarsdóttir and Sóley Sigurjónsdóttir.