Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Ást á KEX - 50 ára afmæli Summer of Love

A Festival where we celebrate the 50th anniversary of the Summer of Love, held at KEX Hostel on Iceland's Night of Culture! Hátíð þar sem 50 ára afmæli Summer of Love verður fagnað á KEX Hostel á Menningarnótt 19. ágúst. Á dagskrá: Gym & Tonic 11:11 - 13:13 Cacao Tribe Iceland - Súkkulaðiathöfn (3000 kr. plássið) 13:30 - 14:30 FLOW Meditation with Tristan Gribbin 15:00 - 15:15 Kynning á BioDome 15:30 - 16:45 InnSaei - the Sea within 17:20 - 18:00 Sólir Yoga Bókahorn 20:00 Ásdíf Sif Gunnarsdóttir (gjörningur) 21:00 SYKUR 22:00 Moses Hightower KEXPORT 13:00 til 17:00 Bændamarkaður þar sem lífrænir framleiðendur kynna sínar afurðir. Þau sem taka þátt eru meðal annars FLOWVR, Bændur í Bænum, Ljómalind, Kombucha Iceland, Verandi, Vakandi, Spor í sandinn og fleiri.

Menningarnótt á Dillon

Stórtónleikar í Dillon-garðinum frá hádegi og fram að flugeldasýningu Dagskráin er glæsileg að vanda.. Fram koma 12 - Reggie Óðins 13 - Magnetosphere 14 - Casio Fatso 15 - Ása 16 - Captain Syrup 17 - Berndsen 18 - Future Figment 19 - Fræbbblarnir 20 - Fox Train Safari 21 - Blaz Roca 22 - Licks

Garðaskoðun í Kópavogi

Í garðaskoðun opna nokkrir garðeigendur garða sína fyrir félagsmönnum Garðyrkjufélagsins og öðrum gestum. Garðarnir verða sem fyrr mjög ólíkir en eiga það sameiginlegt að bera hugmyndaríki og eljusemi eigenda sinna vitni. Fjöldi fólks tekur árlega þátt í garðaskoðun Garðyrkjufélagsins og njóta dagsins með því að skoða plöntur, girðingar, palla, gróðurhús, jarðhýsi og margt annað sem fyrir augu ber. Eins og alltaf er margt að sjá og margar hugmyndir munu örugglega kvikna en í öllum þeim görðum sem verða til sýnis má finna ýmislegt sem gleður auga og yljar hjarta. Þetta er kærkomið tækifæri fyrir áhugafólk um gróðurrækt að hitta annað áhugafólk um ræktun og skiptast á upplýsingum og skoðunum. Allir sem tækifæri hafa á ættu að mæta í garðaskoðunina. Ekki skiptir máli hvar byrjað er að skoða en hver og einn ferðast um á milli garða á eigin vegum. ATH: Til að finna staðsetningu garðanna er góð leið að fara inn á götukort í gegnum www.ja.is Fimm garðar verða opnir að þessu sinni og eru þeir við Hraunbraut, Reynihvamm og Elliðavatn. Eftirtaldir garðar verða til sýnis í Kópavogi 2017: Hraunbraut 27 Eigendur: Rósa Björg Ólafsdóttir og Konráð Guðmundsson Hraunbraut 36 Eigendur: Sólrún Halldórsdóttir og Bjarni Viðarsson Hraunbraut 38 Eigendur: Margrét Frímannsdóttir og Jón Gunnar Ottósson Reynihvammur 39 Eigendur: Kristín Helga Gísladóttir og Sigurður Einar Þorsteinsson Elliðahvammur í Elliðavatnshverfi Eigendi: Þorsteinn Sigmundsson Garðaskoðunin 2017 er liður í samstarfsverkefni Kópavogsbæjar og Garðyrkjufélagsins.

Tónleikar á Menningarnótt - Marteinn Sindri og Daníel Friðrik

Tónlistarmennirnir Marteinn Sindri Jónsson og Daníel Friðrik Böðvarsson flytja tónlist þess fyrrnefnda á Menningarnótt klukkan 13. Tónleikarnir munu fara fram í sýningarrými Listasafns Íslands þar sem Hrafnhildur Arnardóttir / Shoplifter sýnir um þessar mundir innsetninguna Taugafold VII. Á síðustu misserum hefur Marteinn Sindri verið að hasla sér völl sem lagasmiður og textahöfundur. Hann býr að fjölbreyttri tónlistarreynslu, lærði klassískan píanóleik, hefur leikið djassmúsík og starfað með ýmsum hljómsveitum. Daníel Friðrik Böðvarsson er í fremstu röð íslenskra tónlistarmanna og hefur starfað með fjölmörgum tónlistarmönnum og hljómsveitum hér heima og erlendis. Marteinn Sindri og Daníel Friðrik hafa undanfarið unnið að upptökum á tónlist Marteins Sindra og í vor kom út lagið Spring Comes Late Sometimes, fyrsta smáskífa af væntanlegri EP plötu. Í ágúst kemur út önnur smáskífan; Take Me Down. Aðgangur er ókeypis. http://www.listasafn.is/frettir/gakktu-i-baeinn

Menningarnótt - Karnival á Klapparstíg

DJ Margeir & Ofur í samstarfi við Nova kynna: Karnival á Klapparstíg á Menningarnótt! Flennibraut Nova opnar á kl. 12:00. Dansmaraþonið hefst síðan á slaginu kl. 16:00 með jógatíma sem Tómas Oddur frá Yoga Shala leiðir. Dansinn brýst síðan fram um kl. 17:00 og mun duna óslitið fram að flugeldasýningu kl. 23:00. DJ Margeir, Högni, GusGus, Dj YAMAHO, CasaNova, Dj Katla, Alfons X og margar aðrar óvæntar uppákomur.

Leiðsögn á Menningarnótt um femínískan myndheim Rósku

Leiðsögn um femínískan myndheim Rósku í karllægum heimi myndlistar. Ástríður Magnúsdóttir, meistaranemi í listfræði við Háskóla Íslands spjallar við gesti um femínískan myndheim Rósku í karllægum heimi myndlistar. Verk eftir Rósku má finna á yfirstandandi sýningu Listasafns Íslands; Fjársjóður þjóðar - valin verk úr safneign. Konan var Rósku alla tíð hugleikin sem viðfangsefni og hún málaði sjálfa sig og konur í málverkum sínum alla tíð. Á fyrri hluta ævi sinnar var Róska kona meðal karla í karllægu samfélagi myndlistar. Hún þorði að láta verkin tala og var afar bersögul og opinská. Hún fór ekki varhluta af karllægri gagnrýni, og lifði sem kona í karllægum heimi og þurfti oft að standa fast á sínu og svara fyrir sig. Þegar leið á öldina breyttist afstaða Rósku og hún fór meðvitað að horfa á sig sem konu meðal kvenna. Hún fór í auknum mæli að tengja list sína við kvennabaráttu og kvenréttindi frekar en almenna mannréttindabaráttu. Myndlist hennar þróaðist samfara því yfir í enn heiðarlegri og berskjaldaðri list þar sem konan og hugmyndir Rósku um konur voru í brennidepli. http://www.listasafn.is/frettir/gakktu-i-baeinn

Jesus Blood Never Failed Me Yet á Menningarnótt í Mengi

Megas ásamt Skúla Sverrissyni og hljómsveit flytur verk Gavin Bryars, 'Jesus Blood Never Failed Me Yet' í Mengi á Menningarnótt, laugardaginn 19. ágúst klukkan 19. Aðgangur ókeypis. ENGLISH BELOW Árið 1971 var enska tónskáldið Gavin Bryars að vinna að heimildamynd um mannlíf fólks sem byggði svæðið í kringum Elephant and Castle og Waterloo lestarstöðina í Lundúnum. Einn af þeim sem Bryars og tökulið rákust á á meðan á tökum stóð var gamall umrenningur sem söng sálminn eftir óþekktan höfund um blóð Krists sem aldrei myndi bregðast honum. Hljóðritunin á endanum ekki notuð í heimildamyndina en varð hins vegar uppistaðan í verki Bryars sem hefur haldið nafni þessa afkastamikla og virta tónskálds hátt á lofti allar götur síðan. Verk Bryars byrjar í þögn, innan tíðar tekur mildur söngur gamla mannsins að hljóma, fyrst sem fjarlægur ómur, þróttmeiri þegar á líður, aftur og aftur syngur hann sálminn sinn og innan tíðar bætast hljóðfæri við í stöðugri og jafnri stígandi. Verk Gavin Bryars var frumflutt í Queen Elizabeth Hall í Lundúnum árið 1974 og kom ári síðar út á vínilplötu hjá nýstofnaðri útgáfuröð Brian Eno, Obscure Records en þetta var fyrsta platan sem kom út í þeirri frábæru röð. Á meðal samverkamanna Bryars í upptökunni voru Michael Nyman, Derek Bailey, John White og fleiri. Sú útgáfa hálftíma löng, árið 1993 kom út plata með nýrri útsetningu Bryars, 75 mínútna langri, þar sem söngur Tom Waits blandast hinni upprunalegu söngupptöku. Verk Gavin Bryars hefur ekki verið flutt opinberlega á tónleikum hér á landi en við fráfall Þorvaldar Þorsteinssonar, listamanns, árið 2013 var það flutt í Hallgrímskirkju af Megasi og Skúla Sverrissyni ásamt hljómsveit áður en athöfnin hófst. Þorvaldur var mikill áhrifavaldur að hugmyndafræði og stofnun Mengis og þykir okkur því einkar vænt um að geta boðið upp á flutning á þessu magnaða verki í túlkun frábærra listamanna. Hljómsveitin skipa auk Skúla þau Gyða Valtýsdóttir, Ingi Garðar Erlendsson, Eiríkur Orri Ólafsson, Ólöf Arnalds og Borgar Magnason. ∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞ Megas with Skúli Sverrisson and a band performs Gavin Bryars' 'Jesus Blood Never Failed Me Yet' on Reykjavík Cultural Night at 7pm, August 19th. Free Admission. Performing: Megas, Skúli Sverrisson, Ólöf Arnalds, Gyða Valtýsdóttir, Borgar Magnason, Eiríkur Orri Ólafsson, Ingi Garðar Erlendsson. Jesus' Blood Never Failed Me Yet is a 1971 arrangement by Gavin Bryars of a composition by an unknown composer. It is formed on a loop of an unknown homeless man singing a brief stanza. Rich harmonies, comprising string and brass, are gradually overlaid over the stanza. The piece was first recorded for use in a documentary which chronicles street life in and around Elephant and Castle and Waterloo, in London. When later listening to the recordings, Bryars noticed the clip was in tune with his piano and that it conveniently looped into 13 bars. For the first LP recording, Bryars was limited to a duration of 25 minutes; later Bryars completed a 60-minute version of the piece for cassette tape; and with the advent of the CD, a 74-minute version. It was shortlisted for the 1993 Mercury Prize. Bryars says: In 1971, when I lived in London, I was working with a friend, Alan Power, on a film about people living rough in the area around Elephant and Castle and Waterloo Station. In the course of being filmed, some people broke into drunken song – sometimes bits of opera, sometimes sentimental ballads – and one, who in fact did not drink, sang a religious song "Jesus' Blood Never Failed Me Yet". This was not ultimately used in the film and I was given all the unused sections of tape, including this one. When I played it at home, I found that his singing was in tune with my piano, and I improvised a simple accompaniment. I noticed, too, that the first section of the song – 13 bars in length – formed an effective loop which repeated in a slightly unpredictable way [in the notes for the 1993 recording on Point, Bryars wrote that while the singer's pitch was quite accurate, his sense of tempo was irregular]. I took the tape loop to Leicester, where I was working in the Fine Art Department, and copied the loop onto a continuous reel of tape, thinking about perhaps adding an orchestrated accompaniment to this. The door of the recording room opened on to one of the large painting studios and I left the tape copying, with the door open, while I went to have a cup of coffee. When I came back I found the normally lively room unnaturally subdued. People were moving about much more slowly than usual and a few were sitting alone, quietly weeping. I was puzzled until I realised that the tape was still playing and that they had been overcome by the old man's singing. This convinced me of the emotional power of the music and of the possibilities offered by adding a simple, though gradually evolving, orchestral accompaniment that respected the homeless man's nobility and simple faith. Although he died before he could hear what I had done with his singing, the piece remains as an eloquent, but understated testimony to his spirit and optimism."