Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Migos á Íslandi

18402113 1347602918649354 2072565686630262777 o

MIGOS, ein stærsta hip hop hljómsveit heims, hefur staðfest komu sína til landsins og ætlar að spila í Laugardalshöll þann 16. ágúst. 🎫 MIÐASALA Við mælum með að fólk sem ekki er búið að sækja miðana sína fari upp í Tix, Grjótagötu 7, fyrir kl. 16:00 í dag eða á morgun til að forðast biðraðir á tónleikasvæði. Ef þið náið því ekki þá verður Tix með miðasölubás upp í Höllinni þar sem hægt verður að sækja ósótta miða. ATH: Fáir miðar eru eftir svo best væri fyrir áhugasama að kaupa miða á tix.is/migos áður en tónleikar hefjast. Ef það selst ekki upp áður en tónleikar hefjast þá verða seldir miðar frá klukkan 17:00 við hurð. Tix.is/migos : info@tix.is | 551 3800 | Grjótagata 7 🎤 DAGSKRÁ 17:00 Tix sölubás opnar 19:00 Húsið opnar 19:45 DJ SURA 20:00 CYBER 20:20 Joey Christ 20:40 XXX Rottweiler 21:30 Migos 22:30 Tónleikum lýkur* *Athugið að dagskrá getur riðlast og er birt með fyrirvara um breytingar. 🚫 HVAÐ ER BANNAÐ AÐ TAKA MEÐ? Stóra bakpoka, stóla eða kolla, mat og drykki, regnhlífar, hættulega hluti á borð við hnífa og skæri sem og upptökubúnað. Fólk þarf að losa sig við hlutina sjálft, ekkert verður gert upptækt. 🍕 MATUR OG DRYKKUR Pizzusneiðar verða seldar á staðnum ásamt drykkjum. Ekki er leyfilegt að taka með sér mat eða drykk. Bjór og léttvín verða til sölu á sérstökum svæðum en 20 ára aldurstakmark er inn á þau svæði. Nauðsynlegt er að sýna skilríki til að komast inn á þau. ♿ AÐGENGI Hjólastólapallur er á svæðinu. Einstaklingar í hjólastólum hafa aðgang að honum ásamt einum fylgdarmanni. 8 sérmerkt bílastæði fyrir hreyfihamlaða eru við húsið. P-merki, stæðiskort fyrir hreyfihamlaða, veitir heimild til að leggja í þau. P-merkið skal vera sýnilegt í framrúðu bílsins. Við hlökkum til að sjá ykkur öll! Munið að þið getið kíkt bak við tjöldin með því að adda okkur á Instagram: sena_island Miðinn kostar aðeins 9.990 kr; um eitt standandi verðsvæði er að ræða. Ekkert aldurstakmark er á tónleikana sjálfa en börn 12 ára og yngri verða að vera í fylgd með fullorðnum. Áfengi verður eingöngu selt á afmörkuðum svæðum og er 20 ára aldurstakmark inn á þau. Skilríkja verður krafist við innganga á barsvæðin.