Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Red Hot Chili Peppers á Íslandi

Laugardalshöllin

15271879 1182953151780999 6504128273350391425 o

🎫 MIÐAR Fáir miðar eru eftir á A svæði og aðeins örfáir á B svæði og því eru áhugasamir hvattir til að hafa hraðar hendur. Tónleikagestir geta sótt ósótta miða í Höllina frá kl. 18:30. Miðasölubásar frá seljendum verða á staðnum. Tix afgreiðir miða sem keyptir voru hjá þeim og Miði.is afgreiðir bæði miða sem voru keyptir hjá þeim og hjá Songkick aðdáendaklúbbnum. Við hvetjum fólk til að sækja miðana til seljanda fyrir tónleikadag til að forðast biðraðir: Tix.is/rhcp : info@tix.is | 551 3800 | Grjótagata 7 Midi.is/rhcp : midi@midi.is | 540 9800 | Skaftahlíð 24 Hægt er að kaupa miða á tix.is/rhcp og midi.is/rhcp. 🎸 DAGSKRÁ 18.30 - Húsið opnar 20.00 - Fufanu 21.00 - Red Hot Chili Peppers 22.30 - Áætlaður endir* *Dagskráin getur riðlast og er birt með fyrirvara um breytingar. 👕 VARNINGUR Varningur verður seldur á staðnum, fullt af flottu dóti í boði! 🚫 HVAÐ ER BANNAÐ AÐ TAKA MEÐ? Stóra bakboka, stóla eða kolla, mat og drykki, regnhlífar, hættulega hluti á borð við hnífa og skæri og upptökubúnað. ♿ AÐGENGI Pallur fyrir hjólastóla er inni á A svæði en nóg er fyrir fólk í hjólastólum að kaupa miða á svæði B til að fá aðgang að hjólastólapallinum. Hver og einn má taka með sér einn fylgdarmann sem einnig þarf aðeins að miða á B svæði til að fá aðgang að hjólastólapallinum. 8 sérmerkt bílastæði fyrir hreyfihamlaða eru við húsið. 🔎 NÁNAR Red Hot Chili Peppers eru ein af farsælustu rokkböndum sögunnar og hefur selt yfir 60 milljón plötur (þeirra á meðal eru fimm platínumplötur). Meðlimir eru Anthony Kiedis (söngur), Flea (bassi), Chad Smith (trommur), og Josh Klinghoffer (gítar), og undir flaggi sveitarinnar hafa þeir unnið sex Grammy-verðlaun; fyrir bestu rokkplötuna (Stadium Arcadum), besta tónlistarflutning hljómsveitar („Dani California“), besta rokklagið („Scar Tissue“) og besta rokkflutning með söng („Give It Away“). Nýjan platan þeirra, The Getaway, hefur fengið gríðarlega góða dóma. Ljóst er að hér verður um sögulega tónleika að ræða. Dagskrá og skipulag: www.sena.is/rhcpinfo Spurt og svarað: www.sena.is/rhcpfaq Við hlökkum til að sjá ykkur og óskum ykkur góðrar skemmtunar! 🌶️