Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

P É T UR B E N á H Ú R R A

T Ó N L E I K A R P É T U R B E N M A G N Ú S T R Y G V A S O N E L I A S S E N Sérstakir gestir R I F Pétur Ben hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi um árabil. Hann hefur sent frá sér tvær sólóplötur, Wine For My Weakness sem kom út árið 2007 og vann til Íslensku tónlistarverðlaunanna ári síðar og God's Lonely Man sem út kom árið 2012. Hann vinnur nú að sinni þriðju sólóplötu ásamt Helga Jónsssyni tónskáldi og básúnuleikara og öðrum músíkölskum sálufélögum. Á meðal samstarfsmanna Péturs má nefna amiinu, Shahzad Ismaily, Mugison, Kippa kaninus og Emiliönu Torrini, hann hefur samið tónlist við kvikmyndir Ragnars Bragasonar (Börn (2006), Foreldra (2007), Málmhaus (2013)), útsett tónlist Nick Cave og Warren Ellis fyrir sýningu Vesturports á Woyzeck (2015) og samið tónlist fyrir hina rómuðu sjónvarpsþáttaseríu Fangar (2016) svo fátt eitt sé nefnt af tónlistarverkefnum hans. Pétur hefur samið tónlist fyrir kammersveitir og kóra; hann er stjórnandi KÓRUSar sem skipaður er stórum hópi listamanna úr ýmsum áttum sem hefur starfað í Reykjavík um tæplega tveggja ára skeið. E N G L I S H Pétur Ben is an award winning composer and singer-songwriter hailing from Reykjavik. His album Wine For My Weakness won the Icelandic Music Award for Best Rock album and his recent work for Ragnar Bragason’s Metalhead won the Edda Award for best film score. His music ranges from delicate minimal folk songs to Black Metal. He has written music for chamber ensembles and choirs and is the conductor of KÓRUS the notorious choir/collective of Reykjavik creatives. Working as producer, arranger and guitar player his list of collaborators include Shahzad Ismaily, Nick Cave, Mugison, Amiina and Emiliana Torrini. Pétur is currently working on his next solo album with Helgi Jónsson and other celestial beings. He will be performing his songs on the guitar with his friend MAGNUS TRYGVASON ELIASSEN on the drums http://www.peturben.com/ http://www.peturben.com/ 2000 ISK --- RIF er hugarfóstur tónlistarmannsins Andra Ásgrímssonar sem hefur í gegnum tíðina starfað með hljómsveitunum Leaves og Náttfari. RIF er að gefa út plötuna "Yfir djúpin dagur skín" en sú plata hefur verið í vinnslu í langan tíma. Andri ásamt Sellóleikaranum Þórði Hermannssyni mun flytja lög af plötunni áður en Pétur og Félagar stíga á svið -- RIF is the brainchild of musician Andri Ásgrímsson, who has worked with bands like Leaves and Náttfari. RIF is releashing the album "Yfir djúpin dagur skín" ( Day shines over the deep), an album been in the pipeline a long time. Andri accompanied with chelloist Þórður Hermannsson will perform a few songs before main act Pétur Ben and his friends.

Portrett / gunnar grímsson

Fjölbreyttir portretttónleikar með tónlist eftir Gunnar Grímsson. Auk Gunnars kemur fram hópur samstarfsmanna hans í gegnum árin. Í Mengi fimmtudagskvöldið 27. júlí 2017 klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30 og miða (á 2000 krónur) er hægt að fá við innganginn eða í gegnum booking@mengi.net. ENGLISH BELOW Gunnar Grímsson hefur tekið virkan þátt í grasrótar- og tilraunasenu íslenskra lista um áratugaskeið eða allt frá árinu 1979 þegar hann stofnaði tilraunasveitina Jói á Hakanum (1979-2004). Leikgleði og ævintýramennska hefur einkennt tónlistarsköpun hans þar sem hann hefur starfað með alls konar músíkölskum sálufélögum. Gunnar er að mestu sjálfmenntaður í tónlist ef undan er skilið nám við Institute of Sonology í Den Haag í Hollandi þar sem hann naut meðal annars tilsagnar John Cage og Michael Barker. Gunnar er nú virkur meðlimur í hljómsveitunum Fengjastrútur, Innblástur Arkestra og admm. Fram koma: Frank Aarnink Hafdís Bjarnadóttir Ingi Garðar Erlendsson Jesper Pedersen Magnús Jensson Þorkell Atlason Ásthildur Ákadóttir Tinna Þorsteinsdóttir & Gunnar Grímsson https://soundcloud.com/gunnargrimsson https://soundcloud.com/admmmm/ ∞∞∞∞∞∞∞∞∞ Composer Gunnar Grímsson has called upon his friends to create memorable moments in time to enjoy with you at Mengi on Thursday, July 27th, 2017. The house opens at 20:30 and the program starts at 21:00 with tickets at 2000 ISK. You can buy them at the door or through booking@mengi.net. The program will be quite diverse, ranging from solo pieces to ensemble to audience participation, from free improvisation to graphical scores. For those who want to participate there will be instruments and you are of course also free to bring your own, your phone? Gunnar Grímsson has been on the edge of Icelandic music culture since 1980 with absolutely no formal releases of any music but with quite a few memorable moments in time. He has an intense focus on enjoying and exploiting the unexpected, the limitations and the possibilities of instruments, people and locations. His musical kickoff was in the experimental band Jói á Hakanum and since then he has been a member of various bands on diverse instruments (from mass produced to own creations) and is currently an active member of Fengjastrútur, Innblástur! Arkestra and admm. Although mostly self educated in music he did study at the Institute of Sonology in ‘88-’89 with, amongst others, John Cage and Michael Barker. An early pioneer of musical improvisation in Iceland he co-founded the organisation Spuni which held dozens of open improvisation concerts (Spunakvöld) with dozens participating, from professional musicians to people that had never played music before. Performers at Mengi on July 27th: Frank Aarnink Hafdís Bjarnadóttir Ingi Garðar Erlendsson Jesper Pedersen Magnús Jensson Þorkell Atlason Ásthildur Ákadóttir Tinna Þorsteinsdóttir & Gunnar Grímsson