Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Snyrtileikinn 2017 - tilnefningar

Hvaða eign, garður og gata þykir ÞÉR til fyrirmyndar? Hafnarfjarðarbær leitar til íbúa og annarra áhugasamra eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir snyrtileika og fegurð eigna, garða og gatna í Hafnarfirði. Veittar verða viðurkenningar fyrir: Snyrtilegustu eignina Fallegasta garðinn Fallegustu götuna Snyrtilegasta fyrirtækið Val til viðurkenninga byggir eingöngu á innsendum tillögum og því eru íbúar, starfsmenn og aðrir áhugasamir hvattir til virkrar þátttöku. Fegrunarnefnd á vegum Hafnarfjarðarbæjar er nú starfandi annað árið í röð. Nefndin hefur m.a. það hlutverk að tilnefna eignir, garða og götur til viðurkenninga fyrir snyrtileika og ásýnd og þykja þannig skapa ákveðna fyrirmynd í þessum efnum, jafnt á íbúðarsvæðum sem atvinnusvæðum. Með þessu vill Hafnarfjarðarbær vekja áhuga almennings á fegrun umhverfis innan bæjarins með því að beina athyglinni að þeim sem til fyrirmyndar teljast á vettvangi umhverfismála í Hafnarfirði og ættu þannig að vera öðrum hvatning til framkvæmda. Afar mikilvægt er að íbúar sem og fyrirtæki séu hvött áfram og verðlaunuð fyrir góða umgengni og snyrtilegt umhverfi. Val til viðurkenninga sumarið 2017 byggir eingöngu á innsendum tillögum og því eru íbúar, starfsmenn og aðrir áhugasamir hvattir til virkrar þátttöku. Viðurkenningar verða veittar við hátíðlega athöfn í Gróðrarstöðinni Þöll við Kaldárselsveg í lok ágúst. Frestur til að skila inn tilnefningum er til og með þriðjudeginum 8. ágúst. Sendið okkur tilnefningu og viðeigandi upplýsingar á: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is eða birtu tilnefningu og mynd hér á síðunni. Hvaða eign, garður og gata þykir ÞÉR til fyrirmyndar?

A kvenna EM 2017 - Ísland - Austurríki

Þriðji, og síðasti, leikur Íslands í riðlakeppninni er gegn Austurríki og er hann leikinn á Sparta Stadion í Rotterdam. Leikurinn hefst klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Áfram Ísland!

Tónlist fyrir langlínusamtöl / Music for long-distance calls

ENGLISH BELOW Tónlist fyrir langlínusamtöl verður haldið í annað sinn í Mengi þann 26. júlí klukkan níu. Fram koma Julius Pollux Rothlaender á píanó og rafhljóð, Ægir Sindri Bjarnason á trommur, Sólveig Eir Stewart, rödd, og viðmælandi hennar. Ægir og Julius spila af fingrum fram yfir langlínusamtal Sólveigar og viðmælanda. Gestir fá að fylgjast með þeim í gegnum heyrnartól og sitja á púðum á gólfi rýmisins. Afar takmarkað pláss er á viðburðinn þar sem rúmlega 30 heyrnartól verða í boði en gestir eru hvattir til þess að koma með sín eigin ef þeir eiga. Miðaverð er 2.000 krónur og hurðin opnar kl. 20:30. Viðburðurinn hefst svo klukkan 21:00. ∞∞∞∞∞∞∞∞ Music for long-distance calls. What happens when we reinterpret well-known elements and look for new connections, understand conversations to be more than just the exchange of information and allow music to not only be organised in a time-lined, song-based format? If you listen closely, you might discover that there's more to all of it, you might be able to find that there are bridges in between, that there's music hiding within the intimacy of a spoken word, that somethings talks to us with every single note. Music for long-distance calls is an explorative live-performance, a step into the unknown. Appearances by: Ægir Sindri Bjarnason & Julius Pollux Rothlaender (music) Sólveig Eir Stewart & guest (long-distance call) The house opens at 8:30 p.m. Event starts at 9 p.m. Tickets are 2000 ISK.