Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Freyjujazz - Sara Blandon

Söngkonan Sara Blandon var valin bjartasta vonin í flokki jazz á íslensku Tónlistarverðlaununum en hún lauk burtfararprófi frá FÍH 2016 og kom fram á Jazzhátíð Reykjavíkur sama ár. Hún syngur hér vel valin lög eftir konur. Með henni leikur Sara Mjöll Magnúsdóttir á píanó. Með þessari tónleikaröð gerum við konur í jazzi sýnilegri og aukum á fjölbreytnina. Listasafn Íslands býður upp á skemmtilegt umhverfi til að njóta tónlistar í húsi tileinkuðu list. Kaffihús safnsins mun verða með hádegistilboð á tónleikadögum sem eru þriðjudagar. Allir tónleikar á tónleikaröðinni Freyjujazz eru á Listasafni Íslands, Fríkirkjuvegi 7, hefjast kl 12:15 og standa í ca 30 mínútur. Miðaverð/tkts 1500 IKR og frítt inn fyrir grunnskólabörn/free for chlldren Vocalist Sara Blandon performs music by women with Sara Mjöll Magnúsdóttir on piano.

Gróðurganga í Fossvogsdal

Þriðjudaginn 4. júlí verður farin gróðurganga um vesturhluta Fossvogsdals. Gildi Fossvogsdalsins sem útivistarsvæðis er mikið, enda nýtur hann mikilla vinsælda sem slíkur. Í gróðurgöngunni verður leitast við að kynna fólki þann gróður og annað sem fyrir augu ber á þessu vinsæla útivistarsvæði og sagt verður frá sögu svæðisins. Lagt verður af stað frá íþróttasvæði HK í Fagralundi neðan Furugrundar kl. 17:30 og er áætlað að enda gönguna á sama stað um kl. 19:00. Gönguna leiða Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri Kópavogsbæjar og Kristinn H. Þorsteinsson fræðslu- og verkefnastjóri Garðyrkjufélags Íslands. Gróðurgangan er liður í samstarfsverkefni Kópavogsbæjar og Garðyrkjufélags Íslands.

Anime klúbbur Húrra #2: Barefoot Gen (1983)

Að þessu sinni sýnum við hina harmþrungnu Barefoot Gen sem segir frá hvers dags lífi ungs drengs í Hiroshima rétt fyrir lok seinni heimsstyrjaldar. Ekki þurrt auga á staðnum!