Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Hernámsdagurinn

13:00 Stríðsárasafnið opnar. Allir eru boðnir hjartanlega velkomnir. Safnaleiðsagnarkerfi verður tekið í notkun og því um að gera að koma og prófa. 14:00 Söngdagskrá og sögustund. Söngvararnir Þórunn Erna Clausen, Jóhanna Seljan Þóroddsdóttir og Andri Bergmann Þórhallsson koma til með að taka valin lög frá stríðsárunum við undirleik Andra. Þóroddur Helgason segir skemmtilegar sögur sem tengjast lífinu á stríðsárunum á Reyðarfirði. Kaffi og kökur í boði safnisins

Hvað eru lykilverk? Sunnudagsleiðsögn með safnstjóra

Hvað eru lykilverk? Sunnudagsleiðsögn með safnstjóra um sýninguna „Fjársjóður þjóðar“ í Listasafni Íslands 2. júlí kl. 14. Oft er talað um lykilverk í listasögunni. En hvaða verk eru þetta? Eru lykilverk frábrugðin öðrum verkum listamanna? Verður verk lykilverk þegar það fer í safneign þjóðlistasafns eða hvað þarf svo verk geti talist lykilverk? Harpa Þórsdóttir safnstjóri Listasafns Íslands ætlar að ganga um sýninguna Fjársjóður þjóðar sem geymir dýrmætar perlur úr safneign Listasafns Íslands, sunnudaginn 2. júlí kl. 14 og ræða um örfá lykilverk. Allir velkomnir.