Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Ég er drusla - útgáfupartí

Í tilefni útgáfu bókarinnar ÉG ER DRUSLA býður Druslugangan í útgáfupartí þriðjudaginn 27.júní klukkan 18 á Gamla Nýló, Skúlagötu 28. Í bókinni tjá sig yfir 40 einstaklingar um ofbeldismenningu, samfélagið og lífið. Listaverk, teikningar, greinar, möntrur, ljósmyndir og sögur fanga orkuna sem myndast árlega í Druslugöngunni þar sem fólk sameinast í baráttunni gegn ofbeldi með valdeflingu og pönki. Allir sem komu að bókinni gáfu vinnu sína og leitast var við að halda öllum kostnaði í lágmarki svo sem flestir eigi kost á að eignast hana. Mögulegur ágóði rennur svo óskiptur til Druslugöngunnar og áframhaldandi baráttu gegn kynferðisofbeldi. Léttar veitingar í boði og allskonar gaman. Hlökkum til að sjá ykkur! Þátttakendur í bókinni eru: Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir Alda Villiljós Auður Jónsdóttir Bára Gísladóttir Bylgja Babýlons Cyber Cynthia Trililani Dagur Hjartarson Elín Elísabet Einarsdóttir Elísabet Jökulsdóttir Embla Guðrúnar Ágústsdóttir ESMÓ Fríða Ísberg Gía Gjörningaklúbburinn GRRRLS Halli Civelek Hatari Helga Dögg Ólafsdóttir Helga Lind Mar Hjalti Vigfússon ­Hljómsveitin Eva Hórmónar Hrefna Björg Inga Björk Bjarnadóttir Inga Huld Hákonardóttir ­Ilmur Stefánsdóttir Júlía Birgisdóttir Júlía Runólfsdóttir Kef Lavík Kristín Dóra Kolbrún Dögg Arnardóttir Lóa Björk Björnsdóttir Margrét Aðalheiður Nafnlaust Oddný Halldóra Oddsdóttir Ragnheiður Helga Bergmann Hafsteinsdóttir Slick Trick Sunna Ben Sunna Kristinsdóttir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Valdemar Árni Guðmundsson Vigdís Ósk Howser Harðardóttir

Drink & Draw á Húrra

Drink and Draw Reykjavík © rís upp frá dauðum! Við færum okkur um set frá Prikinu yfir á Húrra, stærra og meira svæði fyrir fólk! Eins og áður gilda sömu reglur. Skilar inn einni teikningu að lágmarki á barinn, og færð happy hour út kvöldið í staðinn. Blöð og teiknitól verða til staðar þó við hvetjum alla til að koma með eigið pennaveski. Engar hæfniskröfur. Allir velkomnir! Teikningarnar verða svo grand skoðaðar og höldum við áfram útgáfu Drink & Draw zine sem kemur svo út á næsta kvöldi. Sé stuð!