Viðburðir - Höfuðborgarsvæðið

Skrá viðburð

Fimm tímar Feldmans / Five Hours of Feldman - RMM 2017

Mengi

18836797 1454491437968648 660043390473788141 o

Fimm tímar Feldmans / Five Hours of Feldman Reykjavík Midsummer Music (English below) Strengjakvartett nr. 2 eftir Morton Feldman er lengsti strengjakvartett sem nokkru sinni hefur verið skrifaður. Hann tekur um 5 tíma í flutningi og sprengir þannig utan af sér alla hefðbundna umgjörð slíkra verka. Verkið er tilraun um tímann og upplifun mannsins á honum – hljóðar umbreytingar hans og síbreytileg mynstur bjóða hlustandanum inn í leiðslukennt ferðalag um eigin hugarheim, minningar, væntingar og skynjun. Tónleikagestum er frjálst að standa og sitja, koma og fara (hljóðlega) að vild, en verðlaun verða veitt þeim sem sitja út allt verkið. Hinn frábæri Strokkvartettinn Siggi sýnir hér einstakt úthald til viðbótar við margrómað listfengi. Miðar við dyrnar á 2000 krónur - hátíðarpassi veitir bæði aðgang og forgang: https://www.harpa.is/dagskra/vidburdur/reykjavik-midsummer-music-2017-hatidarpassi/ Öll dagskrá: www.reykjavikmidsummermmusic.com ____ Listamenn / Artists: Strokkvartettin Siggi / Siggi String Quartet: Una Sveinbjarnardóttir, Laufey Jensdóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir, Sigurður Bjarki Gunnarsson. Dagskrá / Programme String Quartet No. 2 ____ Morton Feldman’s String Quartet nr. 2 is the longest string quartet ever written. It takes about 5 hours in performance, bursting the conventional setting for such works. The quartet is an experiment on time and how we humans experience it – its quiet alterations and ever-changing patterns invite the listener on a meditative journey of one’s own mind, one’s memories, expectations and perceptions. Guests at this concert are welcome to sit or stand, and to come and go as the please (quietly, of course). There will, however, be a prize for those who stick it out to the end. The wonderful Siggi String Quartet here demonstrate their unique endurance, in addition to their musical excellence. Full Programme: http://reykjavikmidsummermusic.com/en/ Tickets (2000 isk) at the door, Festival Pass ensures admission. Full Programme: http://reykjavikmidsummermusic.com/en/ Festival Pass at a discounted price of 12.900 ISK available here: https://en.harpa.is/events/event/reykjavik-midsummer-music-festival-pass/?lang=2.181303969.741674777.1496606174-415954978.1496606174 Reykjavík Midsummer Music, 22.-25 júní 2017 Í Hörpu og Mengi „Kammermúsík á heimsmælikvarða“ — Víðsjá „Absolutely unmissable“ —Reykjavík Grapevine „Einn af hápunktum tónlistarársins“ — Fréttatíminn „Emotionally and intellectually stimulating“ — Concerti Magazine „Hástemmd fegurð, ekki af þessum heimi“ — Fréttablaðið

Grand Finale: Frjálsar hendur / A Free Hand - RMM 2017

Harpa

18768631 1454507334633725 1589323861652647419 o

Grand Finale: Frjálsar Hendur / A Free Hand Lokatónleikar Reykjavík Midsummer Music 2017 (English below) Aldrei fyrr hefur Reykjavík Midsummer Music skartað jafn mögnuðu samansafni listamanna úr fremstu röð. Á glæsilegum lokatónleikum hátíðarinnar fá þessir stórfenglegu listamenn frjálsar hendur með verkefnavalið á stóra sviðinu í Eldborg, þar sem dirfska og spilagleði verða í fyrirrúmi. Nú eru það áheyrendur sem opna hjörtu sín fyrir hinu óvænta, en njóta leiðsagnar listræns stjórnanda hátíðarinnar, Víkings Heiðars Ólafssonar, um fjölbreytta, spennandi og háleynilega dagskrá sem endurspeglar styrkleika og ástríður listamannanna tólf. Rétt eins og ávallt á Reykjavík Midsummer Music mætast þar hið gamla og hið nýja, hið kunnuglega og framandi. Missið ekki af einstakri kvöldstund í Eldborg. Miðasala: https://en.harpa.is/events/event/reykjavik-midsummer-music-a-free-hand/ Öll dagskrá: www.reykjavikmidsummermmusic.com Hátíðarpassi á aðeins 12.900 fæst hér: https://www.harpa.is/dagskra/vidburdur/reykjavik-midsummer-music-2017-hatidarpassi/ ___ Dagskrá/ Programme Dagskráin verður æsispennandi - en Víkingur Heiðar Ólafsson tilkynnir hana af sviðinu. A programme like none other, to be announced from stage by artistic director Víkingur Ólafsson. Listamenn/Artists Reykjavík Midsummer Music's Artists: Vilde Frang, Sayaka Shoji, Maxim Rysanov, Nicolas Altstaedt, István Várdai, Rosanne Philippens, Julien Quentin, Davíð Þór Jónsson, Lars Anders Tomter Siggi String Quartet, Pétur Grétarsson, Eggert Pálsson, Steef van Oosterhout, Víkingur Ólafsson ___ Never before has Reykjavík Midsummer Music presented such an extraordinary array of stellar artists from the international concert stage. In a final concert in the magnificent Eldborg Hall, these artists have been given a free hand in deciding on a programme, highlighting each artist’s strengths and passions. In an evening of spontaneity, excitement and artistic daring, it will be the audience’s turn to open their hearts to the unexpected, albeit under the guidance of artistic director Víkingur Ólafsson, who will announce the secret programme from the stage. As always in this festival, the old meets the new, and the familiar meets the exotic. Don’t miss out on this very special concert in Eldborg. Tickets: https://en.harpa.is/events/event/reykjavik-midsummer-music-a-free-hand/ Full Programme: http://reykjavikmidsummermusic.com/en/ Festival Pass at a discounted price of 12.900 ISK available here: https://en.harpa.is/events/event/reykjavik-midsummer-music-festival-pass/?lang=2.181303969.741674777.1496606174-415954978.1496606174 Reykjavík Midsummer Music, 22.-25 júní 2017 Í Hörpu og Mengi „Kammermúsík á heimsmælikvarða“ — Víðsjá „Absolutely unmissable“ —Reykjavík Grapevine „Einn af hápunktum tónlistarársins“ — Fréttatíminn „Emotionally and intellectually stimulating“ — Concerti Magazine „Hástemmd fegurð, ekki af þessum heimi“ — Fréttablaðið