Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Freyjujazz - Hildegunn Øiseth

18814687 311169145972695 1290378270497713057 o

Norski háfjallatrompetleikarinn Hildegunn Øiseth startar næstu Freyjujazz tónleikaröð sem hefst 6. júní. Hildegunn sem kemur frá Þrándheimi hefur látið að sér kveða bæði á jazzsenunni sem og heimstónlistarsenunni en hún leikur einnig á geitarhorn. Hildegunn hefur mikið ferðast um Afríku og Asíu og bjó um tíma í suður-Afríku. Það gætir því áhrifa úr ýmsum áttum í leik hennar. Framundan hjá Hildegunn eru tónleikar með Trondheim Jazz Orchestra ásamt Chick Corea á North Sea Jazz Festival og svo mun hún blása með Mezzoforte á Jazz Baltica í sumar. Með henni á Freyjujazz leikur píanistinn Sunna Gunnlaugs Tónleikarnir eru í Listasafni Íslands, Fríkirkjuvegi 7 og hefjast kl 12:15 og standa í ca 30 mínútur. Aðgangseyrir er 1500 en ókeypis inn fyrir grunnskólanema. Með þessari tónleikaröð gerum við konur í jazzi sýnilegri og aukum á fjölbreytnina. Norwegian trumpetist Hildegunn Øiseth performs with pianist Sunna Gunnlaugs. Showtime is 12:15-12:45. Admission is 1500 IKR.

KexJazz // Hildegunnn Øiseth

18815135 1677828965578676 7338723314664263955 o

Á næsta jazzkvöldi KEX hostel, þriðjudaginn 6. Júní, leikur norski trompetleikarinn Hildegunnn Øiseth ásamt triói Sunnu Gunnlaugs. Sunna leikur á píanó, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Hildegunn, sem kemur frá Þrándheimi, hefur látið að sér kveða bæði á jazzsenunni sem og heimstónlistarsenunni en hún leikur einnig á geitarhorn. Hildegunn hefur mikið ferðast um Afríku og Asíu og bjó um tíma í suður-Afríku. Það gætir því áhrifa úr ýmsum áttum í leik hennar. Framundan hjá Hildegunn eru tónleikar með Trondheim Jazz Orchestra ásamt Chick Corea á North Sea Jazz Festival og svo mun hún blása með Mezzoforte á Jazz Baltica í sumar. Tónlistin hefst kl 20:30 og er aðgangur ókeypis. KEX Hostel er á Skúlagötu 28.