Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Sprungur: Útgáfupartý

Mengi

18699471 1336836606429307 1195574109327285743 o

Útgáfupartý í tilefni útkomu ljóðabókarinnar Sprungur eftir Jón Örn Loðmfjörð. Í Mengi föstudagskvöldið 2. júní. Hefst klukkan 19:30 og stendur fram eftir kvöldi. Aðgangur ókeypis. ENGLISH BELOW Margir segja að Jón Örn Loðmfjörð drekki bara bjór og sofi hjá konum utan af landi alla daga. En það er ekki satt. Hann reykir líka sígarettur og klappar kisunni sinni. Þar að auki gaf hann út sína fjórðu ljóðabók á dögunum, bókina Sprungur sem hefur hlotið einróma lof allra ættingja hans. Að því tilefni verður haldið partý fyrir hann í Mengi 2.júní. Þar mun hljómsveitin R.I.P. Eiríkur Orri stíga á stokk en hana skipa Róbert Reynisson, Ingi Garðar Erlendsson, Páll Ivan frá Eiðum og Eiríkur Orri Ólafsson og það er aldrei að vita nema ljóðskáldið sjálft og fleiri góðir gestir taki kannski undir með þeim í nokkrum lögum. Bókin verður að sjálfsögðu á góðu tilboði eins og bjórinn á barnum og Jón Örn mun árita allar bækur og líkamsparta á meðan birgðir endast. Verið hjartanlega velkomin. ∞∞∞∞∞∞∞∞ A book launch for Jón Örn Loðmfjörð who just recently released his fourth poetry book, Sprungur. At Mengi on Friday, June 2nd. Starts at 7:30pm. Free admission. Everybody welcome. Musicians: Róbert Reynisson, Ingi Garðar Erlendsson, Eiríkur Orri Ólafsson & Páll Ivan frá Eiðum along with Jón Örn Loðmfjörð. Jón Örn Loðmfjörð (born December 25, 1983, Selfoss) is an Icelandic experimental poet. He is noted for computer-generated poetry, and particularly his 2010 mash-up of the Icelandic government report into the collapse of Iceland's banks in 2008, Gengismunur ('Arbitrage'). Works: - Brandarablandarar (with Eiríkur Örn Norðdahl), 2008 - Síðasta ljóðabók Sjóns (with Arngrímur Vídalín) 2008 - Usli (with Kristín Svava Tómasdóttir) 2009 - Gengismunur: ljóð úr skýrslu rannsóknarnefndar alþingis, 2010 - Sprungur, 2017

The Goonies - föstudagspartísýning!

Bío Paradís

17991119 1314634358573142 6351798723413462674 n

English below Mikey Walsh og Brandon Walsh eru bræður. Fjölskylda þeirra er að undirbúa flutning, því verktakar vilja byggja golfvöll í nágrenninu, nema nægu fé sé safnað til að stöðva byggingu golfvallarins, og það eru ekki miklar líkur á að það gerist. En þegar Mikey rekst á fjársjóðskort af tilviljun af hinum fræga fjársjóði Eineygða Villa, þá fara þeir Mikey, Brandon, og vinir þeirra í fjársjóðsleit. Þeir kalla sig The Goonies, allt í þeim tilgangi að bjarga hverfinu. Fjársjóðurinn er í helli, en inngangurinn að hellinum er undir húsi hins illa þjófs Mama Fratelli og sona hennar Jake Fratelli, Francis Fratelli og hins vanskapaða Lotney “Sloth” Fratelli. Sloth vingast hins vegar við the Goonies og ákveður að hjálpa þeim. Ekki missa af trylltri föstudagspartísýningu á THE GOONIES – og ef þig langar að mæta með unglinginn þinn er það ekki vandamálið! Föstudaginn 2. júní kl 20:00! English From the imagination of Steven Spielberg, The Goonies plunges a band of small heroes into a swashbuckling surprise-around-every corner quest beyond their wildest dreams! Screened on a FRIDAY NIGHT party screening, June 2nd at 20:00!

Hatari x Kött Grá Pje á Húrra

Húrra

18620893 10154326203877127 5662494618850040543 o

Hatari x Kött Grá Pje Leynimakk, múgæsingur og samsæri gegn kapítalismanum á skemmtistaðnum Húrra. Kött Grá Pje og Hatari munu beita öllum brögðum til að afhjúpa þá linnulausu svikamyllu sem við köllum hversdagsleikann og lofa góðu partý. 02.06.17 Kl. 21:00 2000 kr.

Ljótu hálfvitarnir á Rosenberg

Reykjavík

18527243 10155235056345050 6538687838186467284 o

Hörðustu aðdáendur Ljótu hálfvitanna vita yfirleitt nokkurn veginn að hverju þeir ganga þegar þeir mæta á Rosenberg. Hæfileg blanda af þekktustu smellum hálfvitanna, minna þekktum smellum og dassi af algerlega óþekktum ekkismellum, rammað inn með ábyrgðarlausu gamanmáli. Það sem aðdáendur vita hins vegar ekki er að á bakvið hvern einasta settlista eru harðvítugar rökræður og á köflum blóðugar illdeilur um hvaða 18 lög skuli spila. En á tónleikunum 2. og 3. júní nk. verður breyting þar á. Einn af skarpari hálfvitunum benti á að hálfvitar eru 9 og 2x9 eru 18. Því var ákveðið að prófa það fyrirkomulag að hver hálfviti velji 2 lög á þessum tónleikum, algerlega eftir eigin smekk og samvisku. Það má því reikna með vægast sagt óvenjulegum lagalista á þessum tónleikum því smekkur hálfvitanna endurspeglar alls ekki vilja þjóðarinnar. Og þaðan af síður samviskan.