Viðburðir - Höfuðborgarsvæðið

Skrá viðburð

Opinn fundur borgarstjórnar og ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkur

Ráðhús Reykjavíkur

18738759 10155129953705042 659094197750137698 o

Á fundinum verður fjallað um ofbeldi sem börn verða fyrir. Í tölfræði Stígamóta kemur fram að stærsti hluti þeirra sem þangað leita urðu fyrir kynferðisofbeldi þegar þau voru börn að aldri. Dagskrá: 14:00 Ávarp formanns ofbeldisvarnarnefndar 14:05 „Fyrst og fremst börn og unglingar sem eru beitt kynferðisofbeldi“. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra á Stígamótum. 14:25 Er eitthvað að breytast eða eru augu okkar að opnast? Börn og ofbeldi. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 14:45 Tölum um ofbeldi. Mynd fyrir börn um ofbeldi, unnin fyrir Kvennaathvarfið. Myndin sýnd og kynnt. Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf. 15:05 Barnavernd. Tilkynningar og verkferill. Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. 15:25 Opinskátt um ofbeldi. Kynning á þróunarverkefni Reykjavíkurborgar sem fór fram í leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili. Inga Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri Grandaskóla og Martin Brus Smedlund forstöðumaður Undralands frístundaheimilis. 15:45 Umræður borgarfulltrúa og fundargesta. 17:00 Fundarlok og samantekt formanns ofbeldisvarnarnefndar. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar. Öll velkomin

Eusebio pubquiz á Húrra

Húrra

18558807 10155376890232010 2519359944644075156 o

Hlaðvarpsþátturinn Eusebio stendur fyrir léttri og skemmtilegri spurningakeppni á Húrra, þriðjudagskvöldið 30. maí. Fótbolti verður því í fyrirrúmi á þessum fornfræga skemmtistað, mögulega í fyrsta skipti frá upphafi. Það verða þau Hrafnhildur Agnarsdóttir, Örvar Smárason og Björn Teitsson sem sjá um að setja veisluna saman - þau sömu og hafa einmitt séð um að blaðra um fótbolta í Eusebio, fótboltaþætti Alvarpsins. Vegleg verðlaun í boði, svelljökulhrímaðir á hagstæðu verði. Gæti þetta verið betra? Í hverju liði mega vera allt að fjórir keppendur!