Viðburðir - Höfuðborgarsvæðið

Skrá viðburð

Vinnusmiðja með Saadet Türköz / Workshop with Saadet Türköz

Mengi

18557448 1332142396898728 9144139425517052097 n

Einstök vinnusmiðja með tyrknesk/kasönsku raddlistakonunni Saadet Türköz í Mengi, mánudaginn 29. maí á milli 17 og 20. ENGLISH BELOW Takmarkaður þátttakendafjöldi. Skráning á ingibjorgfrida@gmail.com. Aðgangseyrir 3500 krónur. Boðið verður upp á súpu og brauð í lok vinnusmiðju. 24. 05: ATHUGIÐ AÐ NÚ ER ORÐIÐ FULLT...en við tökum við fólki á biðlista! ••••••••••••••• Um Saadet Türköz: Saadet Türköz er mögnuð raddlistakona sem hefur tekið þátt í margvíslegum tónlistarverkefnum víða um heim, sent frá sér fimm plötur undir eigin nafni, komið fram á fjölda annara hljóðritana og starfað með tónlistarmönnunum Elliot Sharp, Eyvind Kang, Ikue Mori, Fred Frith og Shahzad Ismaily svo nokkur séu nefnd. Hún er fædd árið 1961 í Istanbúl en af kasönskum uppruna, ein af sjö systkinum. Foreldrar þeirra, Kasakar af Uyghur-þjóðinni í Xinjiang-hérað í Norður-Kína, höfðu flúið vaxandi ofbeldi kínverskra stjórnvalda í garð þjóðar sinnar árið 1939. Leiðin til Tyrklands var löng og ströng, eins árs ferðalag í gegnum Himalayafjöllin leiddi hjónin til Indlands þaðan sem þau voru send til Pakistan en þar bjuggu þau án nokkurra réttinda í rúman áratug áður en þau fengu loks aðsetur í Istanbúl í Tyrklandi árið 1953. Saadet Türköz drakk í sig menningu og tónlistarhefðir Kasaka í Istanbúl enda mynduðu kasanskir innflytjendur þétt og samheldið samfélag í borginni. Sögurnar frá heimalandinu og frásagnir af flóttanum lituðu uppvöxt hennar og tónlistartjáningu, tónlistin sem sungin var og flutt á mannamótum, harmsöngurinn sem kasanskar konur mögnuðu upp við andlát ættmennis eða vinar, allt mótaði þetta tónlistarkonuna ungu. Annar mikilvægur áhrifavaldur frá þeim tíma var trúariðkun fjölskyldunnar, Kóraninn og músíkalskt hljómfall arabískunnar sem hún lék sér gjarnan með í eigin raddspuna. Hún settist að í Zürich í Sviss árið 1981 en þar er hún enn búsett. Í Sviss kynntist hún annars konar tónlist sem mótaði hana ekki síður, frjálsum spuna og alls kyns innblásandi tilraunamennsku. Hún hefur síðan byggt upp afar áhugaverðan tónlistarferil sem söng- og raddlistakona þar sem saman renna tónlistarhefðir Mið-Asíu við tilraunamennsku Evrópu og Bandaríkjanna en spuni skipar stóran sess í tónlistartjáningu Saadet Türköz. ∞∞∞∞∞∞∞ Workshop with improvisational vocalist Saadet Türköz at Mengi on May, 29th from 5-8pm. Limited seating. Registrate at ingibjorgfrida@gmail.com PLEASE NOTE: NOW ALL SEATS ARE TAKEN...but we accept registrations for the waiting list! 3500 ISK - soup and bread included. •••••••••••• Improvisational vocalist Saadet Türköz was born in Istanbul to parents who were Kazakh refugees from East Turkestan (Uyghur Autonomous Region in China). Türköz learned from the elderly people of the Kazakh community in Istanbul the rich oral and musical traditions of Central Asia. Strongly influenced by the tales of their homeland, the long journey to Turkey, etc., those tales became an imaginative source for her improvisational singing later. Another source has been the Koran she listened to as a child. Its' Arabic sound and melodious text gave her the first opportunity to improvise freely without paying attention to the correct meaning of the beautiful language. At the age of 20, she moved to Zürich, where she experienced a new music world: free jazz, improvisation and an experimental and unbiased approach to her musical roots. Currently based in Zürich, she is active in giving solo concerts, as well as performances with other musicians, in different countries. http://www.saadet.ch/ "Saadet Türköz works with memories. The feeling influences the language of the poems she chooses, and the language influences the character of the pieces. The Kazakh language, which is bound to the origin of her parents, mediates for her an archaic general tenor. Having to do with the protracted departure from the lost homeland that Saadet Türköz never saw, this language has become a symbol for the pain of loss. But to only create from the traditional songs did not appear to the singer as authentic; the material handed down made up a point of departure from which she has developed her own preferences. Again and again an unpredictable adventure, this path fascinates her." Raphael Zehnder

Saadet Türköz / Tumi Árnason / Gyða Valtýsdóttir

Mengi

18699887 1339062116206756 4657957059088616342 n

Spunatónleikar í Mengi mánudagsvöldið 29. maí. Fram koma söngkonan Saadet Türköz, Tumi Árnason og Gyða Valtýsdóttir. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur. ENGLISH BELOW Saadet Türköz er mögnuð raddlistakona sem hefur tekið þátt í margvíslegum tónlistarverkefnum víða um heim, sent frá sér fimm plötur undir eigin nafni, komið fram á fjölda annara hljóðritana og starfað með tónlistarmönnunum Elliot Sharp, Eyvind Kang, Ikue Mori, Fred Frith og Shahzad Ismaily svo nokkur séu nefnd. Hún er fædd árið 1961 í Istanbúl en af kasönskum uppruna, ein af sjö systkinum. Foreldrar þeirra, Kasakar af Uyghur-þjóðinni í Xinjiang-hérað í Norður-Kína, höfðu flúið vaxandi ofbeldi kínverskra stjórnvalda í garð þjóðar sinnar árið 1939. Leiðin til Tyrklands var löng og ströng, eins árs ferðalag í gegnum Himalayafjöllin leiddi hjónin til Indlands þaðan sem þau voru send til Pakistan en þar bjuggu þau án nokkurra réttinda í rúman áratug áður en þau fengu loks aðsetur í Istanbúl í Tyrklandi árið 1953. Saadet Türköz drakk í sig menningu og tónlistarhefðir Kasaka í Istanbúl enda mynduðu kasanskir innflytjendur þétt og samheldið samfélag í borginni. Sögurnar frá heimalandinu og frásagnir af flóttanum lituðu uppvöxt hennar og tónlistartjáningu, tónlistin sem sungin var og flutt á mannamótum, harmsöngurinn sem kasanskar konur mögnuðu upp við andlát ættmennis eða vinar, allt mótaði þetta tónlistarkonuna ungu. Annar mikilvægur áhrifavaldur frá þeim tíma var trúariðkun fjölskyldunnar, Kóraninn og músíkalskt hljómfall arabískunnar sem hún lék sér gjarnan með í eigin raddspuna. Hún settist að í Zürich í Sviss árið 1981 en þar er hún enn búsett. Í Sviss kynntist hún annars konar tónlist sem mótaði hana ekki síður, frjálsum spuna og alls kyns innblásandi tilraunamennsku. Hún hefur síðan byggt upp afar áhugaverðan tónlistarferil sem söng- og raddlistakona þar sem saman renna tónlistarhefðir Mið-Asíu við tilraunamennsku Evrópu og Bandaríkjanna en spuni skipar stóran sess í tónlistartjáningu Saadet Türköz. http://www.saadet.ch/ ••••••• Gyða Valtýsdóttir hóf tónlistarferilinn á táningsaldri með hljómsveitinni múm. Hún yfirgaf sveitina til að einbeita sér að klassísku tónlistarnámi og lærði meðal annars í Rimsky-Korsakov Conservatory í St. Pétursborg og Hochschule für Music í Basel, þar sem hún lauk meistaranámi í sellóleik hjá Thomas Demenga og frjálsum spuna hjá Walter Fähndrich. Auk þess að koma fram með sína eigin tónlist, hefur hún samið tónlist fyrir kvikmyndir og dansverk og leikur reglulega með múm, Shahzad Ismaily, Josephine Foster, Julian Sartorius, Colin Stetson og og hefur unnið með fjölda annarra listamanna í gegnum árin, m.a. A Winged Victory for the Sullen, Efterklang, Dustin O’Halloran, Damien Rice, Ben Frost, Hilmari Jenssyni, Guy Maddin, Ólöfu Arnalds, Skúla Sverrissyni o.fl. ••••••••• Tumi Árnason er saxófónleikari sem hefur meðal annars starfað með hljómsveitunum Grísalappalísu, Ojba Rasta og The Heavy Experience, og hefur unnið með tónlistarmönnunum Úlfi Hanssyni og Tonik. Hann stendur einnig ásamt kollega sínum Alberti Finnbogasyni fyrir spunaútgáfunni Úsland Útgáfu. ∞∞∞∞ An improv concert with Saadet Türköz, Tumi Árnason and Gyða Valtýsdóttir. Starts at 9pm. Tickets: 2000 isk. Improvisational vocalist Saadet Türköz was born in Istanbul to parents who were Kazakh refugees from East Turkestan (Uyghur Autonomous Region in China). Türköz learned from the elderly people of the Kazakh community in Istanbul the rich oral and musical traditions of Central Asia. Strongly influenced by the tales of their homeland, the long journey to Turkey, etc., those tales became an imaginative source for her improvisational singing later. Another source has been the Koran she listened to as a child. Its' Arabic sound and melodious text gave her the first opportunity to improvise freely without paying attention to the correct meaning of the beautiful language. At the age of 20, she moved to Zürich, where she experienced a new music world: free jazz, improvisation and an experimental and unbiased approach to her musical roots. Currently based in Zürich, she is active in giving solo concerts, as well as performances with other musicians, in different countries. http://www.saadet.ch/ "Saadet Türköz works with memories. The feeling influences the language of the poems she chooses, and the language influences the character of the pieces. The Kazakh language, which is bound to the origin of her parents, mediates for her an archaic general tenor. Having to do with the protracted departure from the lost homeland that Saadet Türköz never saw, this language has become a symbol for the pain of loss. But to only create from the traditional songs did not appear to the singer as authentic; the material handed down made up a point of departure from which she has developed her own preferences. Again and again an unpredictable adventure, this path fascinates her." Raphael Zehnder ••••••••••• Musician, cellist and composer Gyða Valtýsdóttir has been making music and art for two decades now. Her first big step in music was made with her band Múm in the late 90s and band that she's still a member of. Gyða released her album "Epicycle" in 2016 and she has been collaborating with noteworthy artists such as Josephine Foster, Colin Stetson, Kronos Quartet and Damien Rice. Gyða was also she was one of the musicians in Ragnar Kjartansson's multi-screen installation ‘The Visitors,' shot in a mansion in the Hudson Valley. •••••••••• Tumi Árnason is a saxophone player and has played with Grísalappalísa, Ojba Rasta and The Heavy Experience.