Viðburðir - Höfuðborgarsvæðið

Skrá viðburð

Fuglaskoðun í Fossvogi

Reykjavík

18620646 10155123908670042 6391505740156717489 o

Hist á þaki Ylstrandarhússins í Nauthólsvík og gengið þaðan. Snorri Sigurðsson líffræðingur sem stýrir verkefninu Reykjavík - iðandi af lífi segir frá fuglalífinu í fjörunni við Ylströndina og á leirunni í Fossvogi. Gengið verður um fjöruna í u.þ.b. eina klukkustund og fuglalífið skoðað. Kíkir er nauðsynlegur. Allir velkomnir.

Beast Nest & Big Debbie

Mengi

18670951 1333684040077897 7546224559415576441 n

Ólgandi raftónlist úr smiðjum hinna bandarísku Beast Nest (Sharmi Basu) og Big Debbie. Í Mengi sunnudagskvöldið 28. maí. Hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur. ENGLISH BELOW Það er með mikilli ánægju sem við tökum á móti Beast Nest og Big Debbie sem bæði eru búsett í Kaliforníu og gera þaðan út. Þetta eru fyrstu tónleikar þeirra á Íslandi. Nánar: Beast Nest er listamannanafn hinnar bandarísk-inversku Sharmi Basu, borin og barnfædd í Oakland í Kaliforníu, af indversku bergi brotin. Hún lauk mastersgráðu í raftónlist frá miðstöð samtímatónlistar við Mills College í Oakland og rannsakaði þar þátt tónlistar í valdeflingu minnihlutahópa en þar beindi hún sjónum sínum annars vegar að áhrifamætti Art Ensemble of Chicago, sem stofnuð var af svörtum spunatónlistarmönnum á róstursömum tíma í sögu Bandaríkjanna á sjöunda áratugnum, hins vegar að þætti tónlistar í Occupy Oakland hreyfingunni sem spratt fram árið 2011 til að vekja athygli á og mótmæla valdbeitingu og ofbeldisaðgerðum lögreglunnar í garð annarra kynþátta en hins hvíta. Sem indversk, hinsegin kona hefur Sharmi Basu upplifað í ríkulegum mæli að tilheyra minnihlutahópi innan hins hvíta, karlæga heims nútímatónlistar og hún hefur staðið fyrir vinsælum vinnusmiðjum undir heitinu Decolonizing Sound (hljóðið úr viðjum heimsvaldastefnunnar) víða í Kaliforníu. Hún hefur gefið út plötur og unnið að ýmsum tónlistarverkefnum en á meðal samstarfsmanna má nefna Fred Frith, Roscoe Mitchell, Pauline Oliveros, George Lewis Laetitia Sonami og fleiri. Á tónleikunum í Mengi flytur hún sína eigin mögnuðu elektróník þar sem saman renna drón og hávaði, margvísleg rafhljóð og vettvangshljóðritanir, áhrif frá tónlistarhefð klassískrar indverkrar tónlistar og meira og fleira. www.soundcloud.com/olgadagod beastnest.bandcamp.com www.sharmi.info •••••••• Big Debbie, búsett í Los Angeles, gaf út sína fyrstu smáskífu árið 2012, tekin upp heima í stofu tónlistarkonunnar sem gaf hana sjálf út. Úrgáfufyrirtækin Cochon, teen Action og Danish Skrot Up tóku strax við sér og gáfu smáskífuna út á kasettu og vínil í takmörkuðu upplagi. Árið eftir kom út platan AB-RA-CA-Deb-Ra. „Magnaður trommupúls, síendurteknar bassalínur, rödd sem hvíslar og ýlfrar, mestmegnis á ensku. Dáleiðandi, seiðandi og dansvæn tónlist undir sterkum áhrifum af tónlist 9. ártugarins.“ https://ratskinrecords.bandcamp.com/album/big-debbie-ab-ra-ca-deb-ra ∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞ A concert at Mengi with Beast Nest and Big Debbie. At Mengi on Sunday, May 28th at 9pm. Tickets: 2000 isk •••••• BEAST NEST is Sharmi Basu, an Oakland born and based South Asian queer woman of color creating experimental music as a means of decolonizing musical language. She attempts to catalyze a political, yet ethereal aesthetic by combining her anti-colonial and anti-imperialist politics with a commitment to spirituality within the arts. She is an MFA graduate from the Center for Contemporary Music at Mills College in Electronic Music and Recording Media and has worked with Fred Frith, Roscoe Mitchell, John Bischoff, Pauline Oliveros, Chris Brown, George Lewis, Laetitia Sonami, Jesse Drew, Bob Ostertag, Jesse Drew, Dr. Nalini Ghuman, Maggi Payne, and more. Her workshops on “Decolonizing Sound” have been featured at the International Society for Improvised Music, the Empowering Women of Color Conference, and have reached international audiences. She specializes in new media controllers, improvisation in electronic music, and intersectionality within music and social justice. She is a co-collaborator of the Bay Area's first Black and Brown Punk Fest: The Universe is Lit! www.soundcloud.com/olgadagod beastnest.bandcamp.com www.sharmi.info •••••• BIG DEBBIE is an LA - based artist that started as a bedroom recording project that emerged out of San Francisco, CA in 2012. Within a year these 4 track recordings surfaced in a form of limited cassette and vinyl releases on such labels as Cochon, Teen Action and Danish Skrot Up. Midheaven Disitribution described the release as "Driving drum machine beats and repetitive fuzzed out, sludgy bass lines with some tape manipulated vocals that croon, whisper and growl mostly in English. Foggy, hypnotic, haunting and dancy at times, the music carries a strong 80's influence." "AB-RA-CA-DEB-RA" - the sophomore album by Big Debbie brings to mind religious pagan celebrations as much as the 1980's industrial, goethe clubs. Big, sexy noise you can move to! https://ratskinrecords.bandcamp.com/album/big-debbie-ab-ra-ca-deb-ra