Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Fuglaskoðun í Fossvogi

Reykjavík

18620646 10155123908670042 6391505740156717489 o

Hist á þaki Ylstrandarhússins í Nauthólsvík og gengið þaðan. Snorri Sigurðsson líffræðingur sem stýrir verkefninu Reykjavík - iðandi af lífi segir frá fuglalífinu í fjörunni við Ylströndina og á leirunni í Fossvogi. Gengið verður um fjöruna í u.þ.b. eina klukkustund og fuglalífið skoðað. Kíkir er nauðsynlegur. Allir velkomnir.

Krakkajóga á KEX

18620247 1492099600864051 1626486165975609848 n

Síðasta jógastundin okkar fyrir sumarfrí. Lóa Ingvarsdóttir jógakennari stýrir tímanum. Allir velkomnir - Enginn aðgangseyrir

Spjall sýningarstjóra við Hrafnhildi Arnardóttur / Shoplifter

18622354 10155375589979695 304924794657410853 n

Birta Guðjónsdóttir sýningarstjóri spjallar við Hrafnhildi Arnardóttur / Shoplifter í Listasafni Íslands, sunnudaginn 28. maí kl. 14. Birta hefur áður unnið með Hrafnhildi sem sýningarstjóri að tveimur samsýningum, þar sem viðamiklar innsetningar Hrafnhildar hafa leikið veigamikið hlutverk, s.s. í sýningunni Elemental árið 2013 í listamiðstöðinni Havremagasinet í Svíþjóð, þar sem innsetning Hrafnhildar Nervescape III var sýnd, og árið 2015 á sýningunni Tunnel Vision á Momentum - Norræna tvíæringnum í samtímamyndlist, í Noregi, þar sem innsetning Hrafnhildar Nervescape IV var sýnd. Hrafnhildur Arnardóttir (f. 1969), einnig þekkt sem Shoplifter, er íslenskur myndlistarmaður sem búsett er í New York. Á undanförnum 15 árum hefur hún á umfangsmikinn hátt kannað notkun og táknrænt eðli hárs, og sjónræna og listræna möguleika þessarar líkamlegu afurðar. Í verkum sínum fæst hún við sögu þráhyggju mannsins gagnvart hári og hvernig má upplifa hár sem birtingarmynd sköpunar í nútíma menningu, sem tekst á við hugmyndir á mörkum þráhyggju eða blætis. List hennar hverfist að mestu um skúlptúra, staðbundnar innsetningar og veggverk, sem fjalla jafnan um hégóma, sjálfsmynd, tísku, fegurð og goðsagnir í almannavitundinni. Hrafnhildur sækir áhrif frá dægurmenningu og fjöldaframleiðslu, auk alþýðulistar, naívisma og handverks, sem hefur mikil áhrif á sköpun hennar. Fínlegur húmor gegnir stóru hlutverki í list Hrafnhildar og endurspeglast vel í notkun hennar á miklu magni marglits gervihárs, hárlenginga sem hún hnýtir, flækir og fléttar með hinu fallega og gróteska, og teflir saman upplifun á fjöldaframleiddum munum andspænis þeim einstöku. Hún hefur unnið með listamönnum frá öllum heimshornum, þar á meðal íslensku tónlistarkonunni Björk en fyrir umslag plötu hennar Medúlla árið 2004 skapaði Hrafnhildur „hár-hjálm“. Árið 2008 starfaði Hrafnhildur með listahópnum a.v.a.f að verki fyrir framhlið MoMA; Samtímalistasafnsins í New York. Meðal nýjustu verka hennar er röð viðamikilla innsetninga, sem ber heitið Nervescape og hún hefur unnið sérstaklega fyrir stórar stofnanir, s.s. Nervescape IV á Norræna tvíæringnum í samtímamyndlist – Momentum 8, í Moss, Noregi árið 2015, Nervescape V , í Samtímalistasafni Queensland í Brisbane, Ástralíu árið 2016 og Nervescape VI í Fílharmóníunni í Los Angeles, Bandaríkjunum fyrr á árinu árið 2017. Aðgangur ókeypis fyrir meðlimi Selmuklúbbsins.

Pallborðsumræður um íslenska grafík

18698386 707289966117354 6932339022412637486 n

Í tengslum við sýninguna Heimkynni-Sigrid Valtingojer efnir Listasafn ASÍ til umræðna um íslenska grafík sunnudaginn 28. maí í Listasafni Árnesinga, en sýningin er sameiginlegt verkefni safnanna. Elísabet Stefánsdóttir formaður félagsins ÍSLENSK GRAFÍK flytur stuttan sögulegan inngang og í framhaldinu verða pallborðsumræður og almennar umræður með þátttöku gesta í sal. Í pallborði verða auk Elísabetar, Aðalheiður Valgeirsdóttir grafíklistamaður og sýningarstjóri sýningarinnar ,,Heimkynni´´, Jóhann Ludwig Torfason myndlistarmaður og umsjónarmaður grafíkverkstæðisins í Listaháskóla Íslands, Leifur Ýmir Eyjólfsson myndlistarmaður, annar stofnenda verkefnisins ,,Prent & Vinir‘‘ og síðast en ekki síst Ragneiður Jónsdóttir teiknari og grafíker. Umræðustjóri er Heiðar Kári Rannversson listfræðingur. Heiðar Kári Rannversson lauk MA prófi í listfræðum frá Háskólanum í Amsterdam árið 2012 og hefur starfað á sviði íslenskrar myndlistar um árabil. Hann stýrði fræðslu- og viðburðardagskrá Listasafns Reykjavíkur á árunum 2013-2016, en er nú sjálfstætt starfandi listfræðingur og sýningarstjóri. Í pallborðinu verður m.a. velt vöngum yfir stöðu grafíktlistarinnar í samtímanum, sem einkennist einna helst af örri þróun stafrænnar tækni og spurt hvort grafíkverk séu jafnvel á undandhaldi í myndlistinni. Hvað einkennir grafík dagsins í dag og hvernig má bera hana saman við blómaskeið grafíklistarinnar hér á landi á áttunda áratug síðustu aldar? Eiga form og aðferðafræði grafíklistarinnar ennþá erindi við samtímann? Dagskráin hefst kl. 16 á sunnudaginn eins og fyrr sagði og er aðgangur ókeypis. Sýningartími yfirstandandi sýninga í Listasafni Árnesinga, ,,Heimkynni‘‘ og ,,Óþekkt‘‘ hefur verið framlengdur til 18. júní. Safnið er opið alla daga kl. 12-18. Frekari upplýsingar veita: - Elísabet Gunnarsdóttir forstöðumaður Listasafns ASÍ listasi@centrum.is - 868 1845 - Heiðar Kári Rannversson listfræðingur – 693 0486 - Inga Jónsdóttir forstöðumaður Listasafns Árnesinga inga@listasafnarnesinga.is – 895 1369

Irish Music Concert at Kex Hostel,

18278161 1818108561842688 5807245606613929660 o

Irish traditional music played by Tiarnán Ó Duinnchinn- Uilleann Pipes; Mhàiri Baird - Flute, Tenor banjo and vocals; Seán Earnest - bouzouki and guitar. See full details, video and audio clips at www.vakafolk.is This is a rare opportunity to hear top flight professional Irish musicians playing in an intimate venue, which is perfect for the music that they play.

Beast Nest & Big Debbie

Mengi

18670951 1333684040077897 7546224559415576441 n

Ólgandi raftónlist úr smiðjum hinna bandarísku Beast Nest (Sharmi Basu) og Big Debbie. Í Mengi sunnudagskvöldið 28. maí. Hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur. ENGLISH BELOW Það er með mikilli ánægju sem við tökum á móti Beast Nest og Big Debbie sem bæði eru búsett í Kaliforníu og gera þaðan út. Þetta eru fyrstu tónleikar þeirra á Íslandi. Nánar: Beast Nest er listamannanafn hinnar bandarísk-inversku Sharmi Basu, borin og barnfædd í Oakland í Kaliforníu, af indversku bergi brotin. Hún lauk mastersgráðu í raftónlist frá miðstöð samtímatónlistar við Mills College í Oakland og rannsakaði þar þátt tónlistar í valdeflingu minnihlutahópa en þar beindi hún sjónum sínum annars vegar að áhrifamætti Art Ensemble of Chicago, sem stofnuð var af svörtum spunatónlistarmönnum á róstursömum tíma í sögu Bandaríkjanna á sjöunda áratugnum, hins vegar að þætti tónlistar í Occupy Oakland hreyfingunni sem spratt fram árið 2011 til að vekja athygli á og mótmæla valdbeitingu og ofbeldisaðgerðum lögreglunnar í garð annarra kynþátta en hins hvíta. Sem indversk, hinsegin kona hefur Sharmi Basu upplifað í ríkulegum mæli að tilheyra minnihlutahópi innan hins hvíta, karlæga heims nútímatónlistar og hún hefur staðið fyrir vinsælum vinnusmiðjum undir heitinu Decolonizing Sound (hljóðið úr viðjum heimsvaldastefnunnar) víða í Kaliforníu. Hún hefur gefið út plötur og unnið að ýmsum tónlistarverkefnum en á meðal samstarfsmanna má nefna Fred Frith, Roscoe Mitchell, Pauline Oliveros, George Lewis Laetitia Sonami og fleiri. Á tónleikunum í Mengi flytur hún sína eigin mögnuðu elektróník þar sem saman renna drón og hávaði, margvísleg rafhljóð og vettvangshljóðritanir, áhrif frá tónlistarhefð klassískrar indverkrar tónlistar og meira og fleira. www.soundcloud.com/olgadagod beastnest.bandcamp.com www.sharmi.info •••••••• Big Debbie, búsett í Los Angeles, gaf út sína fyrstu smáskífu árið 2012, tekin upp heima í stofu tónlistarkonunnar sem gaf hana sjálf út. Úrgáfufyrirtækin Cochon, teen Action og Danish Skrot Up tóku strax við sér og gáfu smáskífuna út á kasettu og vínil í takmörkuðu upplagi. Árið eftir kom út platan AB-RA-CA-Deb-Ra. „Magnaður trommupúls, síendurteknar bassalínur, rödd sem hvíslar og ýlfrar, mestmegnis á ensku. Dáleiðandi, seiðandi og dansvæn tónlist undir sterkum áhrifum af tónlist 9. ártugarins.“ https://ratskinrecords.bandcamp.com/album/big-debbie-ab-ra-ca-deb-ra ∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞ A concert at Mengi with Beast Nest and Big Debbie. At Mengi on Sunday, May 28th at 9pm. Tickets: 2000 isk •••••• BEAST NEST is Sharmi Basu, an Oakland born and based South Asian queer woman of color creating experimental music as a means of decolonizing musical language. She attempts to catalyze a political, yet ethereal aesthetic by combining her anti-colonial and anti-imperialist politics with a commitment to spirituality within the arts. She is an MFA graduate from the Center for Contemporary Music at Mills College in Electronic Music and Recording Media and has worked with Fred Frith, Roscoe Mitchell, John Bischoff, Pauline Oliveros, Chris Brown, George Lewis, Laetitia Sonami, Jesse Drew, Bob Ostertag, Jesse Drew, Dr. Nalini Ghuman, Maggi Payne, and more. Her workshops on “Decolonizing Sound” have been featured at the International Society for Improvised Music, the Empowering Women of Color Conference, and have reached international audiences. She specializes in new media controllers, improvisation in electronic music, and intersectionality within music and social justice. She is a co-collaborator of the Bay Area's first Black and Brown Punk Fest: The Universe is Lit! www.soundcloud.com/olgadagod beastnest.bandcamp.com www.sharmi.info •••••• BIG DEBBIE is an LA - based artist that started as a bedroom recording project that emerged out of San Francisco, CA in 2012. Within a year these 4 track recordings surfaced in a form of limited cassette and vinyl releases on such labels as Cochon, Teen Action and Danish Skrot Up. Midheaven Disitribution described the release as "Driving drum machine beats and repetitive fuzzed out, sludgy bass lines with some tape manipulated vocals that croon, whisper and growl mostly in English. Foggy, hypnotic, haunting and dancy at times, the music carries a strong 80's influence." "AB-RA-CA-DEB-RA" - the sophomore album by Big Debbie brings to mind religious pagan celebrations as much as the 1980's industrial, goethe clubs. Big, sexy noise you can move to! https://ratskinrecords.bandcamp.com/album/big-debbie-ab-ra-ca-deb-ra