Viðburðir - Höfuðborgarsvæðið

Skrá viðburð

Unnur Malín

Mengi

18011021 1290203531092615 3940856492511480977 n

Tónleikar með Unni Malín Sigurðardóttur. Í Mengi, fimmtudagskvöldið 4. maí klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur Unnur Malín hefur verið að hasla sér völl á tónlistarsviðinu undanfarin ár, fyrst varð hennar vart með hljómsveitinni Ojba Rasta, síðar sem tónskáld, og í fyrra hóf hún sólóferil sinn með fyrstu sólótónleikunum á Siglufirði. Unni Malín er margt til lista lagt. Sem sviðslistamaður miðlar hún á fallegan hátt tónlist sinni til áhorfenda og áheyrenda. Tónlist hennar tekur svip af mörgum og ólíkum stílum og stefnum, sem í hennar meðförum taka svip af henni sjálfri. Unnur Malín kemur fram í Mengi þann 4. maí n.k. með eigið efni sem hún hefur verið að prófa sig áfram með undanfarið ár. Hún mun bæði leika sér að rödd sinni og á hljóðfæri. Á tónleikunum mun skipulagt kaós mæta kaótísku skipulagi og Unnur Malín mun leiða gesti í ferðalag um lendur hugans og hjartans. ∞∞∞∞∞∞∞ An intimate concert with Unnur Malín Sigurðardóttir, voice and instruments. At Mengi on Thursday, May 4th at 9pm. Tickets: 2000 ISK Unnur Malin is an active composer and a member of the band Ojba Rasta. At her concert at Mengi she will experiment with her own voice and a number of instruments. Chaos meets discipline and audience will be led through a journey of their mind and heart. ∞∞∞∞ ◊◊◊◊◊ Við minnum á klippikort Mengis sem kostar 16.000 krónur og veitir aðgang að tíu einstökum viðburðum að eigin vali. Klippikortið er ekki bundið við einstakling. Hægt er að bjóða vinum sínum með. Hægt er að kaupa kortið fyrir og eftir viðburði og á opnunartíma verslunar í Mengi við Óðinsgötu 2. ◊◊◊◊◊ We encourage you to buy Mengi punch card for 16.000 krónur. The card gives you access to ten exciting events at Mengi of your own choice. Not limited to one person - you can take your friends with you. The card can be bought at Mengi during the opening of our shop or before or after events.