Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Fjölmenningarþing - Multicultural Congress

18056135 1515179251848016 4476637850472018290 o

Boðað er til fjölmenningarþings þar sem leitað verður álits innflytjenda sjálfra á þjónustu bæjarins og með hvaða hætti megi gera þjónustu bæjarins aðgengilegri fyrir alla. Á þinginu verður ennfremur kosið í fjölmenningarráð sem verður ráðgefandi við ráð og stofnanir bæjarins í málefnum innflytjenda. Framboð í fjölmenningarráð berist til gudbjorg@hafnarfjordur.is. Bæjarbúar af erlendum uppruna eru sérstaklega hvattir til að mæta. Boðið verður upp á súpu í upphafi fundar og barnagæslu á meðan fundinum stendur. Nánari upplýsingar á fleiri tungumálum á https://www.hafnarfjordur.is/mannlif/vidburdir/vidburdir-framundan/fjolmenningarthing-multicultural-congress

Michael McIntyre - Uppistand

16601986 1254658454610468 8667731842578784804 o

ATH: UPPSELT ER Á A+ SVÆÐI OG C SÆTUM HEFUR VERIÐ FJÖLGAÐ. ÖRFÁIR EFTIR Í A OG B SVÆÐI. -------------------------------------------------------------- Einn vinsælasti uppistandari Bretlands, Michael McIntyre, ætlar að starta nýja túrnum sínum, Big World Tour, hér á Íslandi í Laugardalshöllinni þann 4. maí! „Maðurinn er einfaldlega sprenghlægilegur frá toppi til táar.“ – The Telegraph (5 af 5 stjörnum) Nú mætir hann til Íslands með glænýtt efni í tilefni af Big World Tour. Hér er eintakt tækifæri til að upplifa eitt besta uppistand dagsins í dag - enginn með hláturtaugar ætti að láta þetta fram hjá sér fara! DAGSKRÁ KVÖLDSINS: 19.00 - Húsið opnar 20.00 - Paul Tonkinson, upphitun 20.15 - Hlé 20.30 - Michael McIntyre 22.00 - Áætlaður endir* * Dagskráin er birt með fyrirvara og getur riðlast. Nánar: www.sena.is/mm Miðasala: http://bit.ly/sl_mmtix

Innra Tinder - frumsýningarpartí

Kex Hostel

18121848 10212370658365316 3253132399693433189 o

Fimmtudagskvöldið fjórða maí kl. 20:30 verður frumsýnt myndband við lagið Innra Tinder eftir Unni Söru Eldjárn og Þóru Björk Þórðardóttur. Almar Þór Ingason sá um upptöku og leikstjórn (ai@myndverk.net) og Ólafur Björn Tómasson lék aðalhlutverkið. Þóra og Unnur sömdu lagið í Tónsmiðju KÍTÓN á Hvammstanga síðasta haust þar sem þær dvöldu í viku ásamt fjórum öðrum tónlistarkonum. Afraksturinn af þessari dvöl var hljóðupptakan af Innra Tinder og tveimur öðrum lögum sem má finna hér: https://konuritonlist.bandcamp.com/ Einnig var gerð heimildarmynd um allt ferlið sem verður sýnd á RÚV fimmtudagskvöldið 25. maí (uppstigningardag). Frumsýningarpartíið verður haldið í Gym og Tonic salnum á Kex Hostel og hefst kl. 20:30! Bjór í boði á meðan birgðir endast. Allir velkomnir!

Unnur Malín

Mengi

18011021 1290203531092615 3940856492511480977 n

Tónleikar með Unni Malín Sigurðardóttur. Í Mengi, fimmtudagskvöldið 4. maí klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur Unnur Malín hefur verið að hasla sér völl á tónlistarsviðinu undanfarin ár, fyrst varð hennar vart með hljómsveitinni Ojba Rasta, síðar sem tónskáld, og í fyrra hóf hún sólóferil sinn með fyrstu sólótónleikunum á Siglufirði. Unni Malín er margt til lista lagt. Sem sviðslistamaður miðlar hún á fallegan hátt tónlist sinni til áhorfenda og áheyrenda. Tónlist hennar tekur svip af mörgum og ólíkum stílum og stefnum, sem í hennar meðförum taka svip af henni sjálfri. Unnur Malín kemur fram í Mengi þann 4. maí n.k. með eigið efni sem hún hefur verið að prófa sig áfram með undanfarið ár. Hún mun bæði leika sér að rödd sinni og á hljóðfæri. Á tónleikunum mun skipulagt kaós mæta kaótísku skipulagi og Unnur Malín mun leiða gesti í ferðalag um lendur hugans og hjartans. ∞∞∞∞∞∞∞ An intimate concert with Unnur Malín Sigurðardóttir, voice and instruments. At Mengi on Thursday, May 4th at 9pm. Tickets: 2000 ISK Unnur Malin is an active composer and a member of the band Ojba Rasta. At her concert at Mengi she will experiment with her own voice and a number of instruments. Chaos meets discipline and audience will be led through a journey of their mind and heart. ∞∞∞∞ ◊◊◊◊◊ Við minnum á klippikort Mengis sem kostar 16.000 krónur og veitir aðgang að tíu einstökum viðburðum að eigin vali. Klippikortið er ekki bundið við einstakling. Hægt er að bjóða vinum sínum með. Hægt er að kaupa kortið fyrir og eftir viðburði og á opnunartíma verslunar í Mengi við Óðinsgötu 2. ◊◊◊◊◊ We encourage you to buy Mengi punch card for 16.000 krónur. The card gives you access to ten exciting events at Mengi of your own choice. Not limited to one person - you can take your friends with you. The card can be bought at Mengi during the opening of our shop or before or after events.