Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Garðúrgangur sóttur heim í hverfin

18121303 1515294941836447 7932394196963615298 o

Hreinn Hafnarfjörður...með þátttöku allra! Vorsópun á götum og göngustígum er að eiga sér stað í Hafnarfirði þessa dagana og mun standa yfir til mánaðarmóta. Bænum er skipt upp í 14 hverfi og eru hverfin skiltuð upp degi fyrir sópun með tilkynningu um fyrirhugaða sópun. Líkt og í fyrra hvetur Hafnarfjarðarbær til samfélagsátaks í hreinsun þar sem allir íbúar, nemendur og starfsmenn fyrirtækja og stofnana á svæðinu eru hvattir til virkrar þátttöku. Með samhentu samfélagsátaki í hreinsun þar sem allir hugsa um sitt nærumhverfi þá verður Hafnarfjörður hreinn og fínn á stuttum tíma fyrir sumarið. ________________________________________ Vorhreinsun – garðúrgangur sóttur heim. Dagsetningar fyrir hverfi ________________________________________ Árvisst hreinsunarátak í Hafnarfirði verður dagana 2. - 11. maí. Þessa daga verða bæjarstarfsmenn á fullu við hreinsun víðsvegar um Hafnarfjörð og samhliða er skorað á íbúa að taka virkan þátt með því að huga að hreinsun innan sinna lóðarmarka og í sínu nánasta umhverfi. Garðúrgangur í Norðurbæ, Vesturbæ, Hraunum og miðbæ verður sóttur heim þriðjudaginn 2. maí, í Setbergi, Kinnum og Hvömmum fimmtudaginn 4. maí og í Áslandi, á Völlum og Holti fimmtudaginn 11. maí. Íbúar á þessum svæðum eru hvattir til að vera búnir að setja garðúrgang út fyrir lóðarmörk fyrir þessa settu hreinsunardaga í hverju hverfi fyrir sig. Athugið að allur garðúrgangur þarf að vera í pokum og höfum hugfast að hæfilega þungir pokar auðvelda starfsmönnum hreinsunarstörfin. Bæjarbúar eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu bæjarins. Eftir þessar dagsetningar þurfa eigendur og lóðarhafar sjálfir að fara með garðúrgang til Sorpu. Tilvalið er einnig að safna garðúrgangi yfir sumartímann saman í safnhaug á góðum stað í garðinum og nýta til moltugerðar. __________________________________________ Áskorun til íbúa og fyrirtækja - gámar á þremur stöðum í Hafnarfirði __________________________________________ Fimmtudaginn 4.maí eru starfsmenn fyrirtækja og stofnana ásamt nemendum og kennurum allra skólastiga í Hafnarfirði hvattir til að rýna í sitt nærumhverfi og taka sérstaklega til hendinni við hreinsun. Gámum verður komið fyrir á þremur stöðum í Hafnarfirði og eru gámar einkum hugsaðir fyrir losun á timbri og járni frá fyrirtækjum á hverju svæði fyrir sig. Gámar verða á svæðinu í tvo heila daga – fimmtudaginn 4. maí og föstudaginn 5.maí. Tökum öll virkan þátt - hreinn bær okkur kær! :) Hreinn Hafnarfjörður!

Matjurtarækt

18193673 10154555827052157 8273203301131893756 n

Þriðjudaginn 2. maí kl. 17:00 – 19:00 flytur Jóhanna B. Magnúsdóttir garðyrkjufræðingur fræðsluerindi í Bókasafni Kópavogs, Hamraborg 6a, um fjölbreytta ræktun matjurta í heimilisgarðinum. Þetta er erindi sem nýtast mun bæði þeim sem eru óreyndir og lengra komnir. Einnig verður kynnt hvað Kópavogsbær býður upp á hvað varðar matjurtarækt, þ.e. skólagarða fyrir börn og garðlönd fyrir þá eldri, en tekið er við umsóknum um hvort tveggja þessa dagana á vef Kópavogsbæjar, kopavogur.is Jóhanna frá Dalsá í Mosfellsdal er flestum ræktendum vel kunn fyrir ræktunarstörf sín. Að Dalsá rekur hún ræktunar- og fræðslusetur. Markmiðið með starfsemi setursins er að hjálpa fólki við að tengjast náttúrunni, að efla lífræna ræktun í heimilisgörðum og að reka gróðrarstöð með lífræna grænmetisframleiðslu. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Ókeypis aðgangur.

KexJazz // Skuggakvartett Sigurðar Flosasonar

Kex Hostel

18155812 1641520602542846 7990133557514505495 o

Á næsta jazzkvöldi Kexhostel, þriðjudaginn 2. maí, kemur fram Skuggakvartett saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar. Þórir Baldursson leikur á Hammond orgel, Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar og Einar Scheving á trommur. Flutt verður helblá, ný og eldri tónlist Sigurðar á mörkum jazz- og blústónlistar. Tónlistin hefst kl 20:30 og er aðgangur ókeypis. KEX Hostel er á Skúlagötu 28.