Viðburðir - Höfuðborgarsvæðið

Skrá viðburð

Stórsveitamaraþon í Hörpu

Harpa

18192694 10158621988280788 6100941265389590578 o

Stórsveit Reykjavíkur stendur fyrir árlegu Stórsveitamaraþoni á Alþjóðlega jazzdeginum, sunnudaginn 30. apríl kl. 12-17:30 í Flóa, Hörpu (fyrir aftan veitingastaðinn Smurstöðina á jarðhæð). Að vanda býður Stórsveitin til sín yngri og eldri stórsveitum landsins og leikur hver hljómsveit í u.þ.b. 30 mínútur. Stórsveitamaraþonið er nú haldið í tuttugasta og fyrsta sinn en þessi skemmtilega uppákoma er þáttur í uppeldisviðleitni Stórsveitar Reykjavíkur. Dagskrá verður fjölbreytt og skemmtileg og gera má ráð fyrir að flytjendur verði um 200. Sveitirnar eru á ólíkum getustigum og aldri; allt frá börnum til eldri borgara. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir, en áhorfendum er frjálst að koma og fara á meðan maraþonið stendur yfir. Dagskrá sunnudaginn 30. apríl í Flóa í Hörpu: 12:00 Stórsveit Reykjavíkur 12:30 Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar 13:00 Stórsveit Suðurnesja 13:30 Léttsveit Karenar 14:00 Stórsveit Sigrúnar Kristbjargar 14:30 Yngri sveit Hafnarfjarðar og Garðabæjar 15:00 Stórsveit Tónlistarskólans í Garðabæ 15:30 Stórsveit skólahljómsveita Reykjavíkurborgar 16:00 Stórsveit Öðlinga 16:30 Stórsveit Tónlistarskóla FÍH

Hljóðasmiðja Heimsins / Music of the World

Mengi

17862297 1279569795489322 5107032832103050556 n

ENGLISH BELOW Hljóðasmiðja heimsins / Tilraunavettvangur barnanna. Tónleikar í Mengi á Barnamenningarhátíð, sunnudaginn 30. apríl klukkan 15. Aðgangur ókeypis. Um miðbik 20. aldar kom fram á sjónarsviðið í Bandaríkjunum tónskáldið John Cage sem tók að endurskilgreina tónlist á róttækan hátt. Fyrir honum var tónlistin allt í kringum okkur, í náttúrunni og þögninni og hinu manngerða umhverfi. Allt er tónlist, ef við einungis nemum staðar og sperrum eyrun. Á tónleikum sem fram fara í Mengi á Barnamenningarhátíð eru þessar hugmyndir reifaðar og til verða tónverk með þátttöku tónleikagesta, bæði barna og fullorðinna sem byggja meðal annars á hljóðum úr umhverfi. Tónleikarnir eru sjálfstætt framhald af tónleikum sem fram fóru á Barnamenningarhátíð í Mengi árið 2016. Að tónleikunum standa Berglind María Tómasdóttir og Lilja María Ásmundsdóttir í samvinnu við Mengi. Efnisskrá: - John Cage: Variations II - Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir: Verk fyrir Huldu - Pauline Oliveros: Tuning Meditation - Ragnheiður Erla: Þegar öllu er á botninn hvolft - John Cage: 4’33 - Berglind Tómasdóttir: Keeping Up With the Kattharsians* *Með Elísabet Indru Ragnarsdóttur og Ragnheiði Elísabet. ∞∞∞∞∞∞ Music of the world / The experimental field of children. Concert at Mengi at Reykjavík Children Culture's Festival. Starts at 3pm. Free entrance. The American composer John Cage and his ideas on how everything is music, if we listen to the world around us, is at the forefront at a concert held at Mengi on Reykjavík Children Culture's Festival. Directed and performed by Berglind María Tómasdóttir, flutist and composer and Lilja María Ásmundsdóttir, pianist and composer in collaboration with Mengi. Program: - John Cage: 'Variations II' - Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir: 'A piece for Hulda' - Pauline Oliveros: 'Tuning Meditation' - Ragnheiður Erla: 'Þegar öllu er á botninn hvolft ' - John Cage: 4’33 - Berglind Tómasdóttir: Keeping Up With the Kattharsians* *With Elísabet Indra Ragnarsdóttir og Ragnheiður Elísabet

Sígildir sunnudagar - Sæunn Þorsteinsdóttir & Angela Draghicescu

Harpa

17966063 10154251062861268 4541460279724720557 o

English below Sellóleikarinn Sæunn Þorsteinsdóttir og píanóleikarinn Angela Draghicescu sameinast á tónleikum Sígildra sunnudaga og bjóða upp á litríkt og fjölbreytt úrval tónlistar fyrir selló og píanó. Sæunn og Angela hafa báðar leikið kammertónlist víða í Evrópu, Bandaríkjunum og í Asíu. Sæunn Þorsteinsdóttir hefur komið fram sem einleikari með Los Angeles Philharmonic, Toronto Symphony og Sinfóníuhljómsveit Íslands, meðal annarra. Eftir útgáfu á flutningi hennar á einleikssvítum Britten hefur hún leikið í nokkrum helstu tónleikasölu heims, þar á meðal Carnegie Hall, Suntory Hall og Disney Hall. Sæunn er stórtækur kammertónlistarmaður og hefur m.a. unnið með Itzhak Perlman, Mitsuko Uchida, Richard Goode og meðlimum Emerson, Guarneri og Cavani Kvartettanna. Hún hefur leikið á fjölda tónlistarhátíða um heim allan, t.d. á Prussia Cove og Malboro Festival. Hún er sellóleikari Manhattan píanótríósins og stofnandi kammerhópsins Decoda, sem hefur það markmiði að færa nýtt líf í flutning kammertónlistar með nýstárlegum nálgunum, skapandi fræðslu og samfélagsþátttöku. Angela Draghicescu er starfandi píanóleikari við University of Puget Sound. Hún hefur leikið með nokkrum helstu tónlistarmönnum í Bandaríkjunum, þ.á.m. konsertmeistara New York Philharmonic, Frank Huang, fiðluleikaranum Brian Lewis, sigurvegara Naumburg keppninnar, David Requiro, fyrsta trompetleikara Metropolitan Orchestra, David Bond, og hornleikara Canadian Brass, Jeff Nelsen. Angela Draghicescu er auk þess einn meðleikara í Alþjóðlegu George Enescu keppninni. Á tónleikunum verða meðal annarra verka Sellósónata nr.4 eftir Beethoven, Myndir á þil eftir Jón Nordal, Rúmenskir dansar eftir Béla Bartók ásamt því að verk Pulitzer Prize verðlaunahafans William Bolcom, Capriccio verður frumflutt á Íslandi. -------------- Cellist Saeunn Thorsteinsdottir and pianist Angela Draghicescu come together in Harpa´s Classical Sundays series for a unique evening of colorful and evocative music for cello and piano. Both have appeared in solo and chamber performances throughout Europe, U.S.A. and Asia. Sæunn Thorsteinsdóttir, has appeared as soloist with the Los Angeles Philharmonic, Toronto and Iceland Symphonies, among others, and her recital and chamber music performances have taken her across the US, Europe and Asia. Following the release of her debut recording of Britten’s Suites for Solo Cello on Centaur Records, she has performed in some of the world’s greatest halls including Carnegie Hall, Suntory Hall and Disney Hall. An avid chamber musician, she has collaborated in performance with Itzhak Perlman, Mitsuko Uchida, Richard Goode and members of the Emerson, Guarneri and Cavani Quartets and has participated in numerous chamber music festivals, including Prussia Cove and Marlboro, with whom she has toured. She is cellist of the Manhattan Piano Trio and a founding member of Decoda; a group that seeks to revitalize the world of chamber music through refreshing concert experiences, creative education, and community engagement. Currently Collaborative Pianist at University of Puget Sound, Ms. Draghicescu has appeared in recitals with some of America’s most important musicians including Concertmaster of the New York Philharmonic Frank Huang, violinists Brian Lewis, Naumburg Competition winner cellist David Requiro, Metropolitan Orchestra trumpetist David Bond, former Canadian Brass french hornist Jeff Nelsen. Angela Draghicescu is also one of the official pianists of the George Enescu International Competition. The recital will present Beethoven's 4th Cello Sonata, Martinu's Rossini Variations, Jon Nordal's Pictures on a Panel Wall as well as the Icelandic premiere of Pulitzer Prize-winning composer William Bolcom's Capriccio for Cello and Piano.

Excalibur - lokasýning Svartra Sunnudaga!

Bío Paradís

18118649 1317163278320250 2072760416203572807 n

Hér er sögð sagan af Arthur Englandskonungi, Riddurum Hringborðsins og töframanninum Merlyn. Arthur verður konungur Englands með því að ná sverði úr steini. Búningar, sviðsmynd, leikarar, tónlist- sönn kult klassík með þeim Nigel Terry, Nicol Williamson, Nicholas Clay, Cherie Lunghi, Helen Mirren, Liam Neeson, Corin Redgrave og Patrick Stewart í aðalhlutverkum! Stórkostleg lokamynd Svartra Sunnudaga, 30. apríl kl 20:00, mynd sem þú vilt ekki missa af á hvíta tjaldinu! English Excalibur retells the legend of King Arthur and the knights of the Round Table, based solely on the 15th century Arthurian romance Le Morte d’Arthur by Thomas Malory. It stars Nigel Terry, Nicol Williamson, Nicholas Clay, Cherie Lunghi, Helen Mirren, Liam Neeson, Corin Redgrave and Patrick Stewart. The film’s soundtrack is legendary. Come join us for a true CULT CLASSIC experience on the season finale of Black Sundays, Sunday April 30th at 20:00!

Þúsund ára þögn / Sómi þjóðar (5. sýning)

Mengi

17358673 1252013694911599 2049670563862197421 o

Þúsund ára þögn. Nýtt verk eftir leikhópinn Sóma þjóðar 5. sýning: Sunnudaginn 30. apríl klukkan 21 Miðaverð: 2900 krónur. Miðar seldir á www.midi.is „Sýning sem maður er ríkari af að hafa farið að sjá.“ Menningin / Sjónvarpið - RÚV / 24.4.2017 „Hér er á ferð falleg og næm sýning og það má fullyrða að Sómi þjóðar hefur sýnt hversu langt þeir þora og að hægt sé að blanda saman tilraunastarfsemi og merkingu, án þess að útkoman verði of dulkóðuð fyrir áhorfendur.“ Víðsjá / Rás 1 - RÚV / 25.4.2017 „Nú beinir hópurinn sjónum sínum að þögninni og sannar í eitt skipti fyrir öll að Sómi þjóðar er listrænt afl í íslensku menningarlífi sem vert er að fylgjast vel með.“ **** Fréttablaðið / 18.03.2017 „Upphafssenan var einstaklega skemmtilega útfærð hjá Hilmi, Kolbeini og Tryggva, sem leika sýninguna. Með skýrum fókus og nákvæmri hlustun tókst þeim að skapa ótrúlegt samtal sín á milli án þess í reynd að mæla orð af vörum.“ Morgunblaðið / 18.03.2017 Í verkinu Þúsund ára þögn takast Hilmir Jensson, Karl Ágúst Þorbergsson, Kolbeinn Arnbjörnsson og Tryggvi Gunnarsson á við birtingarmyndir og áhrif hinnar íslensku þagnar á sálarlíf þjóðarinnar. Í vinnuferlinu hafa þeir lagt áherslu á að kanna þögnina út frá tilfinningalegri þöggun og bælingu og einnig skoðað hvaðan hugmyndin um þögn sem dyggð kemur. Hvað veldur því að við flýjum inn í þögnina í stað þess að takast á við erfiðar tilfinningar og vandamál? Af hverju virðumst halda að við getum þagað af okkur heilu lífin? Getur verið að við erfum þögn og bældar tilfinningar forfeðra okkar án þess að neitt með það að gera? Í samfélagi dagins í dag, þar sem allt á að vera upp á borðum og allir eiga að geta talað um allt alltaf, er sömuleiðis áhugavert að kanna hvort lausn vandamála okkar felist í stanslausum játningum. Getur þögnin verið af hinu góða? Þurfum við að komast handan hennar og berjast í gegnum byl og skafla inn á heiðarlönd sjálfs okkar? Verkið Þúsund ára þögn er styrkt af Rannsóknarmiðstöð Íslands. "Þetta er bara eins og að horfa inn í garðslöngu og sjá spírallinn og...og þá verður allt einhvern veginn...maður er bara...þetta er eins og í fjallgöngu og þar er lyng og mosi og stein og...og steinninn, hann lifir manninn...“ Fyrri sýningar Sóma þjóðar: - Gálma eftir Tryggva Gunnarsson (2011). Tilnefnt til Grímuverðlauna þetta sama ár. - PUNCH - ásamt Stick and Stones (2012). - Ég er vindurinn eftir Jon Fosse (2012). - MP5 eftir Tryggva Gunnarsson og Hilmi Jensson (2014). - Björninn eftir William Walton á Cycles Music Festival (2015). - FótboltaÓperan á Óperudögum í Kópavogi (2016) Ljósmynd: Steve Lorenz ∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞ Thousand Years of Silence A new piece by the theatre group Sómi þjóðar on the effects of the Icelandic silence. Sómi þjóðar are Hilmir Jensson, Karl Ágúst Þorbergsson, Kolbeinn Arnbjörnsson & Tryggvi Gunnarsson. Why is silence considered a virtue? Can silence be a good thing? What causes us to escape into silence instead of dealing with difficult feelings and problems? Sunday, April 30th at 9pm. Tickets: 2900 ISK Photo credit: Steve Lorenz ◊◊◊◊◊ Við minnum á klippikort Mengis sem kostar 16.000 krónur og veitir aðgang að tíu einstökum viðburðum að eigin vali. Klippikortið er ekki bundið við einstakling. Hægt er að bjóða vinum sínum með. Hægt er að kaupa kortið fyrir og eftir viðburði og á opnunartíma verslunar í Mengi við Óðinsgötu 2. ◊◊◊◊◊ We encourage you to buy Mengi punch card for 16.000 krónur. The card gives you access to ten exciting events at Mengi of your own choice. Not limited to one person - you can take your friends with you. The card can be bought at Mengi during the opening of our shop or before or after events.