Viðburðir - Höfuðborgarsvæðið

Skrá viðburð

Skítblankur föstudagur/Shitbroke Friday @Stúdentakjallarinn

Stúdentakjallarinn

18055987 1677823438909307 2627030271599962602 o

(English below) Alþjóðanefnd SHÍ býður í partí næsta föstudag í Stúdentakjallaranum! Þó það styttist í mánaðarmót og allir eru blankir er sjaldan betra tilefni til að lyfta sér aðeins upp. Kanna af bjór (1,8 l) 2.600 kr Gegn framvísum stúdentaskírteinis 1.900 kr Happy hour frá 16-19 Föstudagstilboð: Tuborg green og skot 1.100 kr Tuborg classic og skot 1.200 kr Dj SAKANA heldur uppi stuðinu frá klukkan 21:00! Hlökkum til að sjá ykkur á föstudaginn! - Last weekend of the month and you're too broke to go out? Don´t despair, because this Friday the International Committee is hosting a party at Stúdentakjallarinn and there will be some great offers at the bar! Pitcher of beer (1,8 l) 2.600 kr. With a student ID 1.900 kr. Happy hour from 4pm-7pm Friday special: Tuborg and a shot 1.100 kr Tuborg Classic and a shot 1.200 kr Dj SAKANA will be playing from 21:00! We look forward to seeing you on Friday!

Ég er ekki að rétta upp hönd / Útgáfuboð Svikaskálda

Mengi

17835017 1277125652400403 5530611895952175354 o

Útgáfuboð Svikaskálda Ég er ekki að rétta upp hönd er ljóðverk eftir svikaskáldin: Fríðu Ísberg, Melkorku Ólafsdóttur, Sunnu Dís Másdóttur, Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur, Þóru Hjörleifsdóttur og Þórdísi Helgadóttur. Ég er ekki að rétta upp hönd kemur út 28. apríl og verður útgáfunni fagnað í Mengi sama dag milli kl 17 og 19. Þar munu svikaskáldin troða upp ásamt gestum. Boðið verður upp á léttar veitingar og áhugasömum gefst kostur á að fjárfesta í eintaki af bókinni. Einnig má tryggja sér ljóðverkið fyrirfram á svikaskald.com og sækja bók í hófið. Svikaskáldin eru sex ljóðskáld sem komu saman í sumarbústað yfir helgi, lásu ljóð, skrifuðu ljóð, gengu á fjöll og veltu steinum. Afrakstur helgarinnar er ljóðverkið 'Ég er ekki að rétta upp hönd', safn 60 ljóða sem koma mismikið inn á tilveru konunnar.

Mamma Mia! - singalong sýning

Bío Paradís

17799150 1297797456923499 1400660686045577838 n

English below Mamma Mia! er saga sem á sér stað á grískri eyju og segir frá dóttur í leit að föður sínum til þess að leiða sig upp að altarinu. Ævintýrið er fléttað inn í 27 af vinsælustu lögum hljómsveitarinnar ABBA en þar má nefna lög eins og Dancing Queen, Knowing Me Knowing You, Super Trouper og Mamma Mia! Ætlar þú að vera með okkur og syngja með á MAMMA MIA! á sannkallaðri föstudagspartísýningu 28. apríl kl 20:00? Tryggðu þér miða strax! English The story of a bride-to-be trying to find her real father told using hit songs by the popular ’70s group ABBA. Sophie has just one wish to make her wedding perfect: to have her father walk her down the aisle. Now she just has to find out who he is… Join the music, laughter and fun of the irresistibly charming Mamma Mia! The Movie. Academy Award-winner Meryl Streep leads an all-star cast, including Pierce Brosnan and Colin Firth – as well as up-andcomers Amanda Seyfried and Dominic Cooper, in this musical celebration of mothers, daughters and fathers, and true loves lost and new ones found. Based on the Broadway smash-hit and filled with the ABBA songs you know and love, it’s the feel-good experience that will have you singing and dancing over and over again. Join us for a GREAT Sing-a-long screening, Friday April 28th at 20:00!

Tøyen Fil og Klafferi

Mengi

18057668 1293388964107405 8651047052761299767 n

Spennandi tónleikar með Tøyen Fil og Klafferi í Mengi föstudagskvöldið 28. apríl klukkan 21. Á efnisskrá er glæný og nýleg tónlist eftir Hafdísi Bjarnadóttur, Guðmund Stein Gunnarsson, Kristine Tjøgersen, Therese Birkelund Ulvo og Lars Skoglund. Miðaverð: 2500 krónur. English below Norski samtímatónlistarhópurinn Tøyen Fil og Klafferi (TFK) er skipaður tónlistarkonunum Kristine Tjøgersen, Hanne Rekdal, Eira Bjørnstad Foss og Inga Grytås Byrkjeland en hljóðheimur hópsins samanstendur meðal annars af klarínetti, flautu, fagotti, fiðlu, selló og rafhljóðum. Kvartettinn hefur starfað með og frumflutt verk eftir fjölmörg ung tónskáld og komið víða fram á Norðurlöndunum. Meðlimir kvartettsins eru allir virkir í nútímatónlistarsenunni í Osló og Þrándheimi og spila reglulega með ýmsum hljómsveitum, þar á meðal asamisimasa, Trondheim Jazz Orchestra, Polygon, Ensemble neoN og Oslo Sinfonietta. Tónleikarnir í Mengi eru hluti af Íslandsheimsókn TFK en hér koma þær fram á tónleikum í Frystiklefanum á Rifi og Bókakaffinu á Selfossi auk Mengis. Við hlökkum til að taka á móti þeim. Efnisskrá: - Hafdís Bjarnadóttir: „Dettifoss talar“ (kvartett og hljóðrás) (2014) - Guðmundur Steinn Gunnarsson: „Leyfðu hjólinu“ (flauta, klarínett, fiðla, selló, rafhljóð) (2017). Frumflutningur á Íslandi - Kristine Tjøgersen: „GLAM“ (fiðla, selló og vídeó) (2012 / 2017) - Therese Birkelund Ulvo: „Curious Endorsement“ (2016) - Lars Skoglund: „Radio Days“ (kvartett og hljóðrás) (2015) - Kristine Tjøgersen: „Borgen-Nationaltheatret“ (fiðla, rafmagnsgítar, fundnir hlutir og vídeó (2015) - Hafdís Bjarnadóttir: Nýtt verk í vinnslu (2017) ∞∞∞ An exciting concert with Tøyen Fil og Klafferi at Mengi. Friday, April 28th at 9pm. New music by Hafdís Bjarnadóttir, Guðmundur Steinn Gunnarsson, Kristine Tjøgersen, Therese Birkelund Ulvo and Lars Skoglund. Tickets: 2500 ISK Tøyen Fil og Klafferi (TFK) is a Norwegian contemporary music quartet composed of clarinetist Kristine Tjøgersen, flutist and bassoonist Hanne Rekdal, violinist Eira Bjørnstad Foss and cellist Inga Grytås Byrkjeland. All members of the quartet are active in Oslo and Trondheim’s contemporary music scenes and regularly play with a range of groups, including asamisimasa, the Trondheim Jazz Orchestra, Polygon, Ensemble neoN and the Oslo Sinfonietta. Program: - Hafdís Bjarnadóttir: 'Dettifoss talar' (quartet and soundtrack) (2014) - Guðmundur Steinn Gunnarsson: 'Leyfðu hjólinu' (2017) - Kristine Tjøgersen: 'GLAM' (vln, vlc and video) (2012/2017) - Therese Birkelund Ulvo: 'Curious Endorsement' (2016) - Lars Skoglund: 'Radio Days' (quartet and soundtrack) (2015) - Kristine Tjøgersen: 'Borgen-Nationaltheatret' (vln, el-guitar, objects and video) (2015) - Hafdís Bjarnadóttir: New work (work in process) (2017) ◊◊◊◊◊ Við minnum á klippikort Mengis sem kostar 16.000 krónur og veitir aðgang að tíu einstökum viðburðum að eigin vali. Klippikortið er ekki bundið við einstakling. Hægt er að bjóða vinum sínum með. Hægt er að kaupa kortið fyrir og eftir viðburði og á opnunartíma verslunar í Mengi við Óðinsgötu 2. ◊◊◊◊◊ We encourage you to buy Mengi punch card for 16.000 krónur. The card gives you access to ten exciting events at Mengi of your own choice. Not limited to one person - you can take your friends with you. The card can be bought at Mengi during the opening of our shop or before or after events.