Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Krakkajóga á KEX

Heimilislegir sunnudagar á Kex Hostel

18010573 1444777858929559 3658629227621143067 n

Lóa Ingvarsdóttir leiðir jóga fyrir alla fjölskylduna. Hvetjum þá sem eiga dýnu að koma með. Hlökkum til að anda djúpt með ykkur.

T E X T I : Leiðsögn með Birtu Guðjónsdóttur, sýningarstjóra

17990479 10155264880384695 1300773863379522525 o

Birta Guðjónsdóttir sýningarstjóri mun leiða gesti um sýninguna TEXTI – VALIN TEXTAVERK ÚR SAFNI PÉTURS ARASONAR OG RÖGNU RÓBERTSDÓTTUR, sunnudaginn 23. apríl kl. 14. Pétur hefur, ásamt Rögnu Róbertsdóttur eiginkonu sinni, safnað listaverkum í rúmlega 40 ár, og sett upp fjölda nýrra sýninga og sýninga á verkum úr safneign sinni, m.a. í sýningarrýmum þeirra hjóna í Reykjavík og Berlín. Pétur Arason og Ingólfur Arnarsson ráku sýningarrýmið Önnur hæð á heimili Péturs og Rögnu á árunum 1992-1997. Árið 2003 stofnuðu Pétur og Ragna SAFN , sem opið var almenningi til ársins 2008. Síðan þá hafa þau rekið samnefnt sýningarrými í Þingholtunum í Reykjavík og í miðborg Berlínar. Á sýningunni T E X T I eru sýnd textaverk um fimmtíu íslenskra og alþjóðlegra myndlistarmanna. Verkin á sýningunni eru valin úr um 1000 verka safneign listsafnaranna Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur en þau hafa safnað íslenskri og erlendri samtímamyndlist frá því á sjöunda áratugnum.

Ástarsöngvar og drykkjuvísur - Perlur íslenskra sönglaga

Harpa

18056875 1487248791294777 4697245743636410856 n

Lilja Guðmundsdóttir, Bjarni Thor Kristinsson og Helga Bryndís Magnúsdóttir flytja ástarsöngva og drykkjuvísur á bráðskemmtilegum en um leið grafalvarlegum tónleikum í Norðurljósum Hörpu. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Perlur íslenskra sönglaga

Svartir Sunnudagar: The Mask

Bío Paradís

18055719 1314483465254898 6815808683313817580 o

English below Árið 1985 gaf Re-Search út bókina Incredibly Strange Films eftir V. Vale og Andrea Juno. Bók þessi er biblía áhugamanna um undarlegar bíómyndir og er enn lesin víða um heim. Bókin rýnir í ýmsar undarlegar myndir sögunnar frá fersku sjónarhorni og inniheldur viðtöl við leikstjóra eins og Russ Meyer, Herchell Gordon Lewis, Ted V. Michaels og fleiri meistara undranna. 23. apríl verður myndin The Mask eftir Julian Hoffman frá 1961 kl 20:00. Myndin fjallar um fornleifafræðing sem fær endurteknar martraðir tengdar grímu sem finnst í uppgreftri. Áður en hann fremur sjálfsmorð sendir hann grímuna til sálfræðingsins síns sem verður fljótlega dreginn inní martraðarheim grímunnar. A young archaeologist believes he is cursed by a mask that causes him to have weird nightmares and possibly to murder. Before committing suicide, he mails the mask to his psychiatrist, Dr. Barnes, who is soon plunged into the nightmare world of the mask. The film is a part of celebration of the book Incredibly Strange Films by V. Vale and Andrea Juno. Screened Sunday April 23rd at 20:00!