Viðburðir - Höfuðborgarsvæðið

Skrá viðburð

Samaris - Blikktromman tónleikasería / concert series at Harpa

Harpa

17359309 1861073237495303 5468275614766103499 o

Um // About (english below) Samaris sameinar ólíka tónlistarheima með rafpoppi Þórðar Kára, klarinettleik Áslaugar Rúnar og undraverðum, öruggum og hljómþýðum söng Jófríðar Ákadóttur. Samaris vann öruggan sigur Músíktilrauna árið 2011 fyrir þroskaðan hljóm sem er dulúðlegur og framandi en jafnframt persónulegur. Síðustu ár hafa þau spilað úti um allan heim og segja þau ferðalögin hafa aukið skilning sinn á sambandi sínu við tónlist og hvert annað. Á annarri plötu sinni, Black Lights, spila þau úr ævintýrum síðustu ára en platan sú var valin plata ársins á íslensku tónlistarverðlaununum 2016 auk þess sem Jófríður var valin söngkona ársins. Samaris er á internetinu, tékkaðu á þeim. Combining disparate elements of electronics (Þórður Kári Steinþórsson, aka ‘Doddi’), clarinet (Áslaug Rún Magnúsdóttir) and Jófríður Ákadóttir’s enchanting voice, Samaris mix glacial electronica and bold, percussive beats with haunting chant-like vocalsThe overall effect is simultaneously ancient and modern – an ethereal sound filled with dark spaces and alien atmosphere. The continuous travel, and playing shows in different, unfamiliar places—from packed nightclubs in some of the world’s biggest cities, to large-scale open-air festivals in front of crowds of thousands—was eye-opening for the young Icelandic trio. It culminated in a deepened musical understanding, and a sibling-like personal connection. All of this experience is audible on their second studio album, “Black Lights.” Blikktromman Tónleikaröðin Blikktromman, sem er sjálfstæð og haldið úti af áhugafólki um gæðatónlist, er á sínu öðru starfsári en síðasta ár gekk vonum framar. Áhersla er lögð á að bjóða upp á tónleika með nokkrum af okkar fremstu tónlistarmönnum í því nána og gæðaumhverfi sem Kaldalón salur í Hörpu býður uppá. Eftir tónleikana gefst gestum kostur á að sitjast niður með drykk og útsýni yfir smábátahöfnina, með góða tónlist í bakgrunninn. Ekkert vesen, bara gæði. Meðal listamanna sem komið hafa fram á Blikktrommunni eru; Sóley, Högni Egilsson, Valdimar & Örn Eldjárn, Mr. Silla, Sin Fang, Úlfur Eldjárn, Tina Dickow & Helgi Hrafn Jónsson og Benni Hemm hemm, Snorri Helgason, Úlfur úlfur, President Bongo & The Emotional Carpenters, Soffía Björg & Teitur Magnússon.

Kjallaradjass // Cellar Jazz @Stúdentakjallarinn

Stúdentakjallarinn

17342724 1639407302750921 9122967657502233483 n

Nánar Miðvikudjass með Kjallarabandinu fyrsta miðvikudag í mánuði. Hópurinn sem gerði mánudaga spennandi í fyrsta sinn í sögunni með Mánudjass á Húrra ætlar að sanna í eitt skipti fyrir öll að miðvikudagar eru hinir nýju fimmtudagar. Þeir munu tvinna litríka samba-ryþma og almenna gleði inn í grámóskulegt háskólasamfélagið. Kvöldin eru með frjálslegu ívafi og allir sem vilja syngja, dansa eða spila á hljóðfæri eru velkomnir og hvattir til að stíga í sviðsljósið og taka þátt. Píanó, harmonikka og gítar á staðnum. Gleðin í botn! Hrafnkell Gauti Sigurðarson á gítar, Birgir steinn Theódórsson á kontrabassa, Sölvi Kolbeinsson á sax og Kristófer Rodriguez Svönuson á trommur. Aðagangur ókeypis, allir velkomnir. Cellar Jazz first Wednesday every month. The Cellar band leads the way but everyone welcome to join in. We'll have a piano, accordion and guitar on the stage. Happy times! Free entrance, open to all. Tilboð á barnum/specials at the bar.