Viðburðir - Höfuðborgarsvæðið

Skrá viðburð

Umræðuþræðir: Guillaume Bijl

Reykjavík

17457447 10154547333432852 3653129416137323558 n

Belgíski listamaðurinn Guillaume Bijl heldur fyrirlestur um list sína og feril. Í tilefni af fyrstu heimsókn sinni til Íslands mun Bijl kynna list sína með fyrirlestrum í Hafnarhúsinu og í Listaháskóla Íslands. Föstudaginn 31. mars verður opnuð í listarýminu Mengi á Óðinsgötu innsetning Bijls sem stendur í tvo daga; til 1. apríl. https://www.facebook.com/events/1887652318180789/ Guillaume Bijl er fæddur árið 1946 í Antwerpen í Belgíu. Hann er sjálflærður listamaður, með bakgrunn úr leikhúsheiminum og vel þekktur fyrir innsetningar sínar. Seinni hluta áttunda áratugarins byrjaði hann að búa til staðbundna skúlptúra og hóf að rannsaka valkosti fyrir hugmyndalistina. Hann hefur í gegnum tíðina sett upp fjölda innsetninga sem eru einhverskonar félagslegt inngrip. Árið 1979 gerði hann fyrstu innsetninguna af því tagi í galleríi í Antwerpen, þar sem hann setti upp ökuskóla. Þar setti hann einnig fram stefnuyfirlýsingu sem kallaði eftir afnámi listastofnanna og að þeim ætti að vera umbreytt í félagslega gagnlegar stofnanir. Umræðuþræðir er samstarfsverkefni Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar, Listaháskóla Íslands, og Listasafns Reykjavíkur. Í tengslum við verkefnið hefur allt frá árinu 2012 verið boðið hingað til lands fólki sem nýtur viðurkenningar í hinum alþjóðlega listheimi, ýmist á sviði listsköpunar, fræðastarfa eða sýningarstjórnunar. Lagt hefur verið upp með að skapa vettvang hérlendis fyrir alþjóðleg tengsl og umræður; gestirnir kynnast íslensku listalífi, stunda gestakennslu um leið og þau kynna eigin verk og hugðarefni opinberlega. Fyrirlestrar fara fram á ensku og eru öllum opnir án endurgjalds. TALK Series: Guillaume Bijl Guillaume Bijl is here in Iceland for his first visit and will on that occasion give lectures on his art and career at Reykjavík Art Museum - Hafnarhús and at The Iceland Academy of the Arts. He will also show an installation at Mengi art space at Odinsgata 2. Bijl (born 1946, in Antwerp) is a Belgian installation artist. He is a self-taught artist with background in theater. From the second half of the 1970s he started to create spatial objects and was researching in finding alternatives for conceptual art. Bijl's first installation was a driving school, set in a gallery-space in Antwerp in 1979, accompanied by a manifesto calling for the abolition of art centers, and replacing them with 'socially useful institutions'. Reflections about his work: “I can split my work up into different groups: Transformation installations: A reality within non-reality. Situation installations: A non-reality within reality. Compositions: Contemporary, archaeological still life. Sorries: A form of absurd poetry. In recent years I have also made a lot of installations about cultural tourism. In general my work is often about public perception. I create installations within my fictional reality: a sort of situation. The social aspect of my work is to reveal the archaeology of our time, but now. (Ironic, with humour and in a tragic-comedic manner).” Guillaume Bijl, 2006 The TALK Series is a collaborative project between the Icelandic Art Center, Iceland Academy of the Arts and the Reykjavík Art Museum. Since the year 2012 artists, thinkers and curators have been invited to Iceland to teach, talk and get to know the local art scene. The presentation is in English and free for all.

Ofar mannlegum hvötum / Beyond human impulses #12

Mengi

17435983 1263487663764202 1010180809399371768 o

Ofar mannlegum hvötum #12 Mánudaginn 3. apríl klukkan 21 Miðaverð: 2000 kronur. Gjörninga eiga: - Gunnhildur Hauksdóttir & Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir - Anton Logi Ólafsson & Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir - Eygló Harðardóttir, Elsa Dórótea Gísladóttir & Karlotta Blöndal - Logi Leó Gunnarsson - Almar Atlason, Ylfa Þöll Ólafsdóttir & Ýmir Grönvold - Linnea Jardemark - Jordan Wesolek - Annie Eliasson Ofar mannlegum hvötum eru samkomur sem tileinkaðar eru hinum heilaga villimanni. Hópur listamanna hefur ákveðið að sýna verk sín. Samkomurnar eiga sér stað á eyju, þangað sem allt þarf að ferðast í umbúðum. Matarborðið svignar undan kræsingum, heilögum og frá fjarlægum löndum, exótískum og svalandi. Hér er um að ræða veislur sem koma á óvart og enga vissu að fá. Átök eiga sér stað á milli hæða. Óhæfa í verki listamanns, afmennskun listamanns svo úr verður tómleiki sveipaður villidýrsham. Manneskjan, bátur á floti; hluti hennar blæs út með lofti ofan borðs en kjölurinn sekkur í faðm vatnsins. Við getum ekki verið það sem við eigum og átt það sem við erum. Tenging verður að vera á milli hæða svo að verði heilög eining. ∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞ A night dedicated to visual performances, held at Mengi on the first Monday evening of every month. Performances by: - Gunnhildur Hauksdóttir & Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir - Anton Logi Ólafsson & Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir - Eygló Harðardóttir, Elsa Dórótea Gísladóttir & Karlotta Blöndal - Logi Leó Gunnarsson - Almar Atlason, Ylfa Þöll Ólafsdóttir & Ýmir Grönvold - Linnea Jardemark - Jordan Wesolek - Annie Eliasson House opens at 8pm. Event starts at 9pm. Entrance: 2000 ISK