Viðburðir - Höfuðborgarsvæðið

Skrá viðburð

Hvernig verða tölvuteiknimyndir til?

Bío Paradís

17434688 1283725951712167 3867539133125985106 o

Lói – þú flýgur aldrei einn er tölvugerð teiknimynd sem er í framleiðslu hjá GunHil. Sagan segir af lóuunga sem er ófleygur að hausti og þarf að lifa af harðan vetur til að sameinast ástvinum sínum á ný að vori. Fyrirlesturinn verður haldin 1. apríl kl 14:00 í Bíó Paradís- frítt er inn og allir eru velkomnir! Hilmar Sigurðsson er framleiðandi myndarinnar. Hann mun á fyrirlestrinum fara yfir það hvernig tölvuteiknimyndir eru búnar til og sýna efni úr framleiðslu myndarinnar, sem verður jólamyndin á Íslandi um næstu jól. Hilmar og Gunnar Karlsson stofnuðu GunHil árið 2012 eftir að hafa verið framleiðandi og leikstjórar á teiknimyndum eins og Hetjur Valhallar – Þór (2011), Önnu og skapsveiflunum (2007) og Litlu lirfunni ljótu sem var fyrsta íslenska tölvugerða teiknimyndin og kom út árið 2007 og á ennþá aðsóknarmet fyrir stuttmyndir á Íslandi.

Boðsýning - Stelpan, mamman og djöflarnir

Bío Paradís

17492743 1290932284324867 3827107502632541829 o

Bíó Paradís í samstarfi við Geðhjálp sýna laugardaginn, 1. apríl kl. 16.00 sænsku kvikmyndina „Stelpan, mamman og djöflarnir“ (Flickan, Mamman och Demonerna). Frítt verður á myndina og allir velkomnir. Um myndina https://bioparadis.is/kvikmyndir/the-girl-the-mother-and-the-demons-flickan-mamman-och-demonerna/ Með Stelpunni, mömmunni og djöflunum er athygli almennings vakin á sjónarhorni barna geðsjúkra ásamt því að kvikmyndin hefur mikilvægan boðskap að bera stuðningsneti barna í samfélaginu almennt. Myndin er á sænsku með enskum texta og fyrir aldurshópinn 12 ára og eldri. Fyrir sýningu myndarinnar mun Hanna Styrmisdóttir, fyrrverandi listrænn stjórnandi Listahátíðar og aðstandandi, fjalla örstutt um kvikmyndina út frá listrænu sjónarhorni. Eftir sýningu hennar verður efnt til stuttra umræðna með þátttöku Hönnu, Maggýjar Hrannar Hermannsdóttur, sérkennara og aðstandanda, og Möndu Jónsdóttur, hjúkrunarfræðings og deildarstjóra á sérhæfðri endurhæfingardeild á Kleppspítala. Viðburðinum lýkur kl. 18:00.

STAGE DIVE FEST pt3

Húrra

17310179 1374431745911076 5819707975810873996 o

STAGE DIVE FEST pt3 verður haldið laugardaginn 1 Apríl. Þetta skiptið munum við heyra nýtt efni frá Dadykewl sem situr víst eins og ormur ávik gulli, Alvia Islandia mætir með Gum Gum Clan, Strákarnir í kef LAVÍK bruna í bæinn og halda á mannskapnum hita, Gullbarkinn Auður leikur ljúfa tóna með gítarinn að vopni þar til hjartaknúsarinn Egill Ásgeirsson spegill tekur við og leikur fyrir dansi fram á nótt 1000 KR inn

Brimnes Á SPOT 1.apríl!

Spot

17504932 1244741518976910 8668907591793934156 o

Brimnes mætir með Tjarnarsviði á SPOT Laugardagskvöldið 1.apríl og hitar upp fyrir Þjóðhátið! Þú mátt ekki missa af þessu, loksins loksins mæta þeir á SPOT eftir 10 ár í dalnum