Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Mr. Silla & Kristín Anna á Húrra

Húrra

17212070 1253690528081144 2034471704621155200 o

Hey yo Kiddos! Stöllurnar Silla og Kristín Anna ætla að spila mjúsík á húrra á miðvikudagskvöld. Þær munu báðar spila eldra efni í bland við nýtt og óútkomið. Húsið opnar 20.00 Tónleikar hefjast 21.00 Miðaverð 2000 kr Mr. Silla: Emerging from her involvement with influential bands such as múm and Mice parade, Sigurlaug Gísladóttir, aka Mr. Silla, has blossomed into a creative force of reckoning. Matched only by a truly honest and evocative stage presence, the musically transcendent ebb and flow of Mr. Silla is as breathtaking as it is life giving. The often ethereal sonic landscapes explored on her self-titled debut album, released on 12 tónar, is even more proof of what the creative hatchery of Iceland has to offer. Kristín Anna: Bel-Air Glamour Records top talent will play original compositions from her unreleased album “I Must Be The Devil” The Queen B of the Icelandic "krutt" generation, Kristín Anna was a member of the band múm 1998-2006. She is also recognized for her one woman stunts as Kría Brekkan. In 2015 Kristín Anna released the satanic feminine ambient album "Howl" on Bel-Air Glamour Records. She is currently putting final touches on her new album out on the label later this year. It will consist of songs she has been written the last 12 years for piano and voice. Doors 20.00 Showtime 21.00 Tickets 2000 kr.

95 ára afmælistónleikar Lúðrasveitar Reykjavíkur

Harpa

17240537 10158532843845372 6621799664661482755 o

Á þessum 95 ára afmælistónleikum Lúðraveitar Reykjavíkur verða eingöngu flutt tónverk eftir núverandi og fyrrverandi meðlimi sveitarinnar. Frumflutt verða verk eftir Unni Malín Sigurðardóttur og Þóri Hermann Óskarsson, en að auki verða flutt eldri verk eftir Daníel Þröst Sigurðsson, Lárus Halldór Grímsson, Báru Sigurjónsdóttur, Árna Björnsson og Pál Pampichler Pálsson. Einleikarar á klarinett eru Kristján Rúnarsson og Thekla Stokstad. Lúðrasveit Reykjavíkur er elsta lúðrasveit landsins, en hún var stofnuð 7. júlí 1922 við sameiningu lúðrafélaganna Gígju og Hörpu. Þá þegar hafði Harpan hafið undirbúning að byggingu æfinga- og tónleikahúss í nánu samstarfi við Knud Ziemsen bæjarstjóra Reykjavíkur. Hann hafði bent þeim á að byggja á öskuhaugunum sem blöstu við honum út um skrifstofugluggann. Hljómskálinn var reistur á haugunum við Tjörnina og kostaði fullbúinn kr. 26.415,51. Margir góðir menn hafa stjórnað sveitinni, sá fyrsti var Otto Böttcher, síðar hafa m.a. stjórnað sveitinni til lengri eða skemmri tíma, Páll Ísólfsson, Karl Ottó Runólfsson,Albert Klahn, Páll Pampichler Pálsson, Björn R Einarsson, Stefán Þ Stephensen, Eiríkur Stephensen, Oddur Björnsson, Guðmundur Norðdahl, Helgi Þ Svavarsson, Jóhann T Ingólfsson o.fl. Núverandi stjórnandi er Lárus Halldór Grímsson og hefur hann stjórnað sveitinni frá 1998. Miðaverð er 2.500 krónur, frítt fyrir börn 16 ára og yngri. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 20.00 í Kaldalónssal Hörpu. Ekki láta þessa tónleika fram hjá ykkur fara. Miða má nálgast í miðasölu Hörpu https://www.harpa.is/dagskra/vidburdur/95-ara-afmaelistonleikar-ludrasveitar-reykjavikur/

Charlie Haden heiðraður

Mulinn Jazz club

17498938 1254822871239734 4161436111056819567 n

Á næstu tónleikum vordagskrár Múlans leiðir bassaleikarinn Þorgrímur Jónsson hóp tónlistarfólks til að heiðra minningu bassaleikarans, hljómsveitarstjórans og tónskáldsins Charlie Haden sem lést árið 2014. Þó að ferill hans hafi spannað hartnær 60 ár og er hann þó sennilega hvað þekktastur fyrir bassaleik sinn í hljómsveit saxófónleikarans Ornette Coleman ásamt eigin hljómsveit, Liberation Music Orchestra. Leiknar verða tónsmíðar Haden’s úr ýmsum áttum. Meðleikarar Þorgríms eru ekki af verri endanum, Snorri Sigurðarson leikur á trompet saxófónleikararnir Haukur Gröndal og Ólafur Jónsson, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir leikur á básúnu, Sunna Gunnlaugs á píanó og trommuleikarinn Matthías MD Hemstock. Þess má geta að Þorgrímur er tvöfaldur vinningshafi Íslensku tónlistarverlaunana fyrir árið 2016 fyrir jazzplötu ársins, Constant Movement og lagahöfundur ársins í flokknum jazz og blús. Bassist Þorgrímur Jónsson brings a group of fellow musicians to honour the works of the bassplayer, bandleader and composer Charlie Haden who passed away in 2014. Haden is probably best known for his role in Ornette Coleman’s band as well as running his own orchestra, The Liberation Music Orchestra. The concert will feature some of Haden’s compositions whose carrier spanned almost 60 years. The band features the talents of Snorri Sigurðarson, Haukur Gröndal, Ólafur Jónsson, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, Sunna Gunnlaugs and Matthías MD Hemstock. Þorgrimur is a double winner from the last Icelandic Music Grammys. The concert starts at 21 @ Björtuloft, Harpa Concert House. Tickets ISK 2000. Spennandi vordagskrá Jazzklúbbsins Múlans heldur síðan áfram á miðvikudagskvöldum á Björtulöftum, Hörpu með 16 tónleikum til 17. maí. Flestir af helstu jazzleikurum þjóðarinnar koma fram í dagskránni, m.a. Björn Thoroddsen, Gunnar Þórðarson, Tómas R Einarsson, Sigurður Flosason, Einar Scheving, Þorgrímur Jónsson, Sunna Gunnlaugs, Erik Qvick, Ásgeir Ásgeirsson, Andrés Þór Gunnlaugsson, Scott McLemore, Kjartan Valdemarsson, Haukur Gröndal og Jóel Pálsson og fleirri og fleirri. Múlinn er að hefja sitt 21. starfsár en hann er samstarfsverkefni Félags Íslenskra Hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og fara fram á Björtuloftum, 5. hæð Hörpu og er miðaverð kr. 2000, 1000 kr. fyrir nemendur og eldri borgara, miðar fást í miðasölu Hörpu, harpa.is og tix.is