Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Kæra dagbók / Dear Diary

Mengi

17362081 1251955064917462 5997692388325831097 n

Mánudagskvöldið 27. mars klukkan 21 bjóða þær Ásrún Magnúsdóttir, Linn Björklund og Halla Þórlaug Óskarsdóttir til einstaks viðburðar í Mengi þar sem alls konar fólk les úr dagbókunum sínum, gömlum og nýjum. Dagbókum frá unglingsárum og dagbókum frá fullorðinsárunum, gamlar ástir og gleymd leyndarmál rifjuð upp. Fallegt, fyndið, vandræðalegt og einkum og sér í lagi persónulegt. Komdu og taktu gjarnan þína eigin dagbók með. Hugmynd og framkvæmd: Ásrún Magnúsdóttir & Halla Þórlaug Óskarsdóttir & Linn Björklund. Miðaverð: 2000 krónur. Nánar: "Kæra dagbók Mánudagskvöldið 27.mars fer ég Mengi klukkan 21:00 og þar ætla ég að lesa uppúr þér og heyra annað fólk lesa úr sínum dagbókum frá unglingsárunum. Ég veit ekki ennþá hverjir eru að lesa, en það er alveg að koma í ljós. Ég skrifa það hér þegar ég veit meira en a.m.k ætla ég að lesa. Ég veit að fólk má líka mæta með sínar gömlu dagbækur eða núverandi dagbækur og lesa. Finnst þér þetta ekki spennandi? Þetta verður svo persónulegt og fallegt og fyndið og vandræðalegt. Kannski munu gamlar ástir hittast eða við munum heyra gömul og geymd leyndarmál. Læt þig vita hvernig fer, xx 12 ára." ∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞ ◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊◊ Dear Diary Diaries, new and old at the forefron at Mengi on Monday, March 27th at 9pm. Guests from all around read from their diaries, share old secrets and thoughts. Funny, awkward, beautiful and personal. Curated by Ásrún Magnúsdóttir & Halla Þórlaug Óskarsdóttir & Linn Björklund. Tickets: 2000 ISK